Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Kunna stjórnvöld það?

Tel að þar vanti mikið upp á, það sem er að skapa fátækt foreldra og þar af leiðandi barna, er að sjálfsögðu atvinnuleysi, það þarf að hrinda af stað atvinnu veginum, en því miður fer það of hægt af stað.

Ráðstefna þessi er afar þörf og eiga þessar konur þakkir skilið fyrir að vinna að þessum málum, en fátæktin er ekki að byrja í dag eða varð ekki til í hruninu þó mikið hafi versnað þá.

Stéttarskipting hefur ætíð verið til hjá fullorðnum sem smitast í börn þeirra, mörg af ríku börnunum  koma illa fram við þau börn sem minna mega sín og sýna þeim megna fyrirlitningu, það er þetta sem þarf einnig að laga, það er að segja, að kenna börnum frá blautu barnsbeini að allir séu jafnir og það skipti ekki máli hvernig börnin eru klædd

Ef okkur á að takast þetta þarf að herja á foreldrum þar til þau skilja að þetta er hið eina rétta annars verður þeim ekki vært í því þjóðfélagi sem þau búa í. Við þurfum nefnilega að fá foreldrana í lið með okkur, síðan verður þetta kennt í leikskólum og skólum þá mun þetta koma smá saman.

Að grípa til aðgerða til að vernda börn gegn sárri fátækt er að sjálfsögðu sú að skapa hér á landi góðan vinnumarkað fyrir foreldra, það tel ég vera bestu og eðlilegustu leiðina, það er nefnilega þannig að fólki lýður best er það þarf ekki að þiggja ölmusu, flestir líta þannig á styrki yfirleitt.

Ég veit vel að það þarf að koma til hjálp núna og finnst mér alveg sjálfsagt að framkvæma hana, en hugsa í leiðinni, hvað ætli sú hjálp verði lengi í nefnd áður en til framkvæmda kemur.

Eitt en við getum ekki leift okkur að  vinna þessa vinnu í hroka og fyrirlitningu á fátækt, fyrirgefið, en það er það sem hefur mætt sumu því fólki sem þurfa hjálp.

Vonum að stjórn landsins fari að vakna til lífsins með að það þurfi að vinna vel að málum hver sem þau eru.

Njótið svo dagsins kæru vinir.


mbl.is Vernda þarf börn gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta líkist mannfólkinu

Kötturinn er vitsmunavera, kletturinn sem eigi ætlar að víkja fyrir árásum sem þessum, en frekar en að deyja ákvað hann að berjast á jörðu niðri, Æi Æ þetta er eins og dreifibréfið sem kom í öll  hús suður með sjó, mávarnir og starrarnir hafa ætíð verið óþolandi, óhafandi  kannski svolítið vinstrisinnaðir.Whistling
mbl.is Fuglar hröktu kisu ofan af þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flestir vilja Hönnu Birnu

Það vil ég einnig þó ég búi ekki í borginni sem ég fæddist og ólst upp í er mér ekki sama hvernig henni er stjórnað. Hanna Birna er góður leiðtogi segir hlutina eins og þeir eru og er ekki með neina stjörnu yfirlýsingar eða vandlætingasvip er hún ræðir um annað fólk í framboði.

Ýmislegt þarf að gera, takast á við og framkvæma og það verður ekki auðvelt í borginni freka en hjá öllum bæjum og borgum í okkar fagra landi, en eitt er víst að ekkert gerist ef samvinnan er ekki fyrir hendi hvar á landinu sem er.

Hanna Birna vill sterka og góða samvinnu og hún er topp kona til að leiða hana sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Ekki er ég að horfa á hvar hún er í pólitík heldur hvað hún er góður leiðtogi, það er gott fólk í öllum flokkum, gott væri ef það mundi vilja stíga fram og vinna að lausn mála sem úr böndunum fóru, eigi ætíð að reyna að finna sökudólg og eða setja út á, við þurfum ekki á því að halda núna, við þurfum góðan anda í öllu því sem við erum að taka þátt í.

Gott fólk látum það gerast hvar á landi sem við búum.

Gangi okkur öllum vel, hvar á landi sem við búum.

Eitt er afar nauðsynlegt fyrir okkur öll það er að hætta að tala um og búa til sögur um það hvernig fólk vinnur saman í pólitík svona yfir höfuð, við höfum nefnilega oftast rangt fyrir okkur.

 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er flestum sama, því miður.

 þessa færslu tók ég af síðunni hennar
Róslín Valdimarsdóttur, það er mikil þörf á að lesa
hana og krefjast aðgerða, laga og hvað eina sem þarf til
að bjarga konum sem lenda í klóm ofbeldismanna. Það
hlýtur einhver að vilja stíga fram og berjast fyrir þessum
málstað.

25.5.2010 | 21:02

Ofbeldismenn...

Hér er færsla sem ég vil koma á framfæri, skrifuð af Ragnheiði Rafnsdóttur, mömmu Rafns. Ég vil biðja ykkur um að deila þessari færslu eins og þið getið.

Mikið hefur verið talað um ofbeldismenn og það er eins og ofbeldi fari vaxandi.....Hins vegar er eitt ofbeldi þar sem dylst oft og lítið er talað um í fjölmiðlum....Heimilisofbeldi.

 

Þetta mál stendur mér nærri og því tæpi ég á þessu hér.....Í yfir hundrað ár hafa konur(stundum karlar) verið beittar miklum hrottaskap af eiginmanni og hafa þurft að þola mikla niðurlægingu, sársauka og vonleysi... Hvað er verra en að vera beittur ofbeldi inn á þínu eigin heimili fyrir framan börnin sem þú elskar meira en allt annað....Maður getur spurt sig afhverju fara þessar konur ekki? Afhverju láta þær bjóða sér þetta? En svarið við því er að þegar búið er að brjóta manneskjuna svona niður þá er ákaflega erfitt að stíga út úr þessum aðstæðum og það krefst mikils hugrekkis(þessar konur ættu skilið að fá fálkaorðuna). Oft á tíðum er það óvissan um peninga, það að geta séð börnum sínum farborða og annað sem stoppar konuna og sú trú að allt verði gott einn daginn.....Þessar konur eru frábærir leikarar og ótrúlega góðar að fela aðstæður....

En þegar konurnar stíga út og sýna með því ótrúlegt hugrekki þá byrjar nú ofbeldið frá kerfinu. Það getur engin hjálpað, enginn vill og tekur á þessum málum...Það er yndislegt fólk sem vinnur í Stígamótum og kvennaathverfinu en ég er að tala um þá sem öllu ráða....

Það sorglega er að enginn er að hugsa um börnin, það spáir engin í hvað sem þeim fyrir bestu....Þau eiga að hitta ofbeldismanninn tvisvar í viku hvort sem þau vilja eða ekki....Hver lætur börn til ofbeldismanna? Hvaða móðir gerir það? Ef hún hins vegar gerir það ekki þá þarf hún að mæta fyrir rétt eins og versti sakamaður....Hverjum er verið að refsa í þessu máli? Ekki ofbeldismanninum, ó nei það er verið að refsa konunni sem var svo hugrökk að stíga fram og vildi með því binda enda á þjáningu sem bæði hún og börnin verða fyrir....Því er borið við að hún hefði átt að kæra manninn fyrr og koma með sannanir...Hvernig er hægt að sanna það að þú hafir verið kölluð heimska, fífl og ég vona að þú brennir í helvíti? Hvernig er hægt að sanna að þú hafir verið kölluð aumingi, hóra, asni og margt ennþá verra fyrir framan börnin þín?  Hvernig ætlar þú að sanna að þú hafir ekki fengið peninga til að kaupa mat handa börnunum þínum svo mánuðum skiptir?  Hvernig getur þú sannað að þú sért leið og sár út í sjálfa þig yfir að hafa ekki stigið fram fyrr?  Hvenær og hver þorir að taka á þessum málum? Hver býður sig fram? Það hefur engin gert....

Í þessu tilviki eru líf fjögurra barna í hættu....Ásamt lífi móður þeirra....Og þeirra sem standa þeim næst...Því þetta er eitthvað sem öll stórfjölskyldan þjáist fyrir.....Og eins og þetta sé ekki nógu erfitt þá er staðan sú að fórnarlömbin búa í fjarlægu landi, þ.e. heimalandi ofbeldismannsins. Búið er að leita til alla ráðuneyta, sendiráðsins, barnaverndanefnda og fleiri og fleiri hafa verið grátbeðnir að hjálpa en nei sorry við skiptum okkur ekki af þessum málum.....ég hef alltaf verið svo barnaleg að halda að sendiráðin okkar erlendis væru til að hjálpa löndum sínum í erfiðleikum en svo er ekki....Ég spyr fyrir hvern andskotann erum við að borga? Er það málið að við erum að leggja afdala stjórnmálamönnum til vinnu? Svo þeir geti haldið áfram að lifa hátt.....já mér er spurn....

Ég bið ykkur sem þetta lesið að senda þetta áfram þangað til einhver sér þetta sem hefur kjark, dug og vilja til að taka að sér erfitt mál sem þarf að beita hörku en á sama tíma mikilli góðsemd til þeirra sem eiga um sárt að binda....

Einnig vil ég benda þeim konum á sem eru að upplifa ofbeldi á heimilum að fara til lögreglunnar og láta skrá niður það sem þær verða fyrir.....Og ég óska ykkur alls hins besta.....

Ragnheiður Rafnsdóttir,kona, dóttir, eiginkona, tengdadóttir, móðir, systir, mágkona, svilkona, frænka, vinkona, kunningi, vinnufélagi.

www.bjarmalandsgengid.blog.is


Breytingar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já það eru stórar breytingar sem ég er búin að gera á mínu lífi, ég er afar sátt við þær og vona ég að aðrir í kringum mig séu það líka og að fólk sé ekki að búa til sögur um breytinguna, sem engar rætur eiga og engin veit nein deili á, því þessi breyting kemur mér einni við í raun því ég ein ber ábyrgð á mínu lífi og gjörðum.

Sporðdreki: Þér liggur margt á hjarta í dag.
Hvað sem þú gerir mun það koma þér til góða.


Satt er það, mér liggur margt á hjarta og get varla beðið eftir að framkvæma það sem ég vil gera, en veit að allt sem ég geri kemur mér til góða, en eins og margir vita þá ræður maður ekki hraðanum sjálfur að öllu leiti, ég er til dæmis að flytja, er ekki búin að fá aðra íbúð, svo ekki er heppilegt að byrja að pakka niður, enda er maður flytur svona innanbæjar þá er ekki nauðsyn að pakka svo vel, en ég gæti farið að henda, því það verður nú margt sem fer á hauganna, bæði úr skápum og sálartetri.

Eitt er á tæru að þó maður hafi verið með manni bara í 13 ár þá er komið heilmikið rusl inn hjá báðum aðilum, en sem betur fer er þessi aðskilnaður gerður í góðu og hann er afar nauðsynlegur, þegar heilsan fer að bila getur maður ekki verið stuðbolti fyrir heilsubrest hvors annars, allavega lít ég þannig á málin.

Ég þakka þér Gísli og þínu fólki fyrir að hafa kynnst ykkur, að öllu leiti var það  eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður, hlakka til að lifa í mínu nýja karma.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Helgin er búin að vera yndisleg

000_0081.jpg

Ný útskrifaðar ljómandi af hamingju.

000_0083.jpg

Skoða einkunnarspjöldin og Viktoría Ósk fylgist með

000_0086.jpg

Hamingjusamar mæðgur, þær fengu verðlaun fyrir frábæran árangur
í ensku mamma þeirra elsku Dóra mín fékk blómvöndinn fyrir vel unnin
störf við skólann.

000_0092.jpg

Milla að skreyta salinn á laugardeginum

000_0088.jpg

Dóra og Ingimar að leggja síðustu hönd á matinn

000_0089_993720.jpg

Humarinn býður eftir að komast ofan í pottinn.

000_0090.jpg

Ein af eftirréttartertunum, hún var æði full af berjum.

000_0091.jpg

Krakkatertan, hún var sko flott

Það koma fleiri myndir seinna.

Knús í öll hús.Heart


Vandamál ! Frekar verkefni sem þarf að takast á við

Sporðdreki:
Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar

og yfirsýnar.
Vertu opin/n fyrir nýjum hugmyndum úr óvæntri átt.

Annars kalla ég þetta nú ekki vandamál sem ég er að leysa þessa daganna, verkefni eru það frekar í mínum augum, já verkefni sem eru lögð fyrir mig og það er algjörlega mitt að ákveða hvort ég stenst prófið eður ei, allir fá svona verkefni, sumir skilja þau, aðrir ekki, eitt er víst að prófið er bara mér í hag engum öðrum því við vinnum bara að okkar málum ekki annarra.

Einbeitningin er eins og er bara á næstu helgi, allt annað verður að bíða þar til eftir helgi eða lengur, það er nefnilega þannig að verkefni geta tekið afar langan tíma að leysa og ég tel þetta vera eitt af því, en svo getur þetta farið í gang og málið dautt á stuttum tíma, við sjáum hvað setur, en ég gæti þurft að taka mér fyrir hendur smá ferðalag.

Í dag er full dagskrá við hinar ýmsu reddingar, á morgun er stóri dagurinn og hér verður bara gleði á ferð með alla mína í kringum mig, hlakka svo til.

Um þessa helgi sem er hvítasunnan fara fram margar fermingar og útskriftir, einnig fer fólk í sumarhúsin sín, fellihýsi, tjaldvagna og húsbíla óska ég öllum gleðilegrar helgi og endilega munið að fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr.

Kærleik á línuna
Heart

Að skilja það sem er að gerast.

SporðdrekiSporðdreki:
Þú átt erfitt með að henda reiður á hvað er að
gerast í kringum þig. Þolinmæðin er ein af
undirstöðuatriðum þess að þér verði eitthvað úr verki.

Að skilja það sem er að gerast og henda reiður á því er bara púra vinna og ef maður ekki nennir að huga að því þá gerast engar breytingar, maður staðnar og fjandinn gengur laus allt um kring.

Ég skil afar vel hvað er að gerast í kringum mig og aðra sem að mér koma á einhvern hátt, þá er ég ekki að meina endilega mitt fólk, heldur marga aðra sem komið hafa við í mínu lífi og ef ég er ekki vinn vel með málin þá fer ekki vel. það er vegna þessa sem ég hef unnið með mínar úthreinsanir að undanförnu, þetta er tímafrek vinna, en mikið skelfing léttir mér er mér hefur tekist vel upp.

Gott var að fá þetta með þolinmæðina stundum vantar mig hana og þá gengur ekkert upp, allt fer bara út í sandinn, en ég tel að það þurfi einnig að vera heiðarlegur sérstaklega þarf maður að vinna með sjálfan sig í heiðarleikanum.

Eins og svo margir hef ég fengið á mig ýmislegt, sem ég hef ekki kannast við, sérstaklega á undaförnum árum, tel ég að þarna sé á ferð flétta af rugli, því rugli sem konur skapa er þær ekkert vita eða þekkja viðkomandi, það er hlustað á og svo fara í loftið slettur sem viðkomandi telur vera réttar, en hefur þær bara eftir einhverri konu sem þær þekkja ekki neitt, karmað sem er þarna á ferð þarf að losa um, ég get ekki ímyndað mér að nokkur kona vilji lifa við svona rugl, og til þess að losna við það þarf að vinna að því að hreinsa út. Sannann vinskap finnur maður ekki í óheiðarleikanum og með því að ljúga upp á aðra.

Margt er ömurlegt hér á blogginu, fólk hefur sett út á það sem ég kalla losun og kemur frá hjartarótum mínum og er sannleikur, ekki þíðir það að ég sé að velta mér upp úr þessum málum dags daglega, bara að ég er að hreinsa málin út og tekur það oft langan tíma, litli bróðir minn hefur sagt að ég ætti að skrifa ævisöguna hann gæti lært mikið af henni, en ég held að ég sleppi því bara og skrifi mig frá því sem ég tel vera meinsemdir í mínu lífi, nema bara á Wordinu, því það er gott að skrifa sig frá málum.

Ég tel afar mikilvægt fyrir þá sem eru reiðir og útmála aðra (ekki að meina mig) með miður skemmtilegum orðum að skoða og spyrja sjálfan sig, af hverju er ég svona reið, reiðin kemur nefnilega oftast frá einhverju allt öðru en maður skeytir henni á.

Horfið svo á það sem er að gerast á okkar fagra landi og spyrjið hvort það sé rétt að eyðileggja líf sitt á neikvæðni um það. Verum jákvæð, heiðarleg, þolinmóð, hjálpsöm og lifum í kærleikanum.
því það erum við sem erum að upplifa þetta allt núna og við getum ráðið hvort við gerum það í eymd og hatri eða gleði og kærleika.

Njótið lífsins
Heart


Lesið þetta, alveg óhætt að fara eftir þessu

Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio - skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni:

13.5.2010 | 22:01

Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio - skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni:

 1.     Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft.

2.    Þegar þú ert í vafa, taktu þá bara lítið skref.

3.    Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern.

4.    Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik(ur).  Vinir þínir og fjölskylda munu gera það.  Vertu því í sambandi við þau.

5.    Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði.

6.    Þú þarft ekki að vinna öll deilumál - samþykktu að vera ósammála.


7.    Gráttu með einhverjum.  Það er betra en að gráta einn.

8.    Það er allt í lagi að reiðast út í guð....Hann þolir það
.
9.    Safnaðu fyrir elliárunum og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum.

10. Þegar kemur að súkkulaði, þá er mótstaða árangurslaus.

11.  Semdu frið um fortíðina, þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina.

12. Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta.


13. Berðu ekki þitt líf saman við annarra.  Þú hefur ekki hugmynd um hvernig þeirra líf er.

14. Ef samband þarf að vera leynilegt, þá áttu ekki að vera í því.

15. Allt getur breyst á augabragði.  En hafðu ekki áhyggjur.

16. Dragðu andann djúpt að þér - það róar hugann.

17. Losaðu þig við allt sem ekki er nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt.

18. Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari.

19. Það er aldrei of seint að hafa skemmtilega barnæsku. En sú seinni er alveg undir þér komin og engum öðrum.

20.Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei Nei sem svar.

21. Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin.....Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni - Í dag er sérstakt tilefni.

22.Undirbúðu þig ávallt vel - láttu svo strauminn taka þig.

23.Vertu óvenjuleg(ur) í dag......Bíddu ekki eftir gamals aldri til að klæða þig í fjólubláan lit

24.Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn.

25.Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú.

26.Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum.......Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár

27.Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi.

28.Fyrirgefðu öðrum allt.

29.Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki við.

30.Tíminn læknar svo til allt.......Gefðu tímanum tíma.

31. Hversu gott eða slæmt sem ástandið er....þá mun það breytast..

32.Taktu þig ekki of hátíðlega....enginn annar gerir það

33.Trúðu á kraftaverk!

34.Guð elskar þig eins og þú ert.... ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki.

35.Endurskoðaðu ekki lífið.....Vertu til staðar og taktu þátt í því.

36.Að verða gamall er betra en hinn kosturinn....að deyja ungur.

37.Börnin þín fá bara eina barnæsku.

38.Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað.

39.Farðu út á hverjum degi....kraftaverk bíða alls staðar.

40.Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna, . . þá myndum við hrifsa okkar til baka.

41. Öfund er tímasóun.....Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.

42.Það besta er ef til vill einnig ókomið.

43.Það skiptir ekki máli hvernig þér líður.....farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.

44.Láttu undan.

45.Lífið er ekki skreytt með slaufum....en samt er það gjöf.

MUNA: Sjálfsvirðing fæst ekki gefins og ekki er hægt að kaupa hana. Hún vaknar þegar við erum ein, á hljóðum stundum og stöðum þegar okkur verður allt í einu ljóst að við höfum vitað hvað var rétt og hegðað okkur samkvæmt því, vitað hvað var fallegt og látið aðra fá hlutdeild í því, vitað hvað var sannleikur og ekki reynt að dylja hann -

Njótið tilverunnar kæru vinir!!!!

Fékk þetta að láni hjá henni Lindu Linnet.


Skemmtilegir dagar

Sporðdreki: Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að
klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Láttu neikvæðni
annarra ekki draga úr þér því þú veist hvað þú þarft að gera.

Já ég veit alveg hvað ég þarf að gera, en veit bara ekki hvenær vinnunni lýkur við  verkefnið, tel að það komi bara sí svona upp í hendurnar á mér hvenær rétti tíminn er.

Núna er ég bara að hugsa um að hafa það yndislegt með mínu fólki og ég set hér inn nokkrar myndir.

9_5_2010_050.jpg

Miku og Neró að kyssast, en Neró mundi nú helst vilja Miku burt
hann tekur athyglina frá honum

9_5_2010_095.jpg

Miku er algjör dúlla

9_5_2010_104.jpg

Litla ljósið mitt, alsæl með Hannah Montana hárkollu, sem
hún keypti sér í fyrradag á Eyrinni

9_5_2010_105_989180.jpg

Hún er bara flott

9_5_2010_122.jpg

Viktoría Ósk mín að koma með Neró yfir brúnna á búðaránni, en
þær frænkur fóru út að labba í gær

9_5_2010_132.jpg

Ánægðar saman í göngutúrnum, þær eru svo glaðar þessar
dúllur mínar

9_5_2010_158.jpg

Sigrún Lea, flottur bakgrunnur

9_5_2010_173.jpg

Guðrún Emilía, Húsavíkurfjall í baksýn

9_5_2010_190.jpg

Og svo er litla ljósið að leika sér í garðinum9_5_2010_136.jpg

Snillingarnir að gretta sig

Njótið vikunnar kæru vinir


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.