Var sögð ein góð í morgun.

Við fórum niður í kaupfélag í morgun, sem núna heitir Kaskó.
hittum þar einn úr Aðaldalnum, hvað segja bændur í dag?
Ja ég veit það ekki hef hvorki heyrt þá eða séð,
en hvað segir þú? Ég segi allt gott, en þú, segir hann
nú ég sagði allt gott. Við förum að spjalla og hann fer að
segja mér brandara, þar á meðal sögu frá sveitasímatímanum.

Tveir menn voru að tala saman í sveitasímann,
eftir smá stund segir annar maðurinn, hefurðu heyrt um hann Jón frá Bæ.
nei sagði hinn, en passaðu þig hún Þura í Ási er að hlusta,

Gellur þá í kellu hvaða helvítis kjaftæði er þetta ég er ekki
að hlusta.

Ég spurði þennan ágæta mann hvort hann gæti ekki ásamt öðrum
góðum mönnum tekið saman og sett í bók sögur frá þessu tímabili.
Hann gaf nú ekki mikið út á það, en kannski einhver geri þetta.
Þær mundu seljast eins og heitar lummur.
                        Kveðja til ykkar. Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahaha!!!ROTFL
Tíminn gengur í hringi, eða er alltaf á sínum stað, þetta er nú oft svona enn í dag!!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér, já finnst þér þetta ekki skemmtilegt?
 Laughing 1  TV 1 Elskan þetta eruð þið Rafn að horfa á
                                      gamanmynd.



Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þetta rosa skemmtilegt! Haha, þú ert meiriháttar Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta hristir upp í minningaskúffunni minni. 

 Eitt sinn þegar ég var að suða í pabba að koma að ná í mig í sveitina hálf volandi af sjálfsvorkunn heyrðist á línunni. ,,Jói, hlustaðu ekkert á krakkann það amar ekkert að henni nema frekja"  Þetta var símstöðvarstjórinn í Vík í Mýrdal sem brá sér inn í samtalið. Sú kona var alltaf með munninn fyrir neðan nefið enda við skyldar.  Phone Shocker 

Ía Jóhannsdóttir, 28.3.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu eigðu gott kvöld Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín ég veit að ég er frábær, sko ef ég vissi það ekki þá væri ég ekki að standa með sjálfri mér og engin mundi segja að ég væri frábær eins og þú.


Ía þetta er góð saga, akkúrat það sem ég er að tala um,
heldur þú ekki að það væri gaman að lesa heila bók með svona sögum.

Hæ Gréta mín, heima er best.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband