EN ÉG Á ÞAÐ EINNIG SKILIÐ

Held að bónusvinna sé af hinu góða, en er skeptísk á að þar verði gætt réttlætis, man í gamla daga er ég var í bónus í fiskvinnunni komu nú þá upp ýmis svik, það voru ormar og of mörg blöð utan um fiskinn  og eitt og annað, síðar kom svo einhver jafnaðarbónus, en samt var hægt að komast hjá að vinna sem skildi, það eru alltaf til þeir sem reyna að koma öllu yfir á aðra.

Held að ég sé að segja rétt er ég kem með að ennþá eigum við Íslendingar svolítið bátt í bátt, búin að missa svo mikið og erum að sleikja sárin, veruleikafirrt erum við stórum, teljum alla hafa verið vonda við okkur og myndum örugglega reyna að fá bónus og það eins háan eins og mögulegt er, jafnvel á kostnað annarra. Fyrirgefið hvað ég er kvikindisleg, en þetta er nú einu sinni mín skoðun.

Það er nú oft heimskulega spurt er heimskingjar spyrja, og ég er víst í heimskingja-hópnum, en af hverju að setja á bónus núna og það í bankakerfinu einungis?

Sko ég er ellilífeyrisþegi og ég á einnig skilið bónus, búin að vinna allt mitt líf koma upp mínum börnum og það á sómasamlegan hátt, en hvað fæ ég í bónus ekkert, fæ reyndar desemberuppbót sem er eitthvað um 12.000 og sumaruppbótin er svona álíka á meðan aðrir fá 5 og upp í 10 sinnum mína upphæð.

Þó ég sé nú ekkert reið eða sár þá er þetta til skammar, sem sagt það eru til peningar til að borga bankafólki bónus á meðan aðrir töpuðu miljörðum á bankahruninu.

Siðferðið hefur ekkert lagast í okkar fagra landi, tími til komin að siða þá heimskingja sem stjórna öllu hér.

Góðar stundir


mbl.is Bankarnir vilja bónuskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er að verða ótrúlegur farsi sem við erum að upplifa, og alltaf batnar það... versnar.... Kolsvört komedía. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 08:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo rétt hjá þér elskan hvar endar þetta allt?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2010 kl. 09:56

3 Smámynd: Jóhann

Eina sanngjarna bónuskerfið er að ef vel gengur fá allir starfsmenn að njóta þess jafnt, að fá sömu upphæð og bankastjórinn. Aðrar útgáfur af bónuskerfi stuðla að sömu vitleysunni og hefur verið í bönkunum.

Jóhann, 15.3.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Jóhann, en ég vil lika fá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2010 kl. 11:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.3.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.