Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Jæja komið að heimferð

Búin að vera fyrir sunnan í vetur og hafa það afar gott en nú er komið að heimferð, annars á ég svo sem hvergi heima svona í alvörunni en það gerir ekkert til því ég á svo góð börn og barnabörn.

Ætli þetta fari ekki að vera eins og í gamla daga er þurfalingarnir löbbuðu á milli bæja og fengu fæði og húsnæði í einhverja daga, allavega á meðan þeir höfðu einhverjar sögur að segja, nei í alvöru þá veit ég um fólk bæði ungt og gamalt sem er farið að þjappa sig saman eins og í komúnum til að spara pening og mikið er það gott ef þroskinn er nægur til þess og allir komi sér vel saman.

Ég er semsagt að fara heim til Húsavíkur á morgun og hlakka mikið til að hitta ljósin mín þar, englarnir mínir fara með, þær munu vinna á Fosshótelinu að Laugum í Reykjadal í sumar flott að vinna á þessum yndisfagra stað sem þær útskrifuðust frá fyrir 2 árum.

Svo nú er ég komin í sumarfrí frá blogginu sem ég hef nú ekki mikið verið á í vetur fyrst var það bilað hjá mér og svo hafði ég engan áhuga, en kannski verð ég meira vakandi í haust.

Kærleik inn í sumarið ykkar kæru vinir.
Heart


Spennan og spennufallið

Spennan var gífurleg í gær er ég var að bíða eftir því að vélin lenti og hvað mundi gerast, sem betur fer þá tókst þessi lending með ágætum og ber að þakka guði fyrir það, en ekki bara honum heldur kunnáttu áhafnar og allra þeirra sérfræðinga sem voru á jörðu niðri og gerðu allt til að þessi lending heppnaðis vel, en ég segi oft og hef gert í gegnum árin: "Við eigum bestu flugmenn í öllum heiminum og það má ekki gleyma flugfreyjunum sem vinna ómetanlegt starf við að hlú að fólkinu um borð heldur ekki björgunarsveitarfólkinu, Rauða krossinum, lögreglunni og öllum þeim sem koma að svona allsherjar útkalli.


Það er svo merkilegt með mig að er eitthvað gerðist og ég átti von á allt upp í 500 manns úr einhverjum hrakningum fór adrenalínið á fullt en ég varð að vera sallaróleg, fagmannleg og gefa þessu mishrædda fólki allt sem ég kunni og auðvitað gerði ég það, þegar svo allt var afstaðið fólkið farið með sömu vél eða annarri sem kom að sækja það þá kom spennufallið nú er ég bara að tala um hvernig mér leið, allir voru heilir líkamlega en sálartetrið hefur kannski ekki alveg verið komið í lag þegar fólkið fór.

Nú er ég bara að tala um sjálfan mig ekki allan þann fjölda af fólki sem í flugstöðinni vann og tók þátt í að gera allt sem hægt var fyrir fólkið.

Auðvitað hefði þetta sem gerðist í gær farið ver nú er allt var afstaðið þá varð mikið spennufall hjá mér og sat ég bara eins og hlessa í sófanum ég er löngu hætt að vinna, en þetta fer aldrei úr manni. Eins og er bý ég á Ásbrú í Reykjanesbæ og mér þykir það afar notalegt að heyra í vélunum fara í loftið og lenda það er eins og ég sé komin heim.

Eitt liggur mér á hjarta og það er fólkið í landinu getur það ekki skilið að slys eru háalvarleg nei allir þurfa að fylkjast að til að sjá, já sjá hvað? Ef þarna hefði orðið stórslys þá hefðu sjúkrabílar ekki komist leiðar sinnar með góðu móti því bílaröðin var aðeins inn á veginn báðum megin, þetta er eins með öll slys ( nema sjóslys því fólk kemst ekki að þeim) til dæmis þegar verður bílslys þá þurfa allir að stoppa og labba að slysstað og forvitnast og grobba sig svo að hafa nú komið að þessu, SKAMM skamm.


 



mbl.is Lent heilu og höldnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband