Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Brosið / Undrun / hugleiðing

Ætli það sé orðið gamaldags að brosa, þá meina ég brosa með öllu andlitinu og vera glöð gagnvart fólki sama hvort maður þekki það eður ei, Hmm mætti halda það, ef maður brosir þegar maður kemur inn í búðir, stofnanir, sjúkrahús eða bara hvar sem er þá verða margir/flestir vandræðalegir og hugsa ætli við þekkjumst eða jafnvel er hún á lyfjum þessi, en ekki ætla ég öllum að vera svo vitgrönnum eða nútímalegum að vita ekki að það er í lagi að brosa.

Þegar inn í búðir kemur veit maður um leið hvernig starfsfólkið fór fram úr rúminu þann morguninn og ég segi fyrir mitt leiti að ef það er ekki glaðvært og sýnir kurteisi þá þakka ég fyrir góða þjónustu og labba út, starfsfólkið verður alveg undrandi og horfir örugglega á hvort annað og segir:" Rugluð í hausnum þessi"

Ég kom til dæmis inn í búð fyrir jólin og var að leita mér að legghlífum svona smart með loðkanti, tölum eða öðru skrauti, spurði stúlkuna hvort það væru til slíkar, hún leit upp frá því sem hún var að gera og sagði: "bara þær sem eru fyrir aftan mig" Halló!!! ég labbaði út án þess að segja takk. Þarna var ekki brosað á móti.

Nú fólk kemur saman á fundum og ætlar að eyða saman nokkrum klukkutímum yfir vissum málefnum þá finnst mér alveg nauðsynlegt að fólk heilsi yfir hópinn og brosi það þjappar fólki saman og gerir fundarsetuna skemmtilegri það er meira að segja svo slæmt að fólk sem þekkist gefur sig ekki að hvort öðru mér er nær að halda að það haldi sig vera komið á æðra plan er það stígur inn á fund. Fundir og ráðstefnur eru til að fræðast af og fræða hvort annað, sem sagt, Samvinna ekki að allir séu að skara að sinni köku það bara virkar ekki.

Ég kom einu sinni brosandi á móti konu og sagði góðan dag hún brosti á móti og spurði hvort við þekktumst eitthvað ég sagði nei ekki svo ég viti til, ég hélt það sagði konan, þú brostir svo breytt, yndislegt, en hún spurði þó og brosti sínu blíðasta.

Sem betur fer þá er það þannig í mínum bæ að flestir kunna að brosa og ég mæti góðu viðmóti í þeim búðum og þjónustustöðum sem ég þarf að nota, en það er ekki allstaðar.

Við ættum að hugleiða þetta með brosið, brosið sem gleður alla þegar fólk veit að það er í lagi að brosa.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Kannski er ég orðin of gömul

Nei held að það sé aldrei of seint að byrja. þegar maður les góðan pistil í blaði eða á netinu, eins og, Góð sjón byggir á góðri næringu, þá renni ég huganum aftur í tímann og rifja upp það sem ég var alin upp á, sem átti að vera svo hollt og gott.

Það voru allskonar mjólkurgrautar með slátri og eins miklum kanil og ég vildi, hvítan dýsætan jafning fékk ég með saltkjöti, pulsum, steiktu slátri, hangikjöti, bjúgum og kálböglum ekkert af þessu er hollt.
Smjörlíkið var óspart sett á pönnuna er steiktar voru kótelettur, lærisneiðar, snitzel og fiskur, ævilega fékk ég allskonar kaffibrauð sem mamma bakaði, ekki var það af verri endanum hjá þessari elsku enda fyrirmyndar húsmóðir, hamsatólgin þótti ómissandi út á saltfiskin, skötuna, signa fiskinn og heimabakaða rúgbrauðið með þykku smjöri.

Ég fór að sjálfsögðu með þetta fína veganesti út í lífið og svona ól ég mín börn upp ekki að það bættist ekki í flóruna, mikil ósköp, hammarar og franskar, svo allar sósurnar sem ég geri úr majónesi,+ allar rjómasósurnar, OMG ég hugsa til þess með hryllingi í dag, en ég vissi bara ekki betur.

Auðvitað er ég fyrir löngu búin að setja stopp á flesta vitleysuna, en svo las ég þessa grein.
Góð sjón byggir á góðri næringu og mikil ósköp það vissi ég, en ekki kannski að það hefði svona góð áhrif á sjónina.

Talað er um andoxunarefnin eins og C-E vítamín beta-karótín sem er er hluti a vítamíns Lútein er oflugt  andoxunarefni sem fæst úr spínati  spergilkáli og káli. Gott er að vita að steinefni á borð við Zink og Selen styrkir varnir sjónarinnar og viðheldur góðri sjón. Talið er að beint samband sé á milli hrörnunar sjónar og sykurneyslu, þannig að elskurnar mínar forðast ber sykur, gosdrykki, unnar kjötvörur og margt annað sem hægt er að telja upp.

Hvernig væri nú að gefa þessum góðu ráðum, sem Heilsu-Pósturinn færir okkur tækifæri bara svona til að hindra aldurstengda augnsjúkdóma.

Það eru margir sem henda öllum ruslpósti og ég einnig, nema Heilsu-Póstinum og öðrum blöðum tengdum heilsu, það gæti verið gott að lesa þó maður verði að læra að vingsa úr það sem er raunverulega holt og gott og það sem er ekki nógu gott, alveg nauðsynlegt að lesa vel á allt sem maður kaupir


Trúgjarna ég

Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutdeild skatta í verðhækkunum á eldsneyti verið 57,7%. stækka

Ég fæ nú bara vatn í munninn og það er ekkert skrítið, ekki get ég fengið vatn í munn yfir mat, á nefnilega enga peninga til að kaupa hann, en ef ég ætti brot af þessum bunka sem þarna er þá gæti ég keypt mér, mat, lyf, bensín, farið í bíó, leikhús kaffihús, föt, gjafir allt þetta hefur fjarað út með árunum, ég sem var svo trúgjörn að halda að þetta mundi lagast eða þannig. þetta á bara eftir að versna.

Er það normalt að hækkun á verðtryggðum lánum heimila í landinu hækki um sex miljarða vegna hækkunar á olíu og bensíni, nei að sjálfsögðu er það ekki eðlilegt.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eldsneyti hækkaði um 1,8% í verði á milli janúar og febrúar og olli það 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs. Hefur verðið hækkað enn meira á síðustu vikum. Á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu verðmælingu Hagstofunnar hefur verð á bensíni og dísilolíu hækkað um 9%. Að öllu óbreyttu mun sú hækkun eingöngu hækka vísitölu neysluverðs um 0,5% í mars, óháð öðrum liðum vísitölunnar.

Á síðustu mánuðum hefur hlutdeild skatta verið 57,7% er nú 50,2%það hlýtur að koma að því að fólk leggi bílunum sínum að mestu leiti eða alveg. Skattmann segir að opinberar álögur á eldsneyti hafi verið mun hærri á árunum 2000-2005 guð hjálpi manninum til heilsu, er það afsökun fyrir hann/þau að draga okkur alveg niður í skítinn. Man eigi eftir því að mínir tímar hafi ekki verið betri þá, allavega átti ég fyrir mat og öðrum nauðþurftum.

Mér þessari grænu er farið að skiljast að ég verð fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig og það geri ég með því að hætta að borga af öllu nema því sem lýtur að því að lifa og örugglega mun það með tímanum ekki duga til, margir eru fyrir löngu hættir að borga, en lifa samt í fátækt, taldi að það mundi ekki gerast að íslendingar (sumir/flestir) yrðu fátækir aftur, hvernig væri að stofna stjórnmálaflokk sem mundi fá nafnið Fátæklingarnir við gætum kannski unnið saman án þess að þrasa um alla hluti.

Eitt veit ég að ríkisstjórnin er komin út í tóma ranghala sem þeir hafa ekki vit til að koma sér úr, að moka álögum á fólk og fyrirtæki, þýðir bara eitt að allir fara á hausinn og ríkiskassinn fær ekki neitt.

BURTU MEÐ RÍKISSTJÓRNINA.


mbl.is Lánin upp um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er þetta málið?

tomatar.jpg

Fallegir eru þeir.

Ræktun tómata í risagróðurhúsi, sem gæti kostað um fimm milljarða, er í undirbúningi á Suðurnesjum og hugmyndin er að flytja út þúsundir tonna af tómötum, jafnvel frá og með 2014.

Er þetta draumóra-áætlun eða raunveruleiki, er búið að reikna dæmið til enda, er búið að kanna markað erlendis, hvað verður framleiðslan lengi að borga lánin sem þarf að taka og verða það þolinmóðir peningar því þetta tekur tíma, verður þetta eins og með refabúin sem standa auð út um allt land og er eigi fagurt augnayndi, verður kannski reynt að moka þessu inn á innlendan markað með undirboði, nei ég bara spyr, það væri algjört rothögg á garðyrkjubændur í landinu, við erum nefnilega ekki Ástralía að stærð.

Mér hefur skilist að raforkuverð sé svo hátt til gróðurhúsa að bændur eru í vandræðum með að framleiða allt árið það sem þyrfti, fá risagróðurhús  raforkuna á  undir borði verði eins og Álverin.

Ekki hef ég neitt á móti atvinnuuppbyggingu, en þetta leggst frekar illa í mig kæru suðurnesja menn það er nefnilega þannig að á meðan uppbyggingin fer fram eru til nógir peningar, það er lánin og jafnvel styrkir sem fást út á svona flott gróðurhús, gerst hefur það í sumum uppbyggingum að vanreiknaður er kostnaður, þá vantar meiri peninga, og þar kemur að fyrsta hnútinum sem þarf að leysa á meðan hann er leystur er að vanda hver silkihúfan upp af annarri á launum, svo ég nefni nú ekki neitt annað, sem húfurnar fá.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að rætt hafi verið um að reisa hús sem væri tíu hektarar að stærð undir einu þaki, en það er meira pláss en þarf undir tíu fótboltavelli.

Já þetta er kannski málið fyrir okkur hér norðan heiða, við gætum farið út í Papriku og Chilli rækt. nóg er landflæmið á Bakka.

Markaðssetning á öllum vörum er erfið, en það er með okkur að landið telst hreint, þannig að við erum að selja ferskleikann í vörunni, eða hvað?

Svo er ein stór spurning, hvar fást peningar í svona stórt verkefni, væri ekki viturlegra að setja peninga í þau mál sem bíða úrlausnar þau eru afar mörg að mér skilst.

Annars hef ég ekkert vit á þessu, bara svona smá hugboð.
Góðar stundir


mbl.is Tómatar geta skapað 60 til 100 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er til skammar

stækka

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á verði á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var nú í febrúar.

Mér þykir það grátlegt í landi þar sem meðalþyngd fólks og þá sér í lagi barna fer hækkandi, að það  er orðið ódýrara að kaupa sælgæti, kex og aðra óhollust heldur en heilnæmt grænmeti og ávexti.

Nú, unnar kjötvörur eru hlægilega ódýrar sem sagt ruslfæðið, en hreint kjöt, kjúklingar og fiskur er svo dýrt að fólk getur ekki keypt þennan mat.

Halda ráðamenn að það verði ódýrar er fram í sækir að hafa þetta svona, greiðið niður grænmetið  og annan heilbrigðan mat svo fólk geti keypt það fyrir börnin og heimilisfólkið í heild sinni.

Vona ég svo innilega að fólk með viti komist til stjórnunar í þessu landi og það sem fyrst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Landbúnaðarvörur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband