Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Lífið er breytingum háð, hvað annað?
4.7.2011 | 22:40
Já svo merkilegt sem það er þá ráðum við eiginlega litlu um hvar við búum og endum. Ég til dæmis fæddist í Vesturbænum, fluttist síðan í Laugarnesið, Elliðavatni, Voganna, Freyjugötu aftur í Laugarnesið, en þá var ég nú eiginlega flutt að heiman, tvö ár í lýðháskóla í Svíþjóð, síðan í Bretlandi, Þórshöfn á Langanesi, Reykjavík, Sandgerði, Reykjavík, Ísafjörð, Húsavík og nú er ég trúlega að flytja í Reykjanesbæ allavega í vetur, ætla nú ekki einu sinni að hugsa, hvað þá úttala mig um hvar ég verð næsta vetur, því aldrei ætlaði ég að flytja frá Húsavík, en svona æxlast lífið hjá manni, svo það er best að segja ekki neitt.
Á eftir að sakna ljósanna minna hér, náttúrunnar og bara svo margs, eins og sjúkraþjálfunarinnar, sem er einstök, Heilsugæslunar sem hefur yfir að ráða yndislegu fólki, en í staðin verð ég hjá Dóru minni og englunum mínum og rétt hjá þeim búa þau Fúsi minn og Solla mín með sín yndislegu fjögur börn, svo mér á ekki eftir að leiðast, á einnig allt mitt fólk og vini á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Nú ég er ekki að fara með dótið mitt, það fer allt í geymslu hér, svo sé ég bara til eftir veturinn hvar ég verð næsta vetur ætla bara að njóta þess að vera fyrir sunnan þó aldrei hafi það lagst vel í mig að búa í þéttbýlinu.
Setti þessar línur inn vegna þess að hugurinn fór á flug, maður ræður svo litlu þó maður getir ráðið heilmiklu.
Mun láta heyra í mér því tölvan verður tekin með, að sjálfsögðu.
Kærleik til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)