Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
Halla Tómasdóttir
24.6.2016 | 08:42
Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík þann 11. október 1968. Hún er uppalin í Kópavogi, nánar tiltekið á Kársnesinu þar sem hún býr nú með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, viðskiptafræðingi og fyrrum knattspyrnumanni frá Grindavík, en hann rekur nú Nóatúns-verslunina í Austurveri. Halla er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla stundaði nám og starfaði í Bandaríkjunum en hún talar dönsku, spænsku og þýsku auk ensku. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild, auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var síðar annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. Halla vill virkja konur til áhrifa á öllum sviðum samfélagsins og vill sjá fleiri frumkvöðla að störfum, ekki síst þá sem hafa það að leiðarljósi að leysa samfélagsleg mein og skapa þannig verðmæti bæði fyrir sig og sitt samfélag.
HALLA TÓMASDÓTTIR
Á Íslandi skipta allir máli
Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og náttúruna í forgang. Samfélagi sem byggir á góðri menntun, heiðarleika og réttlæti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðarheimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað. Sem forseti Íslands myndi ég starfa eftir þessum gildum. -
Förum þangað
þessi orð skrifar Halla og orð hennar koma frá hjartanu
það vita allir sem hana þekkja.
facebooksíðan hennar er Halla Tómasdóttir
Kjósum Höllu Tómasdóttur
Hún hefur allt sem til þarf til að verða góður og mannlegur forseti.
Njótið helgarinnar kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pælingar
2.6.2016 | 21:04
Held að það sé ekki til neitt sem ég pæli ekki í en eins og allir vita þá hefur hver sínar skoðanir á málum þannig að ég set einungis fram mínar skoðanir hér.
Eitt er það sem ég hugsa mikið um og það er að vita hver ég er og viðurkenna sannleikann um mig við mig.
Ég er ekki ein af þeim sem er í einhverjum ramma en ég set mér takmörk og aga í kringum mörkin og stend við þau.
Ég á afar erfitt með að þola dónaskap, einelti og að fólk setji mig í ramma sem það sjálft er í, sem er afar algengt hér á landi.
Fordómarnir á landi voru eru miklir og eiginlega veit ég ekki út í hvað því öll erum við jöfn hvernig sem við fæðumst í þennan heim.
Eitt er það stórt og mikið sem ég hef upplifað síðan ég man eftir mér og það er stjórnsemi, foreldrar byrja að móta og stjórna um leið og við höfum vit til að hlusta og bolltinn rúllar frá foreldri til barna, barna til barna og síðan kemur rússan í pulsuendanum er börnin fara að stjórna í sínum foreldrum, margir foreldrar eru orðin ein, vaxið frá hvort öðru eða misst maka sinn og langar kannski til að eignast vin/konu en þá kemur stjórnsemin frá börnunum, allt er ómögulegt og foreldrið í mörgum tilfellum þora ekki öðru en að fara eftir því sem börnin segja, OMG má ekki eldra fólkið finna smá gleði í lífinu.
Tek það framm að börnin mín hafa aldrei stjórnað svona í mér nema ef ég hef verið veik og þau þurft að grípa inn í þvermóðskuna í þeirri gömlu.
Eitt er svo skemmtilegt er fólk fer að setja út á hvernig ég er klædd, greidd og máluð en það horfir ekki á sjálfan sig og hugsar, kanski ég ætti að gera eitthvað til að líta betur út, allavega ekki að setja endalaust út á annað fólk.
Jæja kæru vinir gerið bara það sem ykkur langar til að gera ef okkur líkar það ekki þá er hægt að snúa sér að öðru.
Hætt þessu í bili
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)