Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Litla ljósið mitt á snjósleða

215336_1938276706544_1531172279_32137328_4515042_n_1078755.jpg217238_1938274146480_1531172279_32137324_2200050_n_1078756.jpg217346_1938273186456_1531172279_32137322_6666930_n_1078757.jpg217735_1938273866473_1531172279_32137323_1948888_n_1078764.jpg218128_1938275226507_1531172279_32137326_528549_n_1078770.jpg

Litla ljósið mitt er sko fædd til að vera á sleða, þarna er hún að segja
Hæ pabbi.

Hverjum getur maður treyst?

domkirkjan_1078723.jpg

Hún er falleg Dómkirkjan okkar, þarna fermdist ég
og finnst afar vænt um þessa kirkju.


Hún er alveg stórmerkileg þessi ræða biskupsins, hefði ég nú haldið að erfitt yrði að læra að treysta, nema bara sjálfum sér og sínum nánustu.

Hverjum ætti maður svo sem að treysta, á hverjum degi koma fram yfirlýsingar um glæpi sem okkar fólk hefur framið, "sem við treystum" við vorum heimsk og snarlokuð fyrir þessu öllu, en þó svo allt sé eins og það er þá líður mér bara vel, ég veit sem er að ég breyti engu í þessu ástandi, sama pólinn hefur mitt fólk tekið.

Njótið helgarinnar hver á sína vísu og hugsið til þeirra sem ekkert eiga, það þarf engan biskup til að segja okkur að eymdin sé til og ef hann heldur að það sé okkur að kenna að börnum lýður illa þá veður hann villu vegar, allir gera allt til að þeim lýði sem best, börnin eru jú gullmolarnir okkar.

Merkilegt með biskupa og aðra kirkjunnar menn, sem klæðast gulli og gersemum stíga í ræðustól og lesa yfir fólki í þessum dúr, setjast svo niður í sína flottu hægindastóla er heim kemur og drekka kaffi og gott meðlæti, kannski lesa svo góða bók og þurfa ekki að hafa áhyggur af neinu.

Þetta er nú bara mín skoðun
Góðar stundir
mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður verður að hlusta.

Hún vaknaði í morgun, bara nokkuð hress eftir nokkra daga slappleika, þreytu og verki, en hugsaði að henni langaði í ferðalag, fór að hugsa og sá ekkert nema sjóinn, lallaði sér niður að sjó og hvarf í hafið, vel var tekið á móti henni af höfrungum og öðrum verum sem hafdjúpið hefur að geyma.

Hafdjúpið hefur ætíð heillað hana því það er svo undur falleg veröld þarna niðri sem fáir hafa séð  með sömu augum og hún, henni fannst hún vera tekin í allsherjar klössun fór svo í farðalag með vinum sínum og sá undur sem hún hafi ekki í sínum fyrri ferðum séð.

Að synda í hafinu er eins og þegar fólki dreymir að það fljúgi sjálft um allar jarðir og skoði undur jarðar, margir hafa örugglega orðið fyrir þeirri reynslu.

Sérkennilegt var að þó hana hafi fundist hún vakna um morguninn þá var eins og hún vaknaði aftur, settist upp og fann léttleikann og undurgóða haflykt.

Yfir daginn hefur hún komist að því að mikið hefur verið skilið eftir í djúpinu, af gömlum hnútum og meinsemdum, þakkar hún afar vel fyrir þessa hjálp sem hún fékk, hún finnur fyrir ást og gleði í hjarta sínu.

Var þetta draumur eða veruleiki.


Rétt að skreppa hér inn

Suðurferðin byrjaði 6/4 með því að við Milla ókum suður með ljósin okkar, á þeirra bíl,  Ingimar kom svo á föstudeginum á mínum bíl, við vorum auðvitað öll í veislunni, þau fóru svo heim á mánudeginum.

Þann10 april fyrir 14 árum fæddist hún Kamilla Sól mín
yndisleg var hún og er enn, hún er elst af fjórum börnum sem Fúsi minn og Solla eiga, svo skemmtilega vildi til að sunnudagur bar upp á 10 í ár svo hún fermdist á afmælisdaginn sinn um síðustu helgi. Dagurinn var í alla staði vel lukkaður bara eins og vera ber á svona merkum degi.

kamilla_1077709.jpg

 Þetta er hún fallega og duglega stelpan mín.

athena2_1077711.jpg

Litla ljósið mitt hún Aþena Marey tók þátt í sundmóti á dögunum og
hreppti hún silvur, gleðin er algjör og hún er einnig snillingur í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur þessi stelpa mín

athena_1077714.jpg

 Þarna eru þau ljósin mín, Hjalti karl er frændi og besti vinur
Aþenu Marey, hann fékk gull og hún silvur.
Þau voru bæði afar glöð og ég hlakka til að koma heim og knúsa þau.

Dóra mín er að fara í aðgerðina á miðvikudaginn, kemur heim samdægurs,
svo við verðum bara í rólegheitum hér heima yfir páskana, förum samt í
mat til Sollu og Fúsa á föstudaginn langa, hann er svo upplagður til hittings
vegna lengdar sinnar, það á að vera mömmukjúklingur m/ rjómasveppasósu
/ smjörsteiktum kartöflum og sallati.

Maturinn er nú eiginlega auka atriði, samveran er aðal málið.

Kærleik til ykkar allra
Milla

 

 

 

 


Er farin í bloggfrí, að ég held

Það var svo gaman í gær, sko við ætluðum suður í dag, en fórum suður í gær á jeppanum þeirra Millu og Ingimars, en hann kemur svo á mínum fyrir helgi.

það var svo gaman á leiðinni hlustandi á litla ljósið spyrja, hvenær komum við til R, hvenær kemur coke flaskan, það er sú fyrir utan Borgarnes, það er svo leiðinlegt að sita í bíl og endalaust hélt hún áfram, ég sagðist vera með lausn á þessum leiðindum hennar, nú hvaða lausn spurði hún, ég sagði að við mundum koma henni fyrir í fóstri næst þegar væri farið suður, ekki heyrðist mikið í snillingnum mínum eftir þessi orð.

Jæja byrjuðum á því að koma Ingó bróðir og Ingu á óvart drukkum smá kaffi þar síðan var haldið suður með sjó, ljósin mín bönkuðu hjá Dóru með Neró á milli sín og hún tók bara utan um þær og gat ekki sagt orð svo hissa var hún.

Nú næst var að koma Fúsa og fjölsk. á óvart og það tókst bara vel spenningurinn er í hámarki á þeim bæ. fórum síðan heim og komum englunum mínum á óvart er þær komu heim um tíu leitið. Yndislegur dagur.

Ég er bara heima með Neró og Yano systur fóru í bæinn með ljósin og englarnir mínir í HI.

Veit að helgin á eftir að verða frábær, njóta
þess að sjá Kamillu Sól mína fermast og hitta
svo allt fólkið mitt í veislunni á eftir 

Hafið það sem best
Milla
Heart


Vinnuveitendur sem tefja samninga sæti ábyrgð

Þetta orð ábyrgð viðrist ekki vera virt á neinn handa máta, hvorki í einu eða öðru nú til dags, mundi nú segja að ríkið sé versti vinnuveitandinn, þeir ákveða laun síns fólks og þar á meðal til lífeyrisþega, en við sem borgum ríkisstjórn og öðrum embættismönnum launin fáum ekki að ákveða þeirra laun, nei hvernig læt ég, við höfum engan rétt.

Mér finnast þessar samningaviðræður sem nú eru í gangi, bara rétt eins og þær hafa alltaf verið væl og skæl og á endanum látið undan og skellt á einhverri lúsarhækkun, sem er svo "nota bene" tekin af okkur snarlega með hækkunum á öllu sem nauðsynlegt er fyrir hvern og einn, það er afar misjafnt hvað hverjum og einum er nauðsynlegt.

Það er talað um að lægstu laun verði komin yfir 200.000- 2014, hef ekki heyrt það betra, halda menn/konur að við séum hálfvitar, jú örugglega, í tuga ára hafa þeir haldið það, sem er kannski skiljanlegt, við höfum verið of undanlátsöm. 

