Ekki tala um, ekki hafa skoðun.

Nokkrir voru að tala saman á dögunum, aðallega um pólitík,
ég var að hæla og lasta gjörðir fólks í öllum flokkum,
og taldi upp ýmislegt sem betur mætti fara.
Sumir voru frekar undrandi á því, ég sagðist hafa tamið mér það
fyrir margt löngu síðan að tala jafnt um alla menn, ef ég er ekki
sammála þessum eða hinum sama hver það væri þá mundi ég
tjá mig um það þó það væri fólk úr mínum flokki.

Sagði síðan að ég teldi mig ekki eiga neitt sérstakt fólk á þingi,
ég hefði kosið X-D en þar sem hann hefði farið í samstarf með
X-S þá teldi ég að þessir tveir flokkar ættu að vinna saman
að velfarnaði þjóðarinnar.

Sérkennilegt er það að aldrei í mínu lífi hef ég þurft að setja eins
út á þeirra störf eins og á þessu kjörtímabili.
Það dettur af manni andlitið trekk í trekk, á aldrei til orð yfir
það sem ekki er gert og gert, sem er harla lítið sem ekki neitt.

Ekki vantar stóru orðin og upphæðirnar sem látnar eru af hendi
rakna til að bæta hag okkar landsmanna.
Ég hef bara orðið vör við minnkandi kaupgetu hjá mér.
Ég fæ áfall í hvert skipti sem ég fer í Kaskó að versla.

Núna er ég búin að ákveða að trúa ekki í einlægni minni á
þessa menn meir, ég hélt ætíð að þetta mundi lagast,
en nei það lagast ekki.
Það lagast ekki meðan engin þorir að segja sína meiningu.
ljótt hvað ég var trúgjörn í mörg ár,
eða var þetta kannski bara vani?, já trúlega.

Hvað á maður svo að kjósa næst?.
Ætli ég geri ekki bara eins og afi gamli gerði hér um árið,
hann fór bara út úr bænum með allt sitt fólk.
              Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er svo langt í frá að ég geti sagt hvað ég kýs næst, hefur verið sjálfstæðismanneskja lengi, en ég efast núna sem aldrei fyrr.  Finn engan samhljóm lengur.  Knús norður 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er rétt hjá þér Ásdís mín maður er einhvernvegin utangátta..
                   Knús frá Húsavíkinni þinni og líka til
                   pabba þíns.
                                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Linda mín knús fyrir innlitiðMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu hvað Silla ef við færum eftir því sem gamla vitra fólkið okkar kenndu okkur, þá værum við hólpin. Þau voru það besta sem við áttum, þess vegna eigum við að stefna af því að vera það besta sem barnabörnin okkar eiga/áttu, og veit ég vel að þú og ég gerum það.
hvers vegna?, jú við eigum kærleikann.

Þegar þetta gerðist með hann afa minn, þá var hann svikin af flokknum um fyrstu lóðina sem hann sótti um fyrir fjölskyldu-fyrirtækið,
hann taldi handsal duga eins og það ævilega hafði gert,
í þá daga unnu allir sem gátu fyrir flokkinn í margar vikur fyrir kosningar og það munaði um hans fólk og þá sjö bíla sem við lögðum til þetta hefur gerst 1958=9 man ekki svo gjörla, en þeir vissu alveg upp á sig skömmina, reyndu að bæta úr, en sá gamli tók ekki við því.
Það var sótt um lóð og allt skriflegt og byggðu þeir stórhýsið Bolholt 2.
Svona var nú það.
                                   Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.