Matur er mansins megin

Já svo merkilegt sem það er nú þá er matur mansins megin, kannski ekki svo merkilegt því flest elskum við að borða.

Nú þar sem ég er að breyta svolítið til hjá mér í matarræðinu þá eru dagarnir ansi skemmtilegir, er á netinu að skoða uppskriftir mest spennandi er náttúrlega síðan hennar Sollu, Cafe Sigrún og nokkrar fleiri, vantaði uppskrift af sojakjötsgumsi, fann hana og mallaði með glöðu geði þurfti reyndar að breyta svo litlu, en það má alveg, flaskaði samt á einu, Sojasósunni, mátti ekki setja eins og sagt var í uppskriftinni því ég notaði ekki rjómann sem átti að vera í, sem sagt þessi réttur fór í ruslið, passa mig bara næst.

Nú dagurinn minn byrjaði á rúmleikfimi og teijum á rúmstokknum, sko ef einhver er að efast um að um alvöru fimi hafi verið að ræða þá er það misskilningur, ég á nefnilega engan karl, en það er bara fínt því maður bjargar sér bara sjálfur. Eftir það fékk ég mer LGG-+ olonge te, hrísköku með engu á, magnesíum í vatnsglas og að sjálfsögðu meðulin mín og D vítamínið. Um tíu leitið fékk ég mér besta græna djúsinn sem ég hef smakkað, það er þessi græni frá Sollu.Síðan í hádeginu Ab mjólk með grófu hveitiklíð, byggflögum, Goja berjum, kanil, Sölum, avokadó, en bara dass af hverju, þetta er æði.

Í kaffitímanum, te, hrökkbrauð með grænmetistartar og papriku, nú síðan kom þessi kvöldmatur sem mislukkaðist algjörlega fékk mér bara hrökk  með smurosti, eftirmatur, epli, kanill og hráfæðisrúsínur hjúpaðar hráu kakó, er bara ánægð með daginn og þakka fyrir það.

Sem sagt að á morgnanna er ég að borða hráfæði, snakkið  og kexið er hráfæði og að sjálfsögðu er þetta allt lífrænt djúsinn hennar Sollu er hráfæði ég geri hann sjálf.það er eiginlega bara kvöldmaturinn sem er venjulegur nema ég borða ekki rautt kjöt, kartöflur, brauð, aldrei unnar kjötvörur hef ekki gert það í mörg ár ég gæti talið upp endalaust það sem ég borða ekki, en segi bara að ísskáparnir mínir eru tómir af óhollustu, en fullir af hollustu.

Ég hef eins og sagt hef áður verið í stórum feluleik við sjálfan mig í áratugi ekki hlustað á neinn meðvirknin með sjálfri mér alveg á fullu.

Ég vissi samt í byrjun janúar að nú mundi þetta breytast, litli bróðir minn kom heim frá Japan um daginn og hann leiddi mig í sannleikann og bað mig að gefa þessu 2-3 mán. og það ætla ég að gera, vonandi koma þeir mér á rétta braut.

Nú fer ég bráðum að sofa því ég er bara svolítið þreytt ennþá eftir suðurferðina, þetta tekur á.

Ljós og kærleik inn í nóttina ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég veit sjálf af reynslu hversu mikil gleði fylgir að taka ákvörðun og fylgja henni. Það er fyrsta skrefið og þó fólk velji ólíkar leiðir að markinu er það aukaatriði. Núna er ég 34 kílóum léttari en árið 2006..fyrir nákvæmlega 5 árum. Í september 2008 þegar ég heimsótti þig var ég á sömu slóðum..En fyrir einu og hálfu ári og 29 kílóum tók ég ákvörðun sem leiddi mig hingað..Oft fannst mér ganga hægt en viljinn fleytir manni langt. Gangi þér vel kæra vinkona...

Bestu kveðjur og knús úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.2.2011 kl. 09:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér Milla mín, ég er í átaki líka en ekki svona miklu eins og þú það gæti þó komið, en ákvörðunin um mína eigin velgengni og umhyggju fyrir sjálfri mér er bjargföst og innbrennd og ég er ansi ánægð með það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2011 kl. 17:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín, nú mun þetta ganga því ég er að drepa mig á þessum mat sem ég hef látið ofan í mig.
ENDA VAR ÉG ORÐIN 125 KG.

Milla:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég samgleðst þér með það Ásthildur mín, veistu það er alveg sama hversu miklu átaki maður er í bara að halda það út því þetta er nýr lífsstíll og þegar hlutirnir fara að ganga þá líður manni svo vel.

Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2011 kl. 17:53

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Stelpur, við tökum þetta bara með trompi, og verðum allar eins og glæsimeyjar í vor!

Lengi lifi hollustan!

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 19:24

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Silla, það er frábært að hafa þig sem fyrirmynd.  Nú hugsa ég bara, eitt kíló á viku og svo verð ég hæstánægð þó stundum hverfi etv. aðeins minna af mér þá vikuna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 19:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beggó mín við erum glæsimeyjar, mér finnst það allavega, en það er gott að hafa Sillu mína sem fyrirmynd (allt of langt síðan við sáumst Silla ).
Ég verð nú ánægð ef ég verð komin niður í 105 kg í vor þetta má ekki gerast of hratt því það er svo mikið álag fyrir hjartað mitt, en línan er komin og henni verður ekki breytt.

Við erum Skvísur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2011 kl. 19:41

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Húrra!

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband