Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Þvagsýrugigt
24.2.2014 | 22:03
Það er nefnilega það, þetta kom mér á óvart sem eiginlega ekkert gerir lengur. fyrir mörgum árum fékk ég slitgigt síðan nokkru síðar kom vefjagigtin nú fyrir tíu árum kom upp fæðingargalli í hjartanu mínu sem ekki var hægt að laga svo ég fékk gangráð hjá besta teimi í heiminum hjartalæknunum á lansanum og fyrir bráðum hálfum mánuði datt ég illilega, já bara á gólfinu heima hjá mér, á ennþá í því, síðan fékk ég slæma iðrakveisu hún varði í 6 daga, í gærmorgun fékk ég rosa verki í stórutá hún var stokkbólgin og eldrauð, taldi að ég væri að fá blóðtappa eða blóðeitrun, en svo reyndist ekki vera heldur var þetta Þvagsýrugigt
Þegar ég var komin heim í gærmorgun,( fór á sjúkrahúsið með sjúkrabíl, en kom heim með syni mínum) googlaði ég á Þvagsýrugigtina og það var ekkert skemmtilegt sem ég las ég fullyrði að engin nema sá sem hefur gigtina veit hversu hræðilega sársaukafull hún er.
Nú ég átti að fara í blóðprufu í morgun og gerði það komst með hjálp Dóru minnar, lagði mig er ég kom heim en ekki fékk ég að sofa lengi, síminn hringdi, það var læknirinn sem var búin að lesa úr rannsókninni nýrun störfuðu ekki rétt og allt í steik, ég var sett á Íbúfen á sunnudeginum, en varð að hætta á því það var nefnilega það sem skaðaði starfsemi nýrnanna svo ég þurfti að koma og sækja lyfseðil það var ekki hægt að senda hann rafrænt fara svo og sækja lyfið í Apótekið og koma svo í blóðprufi á miðvikudag, síðan mundi læknirinn hringja í mig á fimmtudaginn.
Þetta er sko full vinna fyrir mína heilsu og þetta er ekki búið því að vera búin að taka Íbúfen í 3 skipti veldur ekki því að nýrun fara að starfa vitlaust, örugglega er þetta út af Mílorítinu sem ég er á.
Goggliði á Þvagsýrugigt þá vitið hvað og hvernig hún er.
Kærleik til ykkar allra elskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hún sprakk alveg óvænt
12.2.2014 | 20:34
Ég hef séð í bíó sprengjur sem eru tímasettar og ég bíð rosaspennt, stundum springur hún og stundum ekki, það er þegar góði gæinn kemur og bjargar málum, en það sem ég vissi ekki var að tímasprengja væri stillt inni í mér og mundi springa er mælirinn væri fullur.
Hann er búinn að vera að fyllast í langan tíma eins og er ég fór í gangráðaeftirlit í haust þá fékk ég svona blað sem ég átti að afhenda í TR og fá ferðapening, en til þess að fá hann þurfti ég að fara til læknis og fá vottorð upp á að ég væri með gangráð, ég varð orðlaus, varla fer ég í gangráðaeftirlit ef ég er ekki með gangráð, ég ákvað að sleppa þessu því það kostar að fara til læknis og það kostar að fá svona snepil hjá honum + bensín á bílinn í þessum tilgangi, þetta er bara eitt af mörgu sem fyllt hefur mælirinn.
Hann sprakk svo í kvöld er viðtalið við ungu móðurina sem á tvo drengi með sjaldgæfa sjúkdóma og í dag þarf hún að borga 30.000 á viku fyrir drengina sína og þó svo að sé verið að ganga þannig frá þessu að endurgreiðsla komi mánaðarlega þá á ekkert fólk fyrir því að borga svona upphæðir.
Ég hef ekki getað farið í sjúkraþjálfun síðan í haust en það er allt annað með mig ég spjara mig einhvernvegin en elsku börnin geta það ekki.
Mér létti er sprengjan sprakk því það er ekki gott að burðast með þungan pakka inni í sér og þess vegna bið ég allt fólk, góða engla, álfa og allar aðrar smáverur að taka sig saman og senda ráðamönnum yl í hjarta kannski breytir það hugsun þeirra.
Ætla að sýna ykkur myndir af fallega kisustráknum okkar, hann fékk nafnið Móri við fengum hann bæði fyrir okkur og læðuna okkar hana Ume sem var svo einmanna eftir að fressinn okkar hann Janó varð að kveðja okkur.
Reynið að finna gleði í hjartanu ykkar þó lífið sé á stundum
erfitt og ósanngjarnt, það er svo gott fyrir alla að finna friðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)