Talað er um að fólk þurfi 260,000 á mánuði til að lifa af, ef ég hefði það gæti ég lifað sæmilegu lífi, en samt á mörkum fátæktar. Annars er þetta ekkert mál ég hætti bara að borga allt nema það nauðsynlegasta, sem er leiga, rafmagn, hiti, skattar þið vitið þessir sem maður á að borga 1 ágúst því ef við ekki borgum skatta þá erum við litlu peðin dæmd og sett í  fangelsi, verðum svo allt okkar líf á einhverjum svörtum lista, legg bílnum, nota mér þá fríu akstursþjónustu sem ég á rétt á, en aldrei notað, nú eða hætti bara alveg í þjálfun, þá eftir smátíma verð ég lögð inn á sjúkrahús hætt að geta gengið fyrir giktarelskunni nú margt annað er í stöðunni, hætta að taka lyfin mín, þá verð ég sko örugglega löð inn, þeir segja að ég geti ekki lifað án þeirra, kannski er það bara rugl gert til að ala lyfjarisana, HVAÐ VEIT MAÐUR. Það væri sko sparnaður fyrir mig að leggjast bara inn, þá þarf ég bara að borga aðlögunardaginn, svo er allt frítt eftir það, nema að ég mundi drepast úr leiðindum.

Mér finnst einnig að vanti hörku í fólkið í landinu, það er eins og allt púður sé búið, í áraraðir hefur fólk ekki verði nógu duglegt við að mæta á fundi og standa vörð um sinn rétt, látið bara forystumönnum það eftir að semja, svo er samþykkt, dæst og sagt, það er ekki hægt að gera betur, nú við kusum yfir okkur þessa forystu og að sjálfsögðu trúum við henni með lokuð augu og eyru, svo það er kannski ekkert skrítið, að þeir haldi okkur vitlausa.

Ríkisstjórnin og forystan í landinu ættu að skammast til að opna augun fyrir fátæktinni og hækka launin og setja á verðstöðnun hún er reyndar besta launahækkunin, það er þegar launin eru komin í samræmi við kaupgetuna.

Er ekki vön að blogga um svona mál, en stundum verður maður að blása eins og fallegu hvalirnir sem  eru hér í flóanum, ég sé þá stökkva í allri sinni dýrð bara rétt við eldhúsgluggann minn, einn kom inn í höfnina um daginn, hefði viljað sjá það. Maður fyllist lotningu við að horfa á þessar skepnur.

kærleik til ykkar allra  og munið að þið getið allt sem þið viljið


Grátlegt frétta efni

556891.jpg

Í gærkvöldi sást Lindsay Lohan í annarlegu ástandi fyrir utan skemmtistað í New York. Talið er að hún hafi brotið skilorð sitt með áfengisdrykkju.

Eftir að Lindsay steig út af skemmtistaðnum skjögraði hún á gangstéttinni og átti erfitt með að halda jafnvægi. Á endanum hneig hún niður og hló sig máttlausa á jörðinni.

Í morgun reyndi Lohan að gera lítið úr atvikinu á Twitter-síðu sinni þar sem hún tísti: „Er ekki leyfilegt að detta? Ég er alltaf svo mikill klaufi!"

Hef skömm á þessum fréttaflutningi, þá meina ég sérstaklega í hennar eigin landi, þessi yndislega stelpa sem við erum búin að horfa á í ýmsum frábærum barna og unglingamyndum þar sem hún hefur staðið sig með prýði er orðin hrak og tel ég það ekki skrítið, værum við og eða okkar börn það ef við hefðum fengið að upplifa svona æsku eins og hún.

Það er búið að eyðileggja hana og hún kann ekkert annað en að taka við því hlutverki, sem fullorðnir kenndu henni og fara alveg með sig.

Og fólki finnst þetta vera fréttnæmt og hlakka jafnvel yfir óförum hennar. Ég spyr nú bara hvar byrjaði óhamingjan, örugglega undir handleiðslu hinna fullorðnu.



mbl.is Lohan skjögraði út af skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband