Fyrir svefninn

Nú er ég loksins búin að fá vitneskju um höfundinn
af kvæðinu Amma mín er mamma hennar mömmu,
það var maður nokkur sem fann það með því að hringja
í ruv. og lét mig vita, gaman að þessu.
Svo sendi Beggó bloggvinkona mér seinnipart kvæðisins,
sem trúlega er réttari, set kvæðið í heild sinni hér inn.

         Amma mín er mamma hennar mömmu.

        Amma mín er mamma hennar mömmu
        mamma er það besta sem ég á
        gaman væri að gleðja hana ömmu
        og gleðibros á vörum hennar sjá.

        Í rökkrinu hún segir mér oft sögur
        svæfir mig er dimma tekur nótt
        syngur við mig sálma og kvæði fögur
        þá sofna ég svo undur vært og rótt

                     Böðvar Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært ljóð og gaman að vita þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 22:47

2 identicon

Ég er búin að vera með þetta kvæði ú hausnum um tíma, ég lærði þetta svona að mig minnir.

Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli ??

egvania (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:09

3 identicon

Milla aftur ég hér getur þetta verið eftir föður hans Böðvars, Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli Hvítárssíðu.

Ef þú vilt þá get ég athugað það Húsbandið mitt var það í sveit hér á árum áður.

egvania (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þú mátt það gjarnan, en ungi maðurinn sem tjáði mér þetta, fékk það uppgefið hjá RUV, veit ekki meir.

Knús til ykkar beggja dúllurnar mínar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2011 kl. 06:40

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ennþá er ég samt viss um að vísan sé svona:

Gaman væri að gleðja hana ömmu,

gleðibros á vanga hennar sjá,

Amma hún er mamma hennar mömmu

og mamma er það besta semég á.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 11:29

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég lærði vísuna barnung af mömmu minni, svo hún er örugglega orðin 65 ára hið minnsta. Þar af leiðandi getur hún varla verið eftir Böðvar Guðmundsson, jafnvel þó útvarpið segi svo.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 11:33

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu að ein vinkona mín vildi meina að vísan væri eftir Guðmund Böðvarsson hún ætlaði að kanna það fyrir mig.

Fannst líka Böðvar of ungur miðað við hvað fólk segir um vísuna og hvenær það lærði hana.

Einhver botn fæst í málið það er ég viss um.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband