Helgarferð.

Já ég fór ásamt manninum sem ég hef afnot af, "og hann að sjálfsögðu af mér " til Ísafjarðar á fimmtudaginn var. Djúpið tók á móti okkur í þvílíku logni, og sinni yndislegu fegurð eins og því er einu lagið og maður verður alltaf jafn snortinn. við fórum beint til dóttur Gísla heilsuðum upp á þau skoðuðum nýa (gamla) húsið, fengum okkur að borða með þeim og ræddum um stóra daginn, þau voru nefnilega að fara að gifta sig á laugardeginum.
Á  föstudeginum fórum við í allar búðirnar eða þannig, versluðum svona sitt af hverju borðuðum síðan á TAY í hádeginu æðislegt. fórum síðan á gistiheimili Margrétar, en þar vorum við í góðu yfirlæti þessa daga, þetta er alveg yndislegt, æfar gamalt og fallegt hús.
Lögðum okkur aðeins hittum síðan vinahjón á kaffihúsi alveg frábært.
Um kvöldið fórum við heim til frændfólks Gísla, það er alltaf jafn gaman, körlunum leiddist svo mikið því við töluðum svolítið mikið um pólitík, eða það að þeir komust aldrei að Æi greyin.
Aftur fórum við í búðir á laugardaginn og alltaf kaupir maður eitthvað.
Það má nú ekki gleyma aðalstaðnum mínum Gamla Bakaríinu, við fórum að sjálfsögðu þangað og á laugardeginum hittum við kæra vini okkar þar í kaffi það var yndislegt.
nú síðan var brúðkaupið klukkan fjögur og veislan í beinu framhaldi af því, maturinn var afar góður. Fórum snemma að sofa lögðum af stað klukkan átta morguninn eftir heim, vorum komin í kvöldmat til Millu og c.o. klukkan sjö. Þetta var afar góð ferð en ég hefði viljað vera lengur, en Ísfirðingurinn sjálfur vildi fara heim Ha Ha Ha.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband