Annar í jólum.

Ég er ekki að skilja þetta, á aðfangadagskvöld er maður er búin að eta
yfir sig sulla öllu saman og fárveikur af seddu, lofar maður sjálfum sér því
að borða ekki svona mikið  á jóladag.  Hægan, hægan góða,
ekki lofa upp í ermina á þér, nei það er eins gott því maður stendur ekki við það.
Svo kemur annar í jólum, og við erum 9. st. saman komin.
Þau völdu Lambahrygg í matinn með öllu tilheyrandi,
og ekki gat maður stillt sig um að borða vel af honum, enda ekki á boðstólnum
nema kannski tvisvar á ári, V/ óhollustuW00t.
Nokkru seinna fengum við okkur grýlukaffi sterkt og gott,
ís með heitri mars og karamellusósu, ískex, ananas fromage
+ alt sælgætið. maður er ekki normal, eða hvað finnst ykkur?
Kvöldið endaði með algjörum brandara þar sem Aþena Marey litla
ljósið hennar ömmu sinnar, opnaði ísskápinn náði sér í mysing og skeið
borðaði síðan mysinginn eins og hún er vön að gera,
búin að fá leið á öllu þessu kjöti. nú liggja þær mæðgur inn í gestarúmi
og eru að horfa á gaman-myndina Hárspray.
Rólegt og gott kvöld á eftir yndislegum degi.
Ætli maður hafi svo ekki bara fisk á morgunn og hinn. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sleppti öllum steikum og kjöti í dag. Líður bara vel.  Góður dagur hjá ykkur. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Heidi Strand

 Kæra Guðrún
Gleðilega rest.
Það er nú gott maður fitnar ekki af að lesa um allar matarlýsingarnar á Netinu.

Heidi Strand, 26.12.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður hefði betur sleppt steikinni, en það er rétt hjá Heidi að
það er ágætis aðferð til að borða lítið,
bara lesa lýsingarnar á matargerð á netinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.12.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband