Fyrir svefninn.

Sigluvíkur-Sveinn orti svo um sjálfan sig:

Ég er mæddur,báli bræddur,
blárri klæddur skyrtu líns,
Kaffibelgur, ólánselgur,
einnig svelgur brennivíns.

Andrés Björnsson var á gangi á löngulínu
í Kaupmannahöfn og sá þar aldraða vændiskonu.
Kvað hann þá þessa vísu:

Fingralöng og fituþung
fær nú öngvan kella.
Hringaspöng var áður ung
útigöngumella.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.