Minningar tengdar jólum

Hef trúlega verið 7 ára, fyrsta árið mitt í skóla, bjuggum í Laugarnes-hverfinu, sem þá var alveg nýtt það er að segja teigarnir, held að það hafi alltaf verið gaman hjá mér, man er nóvember byrjaði með sínu fjöri við undirbúning jólanna, mamma saumaði á okkur föt, sjálfan sig líka, en sumt var keypt, það er að segja ef eitthvað fékkst í búðunum, nú allir veggir, loft, gardínur, (eldhúsið er búið var að baka í byrjun Des,) skápar og bara nefnið það, í dag finnst manni þetta vera algjört rugl, sem það er fólk á ekki að eyða þessum yndislega tíma í þrif, góð helgartiltekt dugar og svo á að njóta þess að vera til þann tíma sem fólk hefur með sínum.

Ég elskaði að hjálpa til í eldhúsinu er bakstur byrjaði fékk nefnilega að hjálpa til, svo hafði mamma vinnukonu (eins og þær hétu á þessum tíma) hún hét Ellen og við dýrkuðum hana hún var alltaf í góðu skapi. Aðventan var góður tími með sunnudagskaffi og skemmtileg-heitum.

Eins og ég hef sagt áður bjuggu þeir elsku afi og bróðir mömmu hjá okkur, frændi var að læra flugmanninn, en vann fyrir sér með því að fara á sjóinn stöku sinnum, fyrir þessi jól var hann á Tröllafoss sem sigldi á milli Ameríku og Íslands mikil spenna var er þeir áttu að fara að koma að landi, skipið lá við festar bara rétt undan Laugarnesinu, veit ekki af hverju það var, hvað með það, eitt kvöldið var mikið pukur í gangi, pabba, Ingvar frændi og einhverjir fleiri undirbjuggu að róa út í skipið til að ná í varning sem var víst kallað smygl í þá daga.

Ég gat ekki sofnað, forvitnin alveg að drepa mig enda bara 7 ára. þegar þeir komu aftur lá ég í rúminu, hlustaði, heyrði ekki mikið, en allt í einu fór ég að finna yndislega lykt nú ég varð að fara fram, gangurinn  var fullur af öllu mögulegu, en eplalyktin var það sem ég man eftir mamma sagði við mig að ég skyldi fara upp í rúm ég mætti ekki sjá það sem þarna væri, en eitt epli skyldi ég fá og með það fór ég upp í rúm alsæl, gleymi aldrei bragðinu af þessu eldrauða jólaepli.

Desember leið með allri sinni gleði og uppákomum, á aðfangadag vorum við mamma að stússast ekki mátti fara inn í stofu fyrr en kl 6, en við vorum að ganga um og leggja síðust hönd á jólaundisbúninginn,  ég var náttúrlega þá þegar orðin fullorðin að mínu mati og mamma leifði mér að  halda það og vera með, eitt sinn var ég að fara með eitthvað inn fyrir mömmu Gilsi bróðir læddist inn á eftir mér og faldi sig á bak við hurðina, nú ég fór út og lokaði hurðinni þá heyrðist öskur og einhver fyrirstaða var svo ég skellti hurðinni eins fast og ég gat til að flýta mér að miðla málum milli bræðra, taldi þá vera að rífast, en nei var þá ekki puttinn á Gilsa bróðir á milli og var orðin þunnur eins og bréf, eldrauður og ég fann rosa mikið til, allir komu hlaupandi stumruðu yfir elsku stráknum settir voru kaldir bakstrar og svo bættu kossarnir og faðmlögin allt, nú auðvitað fékk ég bara skammir fyrir að klemma óþekktarangann sem stalst inn í stofu oft er búið að hlægja af þessu og ég elska Gilsa bróðir gerði það þá líka, en engin skyldi að ég fann mikið til með honum fékk samt ekki að hugga hann.

Kvöldið rann upp borðaðar voru rjúpur að vanda með grjóna graut á undan, man það því það var föst venja, en man ekki hvað við fengum í eftirrétt, ekki hvað ég fékk í jólagjöf, eina sem ég man af þessu kvöldi var er ég fékk epli, ég tengdi eplin einhverveginn við frið.

Kæra fólk nú eru að koma jól, smá frítími með fjölskyldu og vinum, njótið þess í samveru og kærleika, hugsið hvað er mikilvægast í lífinu, í mínum huga er það samveran í virðingu og kærleika við allt og alla.


img_new_936578.jpg

Gilsi bróðir, Nonni bróðir og ég.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúfar minningar

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2011 kl. 11:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að rifja svona upp eitthvað úr æskunni. Takk Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband