Hitt og þetta.

Jæja þá eru börnin farin sem voru hjá okkur í nokkra daga,
veðrið var ömurlegt rok og rigning alla dagana og ég sem er alltaf að dásama veðrið hér fyrir norðan. Gat huggað mig við það að það var svona um allt land.
Þau voru samt dugleg að skoða öll söfn og dásemdir hér,
þegar þau fóru héðan ætluðu þau á Bakkafjörð
að hitta frænda hans og co.
Á leiðinni fóru þau að skoða Hljóðakletta, Ásbyrgi og Dettifoss,
áttu ekki orð yfir fegurðina á þessum stöðum.(ekki kom það mér á óvart).
Fóru síðan á Kópasker og þá leiðina austur.
Allir vita sem þekkja mig vita að það skemmtilegasta sem ég geri er að
vera með fólkinu mínu og spjalla saman og segja sínar skoðanir,
ansi oft er amma gamla kveðin í kútinn og iðulega fæ ég að heyra.
Fyrst kemur skellihlátur (við hlæjum mikið)
amma frá hvaða öld ert þú eiginlega, eða plánetu,
bara  að því að mér fannst ósæmilegur talsmáti í bíómynd
sem við vorum að horfa á á laugardagskvöldið,
meina það, mátti ekki hafa mína skoðun.
Ég sagði, en hvað ef Aþena Marey kemur og segir svona nokkuð?
Já já einhver mundi náttúrlega þýða þetta fyrir hana ha.ha.ha.
hún gæti nú heyrt ykkur tala um þetta, amma það talar engin svona.
þessar tvær eru 16.ára sem voru að ræða við mig þarna.
Nei sem betur fer alla vega ekki í kringum okkur, eða hvað???????????.
Aþena Marey var með pjakk í nebbanum sínum svo ég sagði við
Viktoríu mína 9. ára elskan viltu rétta ömmu sinni eldhúsrúllu
hún kom að sjálfsögðu með eitt bréf, þá gall í þeirri 3. ára.
þetta er ekki eldhúsrúlla þetta er bara eitt bréf amma.
Barn sem hefur vit á því að segja svona,
verður ekki lengi að skilja ljóta orðbragðið í Ameríkan Pay og fleiri myndum.
Þetta var nú bara smá úrdráttur af því sem gerðist um helgina
Eða hvað haldið þið?
Enn þar sem við horfum afar sjaldan á sjónvarp,
þá eru umræðurnar yfirleitt menningarlegri um fréttir og hverrsvegna þetta og hitt.
en þessar voru samt skemmtilegar.
Og þótt amma sé nú aftur úr fornöld svona á stundum,
þá er alltaf leitað aftur og aftur til ömmu gömlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ameríkan Pay(pei) það heytir myndir víst ekki , heldur American Pie (pæ). En þetta er alveg satt krakkar eru ótrúlega fljót að taka upp orðbragð en dóttir mín sem og sú sem að þú vísar í og er 8 ára amma ekki 9 ára hefur ekki ljótan orðaforða, nema þá kannski þegar reyðin talar . En hver segir ekki einhvað ljótt á slíkri stundu. Ég held að sú stutta eins gáfuð og þú ert alltaf að hylla hana á að vera, sé barasta of gáfuð til að nota betri orðaforða, því að það eru oft þessi ýlla upplýstu börn sem kunna ekki að svara fyrir sig sem að svara með ljótu orbragði.

Milla (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan fyrir að atyrða elskulegu mömmu þína.
Það er satt hjá þér að þessir englar hafa alveg sérlega gott málfar,
og að sjálfsögðu eru þær allar ofurgáfaðar,
best að hætta áður en ég missi mig í því að hæla þeim.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband