Karlmenn.

Já ekki hef ég nú neitt út á þá að setja.
ÉG hef einn til afnota sem er algjör engill,
og hann hefur að sjálfsögðu  afnot af mér.
Nú ég á líka einn tengdason sem er bara ekki hægt að setja út á
því hann er æðislegur í alla staði.
Sonur minn, hann er náttúrlega alin upp af mérWhistling svo það þarf
ekki að spyrja að því, hann er bara flottur.
Ég gæti talið endalaust upp karlmenn sem eru flottir,
en ég ætla aðeins að setja út á þá núna, bara smá.
Bara þeir sem eiga þetta taka það til sín.
þeir eru með valdhroka bæði yfir konum og börnum, halda að þeir komist upp með allt
sem þeim dettur í hug, beita andlegu og líkamlegu ofbeldi í tíma og ótíma,
en engum dettur í hug að það sé eitthvað að þeim.
Hafið þið heyrt setningar eins og, hvað,  ert þú búin með peninginn sem ég lét þig hafa,
það verður bið á að þú fáir pening aftur. Hvert fórst þú í dag?  kílómetramælirinn
sýnir að þú hafir farið eitthvað langt. Er ekki maturinn tilbúinn, 
ert þú virkilega að bjóða mér upp á  þennan viðbjóð?
Lítilsvirðing ofan á lítilsvirðinguna endalaust.
Gæti haldið áfram endalaust, en er hætt í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sammála um þessa asna sem vaða uppi einsog engin hafi alið þá upp.

Þeir eru búinir að gleyma hvaðan þeir komu.

STÖÐVUM OFBELDI,

OFBELDI ER DAUÐANS ALVARA!

Eva Benjamínsdóttir, 28.12.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

sammála þér með að það beri að stöðva ofbeldi, en það
gerir það engin nema við sjálfar.
                          KV. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Rétt og satt há þér Milla, við verðum að vilja stöðva ofbeldi sjálfar og snúa blaðinu við. Nú er hægt að fá hjálp og engin ástæða fyrir konur að leita ekki aðstoðar. Þar er alltaf til pláss og fagmennskan, alúðin og umhyggjan er fyrir hendi. Friður færist yfir, konan fær langþráða hvíld, er í öruggum höndum og getur hugsað á ný. 

OFBELDI ER DAUÐANS ALVARA!

Eva Benjamínsdóttir, 29.12.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband