Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
Mannvonska, heimska eða hvað
14.5.2015 | 20:23
Ætla að segja frá atviki sem ég lennti í, svoleiðis var að við mæðgur þurftum að láta hundinn okkar fara á annað tilverustig, morguninn sem ég var að fara til dóttur minnar,( ætluðum að borða saman morgunmat fara svo með krúttið okkar á Dýraspítalann)hitti ég kunningjakonu í ganginum og sagði henni hvað ég væri að fara að gera nú einhverjir aðrir voru þarna og var ég ekkert að huga að því.
Dagurinn var bæði sorglegur og fallegur, fengum að setja hann í gröf hjá vinafólki okkar sem býr fyrir utan Sandgerði.
Daginn eftir átti ég að fara í þjálfun en hún var þá veik, ákvað að fara í matsalinn og fá mér saladbar ( borða samt ætíð heima hjá mér ) ég labba inn í salinn og þá gellur í karlmanni einum sem sat þarna, ertu búin að slátra hundinum þínum, ég sneri mér að honum og spurði hvort hann væri að tala við mig þá endurtók hann spurninguna ég urlaðist af reiði og jós vel völdum orðum yfir þetta illmenni labbaði síðan í burt og fór að hágráta, við vorum búin að eiga Neró okkar í 11 ár og það var ekki auðvelt að láta hann fara en það varð því hann var orðin mikið veikur.
Nú konan í afgreiðslunni kom og spurði hvað hefði gerst ég sagði henni það, fleiri komu að og voru alveg hneisklaðir á orðbragði mannsinns.
Ég fór svo bara heim til mín og sofnaði alveg útkeyrð eftir svona framkomu í manni sem ég þekki ekki neitt, hef bara séð hann í matsalnum.
Ég bý að Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ þar eru leiguíbúðir fyrir 55ára og eldri síðan er matsalurinn sem fólk utan úr bæ geta komið og fengið sér að borða.
Ég er nú svo græn að ég taldi að fólk komið á efri ár ættu að virða hvort annað og hafa það skemmtilegt saman og sem betur fer er það yfirleitt þannig.
Þeir sem eiga í erfiðleikum með lundafar sitt ættu að fá eitthvað við því hjá lækni, tek fram að þessi maður hefur tekið þátt í ásamt öðrum körlum að viðhafa dónaskap.
Takk fyrir mig
Neró og Jano þeir eru báðir farnir á annað tilverustig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)