Hjálparbeiðni.

Já þið lásuð rétt, hjálparbeiðni.
Kæru bloggvinir viljið þið vera svo góðir
að smella ykkur aðeins inn á síðuna mína,
lesa þar bloggið mitt síðan í gær sem ég nefni,
Æ æ, ræfilstuskan, hann á svo bágt.

Þar er að finna endurtekningu á öllum kommentum
og hann svarar hverju og einu og bætir við
kommenti til mín.
Ég þekki þennan sævarinn ekki neitt og hann ekki mig og er ég svolítið
ráðþrota um hvað ég eigi að gera.
Gæti einhver gefið mér góð ráð.
                 Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sá þetta í morgun Milla mín og eiginlega finnst þetta bara hlægilegt, finnst hann gera meira fífl úr sjálfum sér en einhverjum öðrum.

Það hafa allir rétt á sinni skoðun og þeir sem andmæla með dónaskap og upphrópunum eru bara til að hlæja að. Hann t.d. talar eins og hann þekki mig út og inn þarna í þessu furðulega kommenti en ég hef ekki hugmynd um hver þetta er enda er hann nafnlaus, þá er svo auðvelt að hreyta skít út og suður.

Ég mundi leyfa þessu að standa til að sýna þennan fíflaskap.

Eigðu góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Láttu þetta bara standa bíttar.  Jónína Ben drullaði yfir mig á minni síðu og ég hef ekki hreyft við því,  óþarfi að fela hvað fólk er dónalegt, það hlýtur að standa fyrir sínu.  Kær kveðja norður. Chick Egg 2 Painted Head Egg 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk vinur mínar, mun fara eftir þessu,
                    Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín þetta fylgir honum en ekki þér.  Láttu þetta bara standa. Ótrúlegt hvað fólk getur verið bilað og verst þegar það getur ekki séð sóma sinn í því að standa undir eigin nafni.  

Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín, mun láta þetta standa.
                  Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elskan mín taktu þessu ekki nærri þér fólk er svo oft dónalegt það eru margir búin að fá svona framan í sig.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Er það ég sem sé ekki neitt?
Leiðinlegt samt að fá leiðinleg komment, maður á ekki að láta það á sig fá, bara horfa fram hjá því. Þessi maður kemur lífi þínu engan vegin við, svo að þú hundsar þetta bara.
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:11

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég fann þetta!
Mér finnst þetta hlægilega sorglegt, Milla, þú hlustar ekki á svona hrikalegt bull, hann er bara ekki heill þessi maður.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:15

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég myndi láta þetta standa, en það er eins og það sé búið að brjótast inn á bloggið þitt og bæta við allskonar athugasemdum hjá öllum sem að eru búnir að setja athugasemd þarna fyrir neðan þar sem að allt ruglið kom, en það er alveg rétt hjá honum með þessa broskalla þeir eru bara til að búa til vírus í tölvunum hjá ykkur.  En svona menn geta ekki átt marga góða blogg vini því það sem þú sagðir þarna var ekkert dónalegt eða niðurlægjandi, hann lýsir bara sjálfum sér með því að haga sér svona

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:17

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Maður er það sem maður segir!
Það er alveg dagssatt, án alls gríns.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Erna

Ja hérna nú er ég hissa .Var að koma inn hef bara ekkert fylgst með, er maðurinn ekki með réttu ráði ? Alla vega eitthvað mikið að hrjá hann.Þetta læturðu auðvitað standa og heldur áfram þínu striki Milla mín.Ekki taka þetta inná þig það er ekki þess virði. Við stöndum með þér.Knús elsku Milla .

Erna, 19.3.2008 kl. 20:36

12 identicon

Hann á eflaust eftir að biðjast afsökunnar og sjá eftir þessu, leyfðu þessu samt að standa. Knús á þig ljúfust

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:25

13 Smámynd: Erna

Það verður sennilega ekki neitt hjá Millu minni fyrir svefninn .En til hennar segi ég vegna ástar sinnar og umhyggju til barna sinna .Mamma er konan sem heldur í hendina á manni fyrstu árin en hjartað alla ævi.Góða nótt Milla mín

Erna, 19.3.2008 kl. 22:48

14 Smámynd: Tiger

  Usss.. svona kalla á maður bara að láta eiga sig. Reyndar myndi ég sjálfur eyða þessu og "hreinsa" bloggið mitt af svona kjánaskap, en það skiptir svo sem ekki miklu því þetta hverfur smá saman...

Ég myndi reyndar stilla bloggið mitt þannig að eingöngu skráðir notendur geti skrifað athugasemdir og svo myndi ég banna IP tölu þessa náunga. Bloggið er manns heimili á netinu - og engum á að líðast að vaða inn hjá manni á skítugum skónum, ekki einusinni þeim sem líður illa. Ef fólk getur ekki sýnt smá virðingu þá á það að halda sig á sínu bloggi. Allavega skalt þú ekki taka þetta inn á þig Milla mín því þetta er á engan hátt þitt vandamál, þetta er vandamál sem fylgir honum og leyfðu því bara að vera þar.. Knús í Páskana þína Milla ljúfust.

Tiger, 19.3.2008 kl. 22:53

15 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska og hafðu það gott Milla mín

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mikið skil ég vel að þú viljir ekki hafa neina drullu á þinni síðu elsku frænka mín. Ég skil bara ekki af hverju þið haldið flest að þetta sé karlmaður. Gæti þetta ekki verið óp konunnar í sinni verstu mynd? Ég mundi ekki hætta fyrr en ég vissi hver sæfarinn er í raun og veru. Hér að ofan bendir Sigga á Ingvar, þú og við öll hljótum að eiga rétt á að vita sannleikann.

Ég gat ekki sett sniðugu bros-kærleiksfígúrurnar inn hjá mér, kannski er þetta satt með vírusinn því vírusvörnin varar mig við .  Óska þér gleðilegra, áhyggjulausra páska, kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:38

17 Smámynd: Heidi Strand

Ég var nú að hugsa um augu mannsins vegna þess að augun eru svo dýrmætt. Ég finn líka til með þeim sem slasast á augu og hafa eyðilagt sjónin vegna áramótasprengjur.
Ef ég fæ drullu á mína siðu, þá svara ég  ekki og  ef það er nafnlaust  eyði ég henni.
Gleðilega páska Milla mín.
Gaman að sjá Evu aftur.
ps: Jeg har funnet for lengst ut hva jeg ikke vil blogge om mere selv om det er ytringsfrihet.

Heidi Strand, 20.3.2008 kl. 13:56

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæru bloggvinir þakka ykkur afar vel öll góðu ráðin og hvatningarnar
Það er gott að vita að maður stendur ekki einn.´
                            Takk fyrir mig.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.3.2008 kl. 16:29

19 Smámynd: Ásgerður

Er að sjá þetta núna,,,endilega sáttu þetta standa, þetta sýnir svo vel þroskann hjá honum

En þetta með broskallana er alveg rétt, bara eyða þessu út strax.

Kærleiksknús á þig frænka

Ásgerður , 21.3.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband