Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
Er ég eigi skil eða fatta hvað er í gangi.
11.4.2016 | 20:11
Besta vinkona mín kom til mín einn daginn og tjáði mér ýmislegt sem hún var eigi að skilja að fullu, Ég spurði hana hvort ég mætti blogga um hennar mál og hún sagði já við því.
Ég mun skrifa eins og út frá sjálfri mér það er einhvernveginn léttara.
Vinkona mín sagði:
Ég hef gengið í gegnum margt og mikið um ævina, en síðan ég komst á lygnan sjó hef ég lagt mig niður við að vinna vel úr mínum málum og það hefur tekist alveg ágætlega.
Ég á yndisleg börn og barnabörn en börnin mín hafa þurft að vinna í sínum málum og vona ég svo sannarlega að þau hafi gert það þó þau hafi eigi beðið mig um hjálp í þeim efnum enda kannski eðlilegt að ég komi eigi náglægt þeirra bata en við höfum svo sem rætt þetta á stundum.
Það er einnig þannig að er vandamál koma upp þé hefur hver og einn sína skoðun á því hvað gerðist, hvað mikið þau muna og bara allt mögulegt.
Fyrir fáum árum fór ég að taka eftir því að viðhorf og framkoma fór að breytast gagnvart mér ( þeir taka þetta til sín sem eiga það ) svo langt getur þetta gengið að ófyrirgefanlegt það verði því að mínu mati hefur engin leifi til að setja út á, niðurlægja, lítillækka, hunsa eða bara hvað annað, ef ég og þeir sem eru í kringum mig geta ekki elskað mig eins og ég er, því ég elska nefnilega allt mitt fólk eins og það er, þá er best að umgangast ekki neitt.
Vinkona mín tjáði mér að svo langt væri þetta gengið að hún félli í grát oft og oft.
-----------------------------------------------------------
Frá mér:
Hvernig er þessi heimur orðin hvernig er okkar litla land orðið, hvernig vogar fólk sér að vera dónalegt við hvort annað.
SORGLEGT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er öskureið
3.4.2016 | 19:33
Jæja Gullindúskarnir mínir ég er nú ekki vön að taka stórt upp í mig en eftir kvöldfréttirnar þá get ég nú ekki látið orða bundist, hvað í fjandanum gengur eiginlega á þeir sem eiga að vera fyrirmyndir þjóðarinnar eru bara óhafandi og óverjandi glæpamenn svei mér þá á meðan stór hluti þjóðarinnar lepur dauðann úr skel á mikill hluti ráðamanna/ kvenna miljarða í vaxtageymslum út um allt.
Það er bara þannig að ég skil þetta ekki það er hægt að hækka laun hjá öllum nema okkur lífeyrisþegum, það vita það allir að við lifum langt undir fátækramörkum og getum ekki borgað lækniskosnað, lyf, hvað þá gert okkur eitthvað til skemmtunar nema að skerða matarinnkaupin og hvað gerist þá jú við fáum næringaskort, lögð inn á sjúkrahús og ekki er það ódýrt fyrir ríkið.
Burtu með ríkisstjórnina og líka stjórnarandstöðuna því hún var ekkert betri, Alveg nýtt fólk á þing takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)