Er nú ekki vön, en Diaz er, já hvað?.

Maður skellir sér bara í háa hæla segir Diaz, það sé það
eina sem þurfi til að laða að karlmenn.

Ég mundi nú segja að göngulagið skipti sköpum,
þeir geta ekki staðist eggjandi göngulag og gangast
vel upp í því.
Allir vita að er á háu hælana er komið þá stinnast
kálfar, læri  og þeir þurfa ekki meira.
kynórarnir fara á fullt.

Diaz er heldur betur sátt við  lífið, þá ekki síst við að
vera laus og liðug.
Hún segir ,, Karlmenn eru frábærir".
                ,, Kynlíf er frábært bætir hún við".

Það er nú engin nýlunda svo framarlega sem konur velji
sér ekki sérhlífna bólfélaga,
þið vitið stelpur þá þarf að aga og kenna,
en sumir eru nú of stórir upp á sig til að taka við því,
þeir kunna þetta allt miklu betur en konan.

Á alvarlegri nótum segir hún að konur eigi ekki að velja sér karla
sem vilja bara ungar konur.
Það er nú bara vitað mál, ef konur ætli sér að velja karlmann til
frambúðar. " Eða þannig".

Fólk heldur að maður sé ófullkominn einhleypur, O nei
málið er það að ég vill ekki vera með karlmanni sem
gerir mig ófullkomna.

þetta finnst mér vera vel orðað, hef allt of sjaldan heyrt konur
segja þetta. það liggur í hlutarins eðli að kona sem er
ekki fullnægð og fullkomnuð í sínu sambandi verður að
mús ef hún gerir ekkert í því.

Og stelpur!!! Ef þið fáið ykkur ungann fola, farið þá ekki inn í
ástina með honum, njótið hvors annars kröfulaust
punktur basta.


mbl.is Táldregur karlmenn með háum hælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála með karlmann á sokkó, en sumstaðar þar sem maður kemur á maður víst að fara úr skónum, skil ekki alveg slíkt,
þeir eru nú ekki á kúttum við jakkaföt.
Auðvitað ertu sexí á sauðskinnskónum.
Ég tel eða öllu heldur ímynda mér að ég sé sexí í rósóttu flókaskónum mínum.
Er það ekki göngulagið sem skiptir öllu?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Og þó, ekki djók, sé ekki ljótara, en þær vita ekki betur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: M

Ekkert jafn hallærislegt að fara í fínt pils og þurfa svo að fara úr skónum, jafnvel verra en kall á sokkalistunum (segir maður ekki sokkaleystunum) ?   Þið eruð eldri og vitrari.

M, 21.5.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eldri erum við en vitrari veit ég ekki og þó.
held að maður segi sokkaleystum, en hér áður og fyrr var talað um sokkaplögg, leysta, en að sjálfsögðu silkisokka er átt var við fínni sokka á dömur, síðan voru það nælonsokkar núna heita þeir sokkabuxur.
Hvað segir langbrókin mín.
les um það er ég kem aftur þarf að fara niður í L.A.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 10:41

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bara við að standa bein og rétt og hafa sterka sjálfsmynd verður kona 100% meira sexí en sú sem er lotin í herðum og óörugg, skór eða ekki skór.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það vantar Hrönn, eða einhvern sem veit betur en við,
annars held ég að þetta muni vera rétt hermt hjá þér Hallgerður
Leystar með hæl og tá. þá var um grófari sokka að ræða,
man ekki eftir að hafa heyrt talað um sokkaleysta í nælon.

En svo voru/eru það herrasokkarnir, þú biður um herrasokka,
þá er spurt hvernig viltu hafa þá silki, ull eða bómull, svona var spurt
er ég var yngri.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 11:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Plús fyrir þig Jóhanna, ekki eru pinnahælarnir nauðsynlegir,
en svaka var maður nú flottur í þeim hér í den.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það  er annað en við Milla míjn, ekki þurfum við há hæla til að vera þrístnar HAHA.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 21.5.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Tiger

   Kenndu mér að kyssa rétt og hvernig á að faðma þétt ... trallalallala! Sko, þú mátt alveg táldraga mig anytime fagra mær - hvort sem þú værir á skinnskóm eða hælum. Wíhíhí .. en ég kann sko vel til verkanna og er óendanlega mikill rómantíkus - en já - maður getur alltaf lært meira. Engin er fullkominn og allir geta gert betur á morgun en þeir gerðu í dag ..

Knúserí og daðððrrrr á þig Milla mín og eigðu ljúfan dag!

Tiger, 21.5.2008 kl. 16:10

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður fer nú bara hjá sér þegar hann Tiger bregður fyrir sig betri fætinum, annars held ég að þeir séu báðir jafn góðir.
                                    Knús til þín míó míó
                                        Milla.

Knús til þín Stína mín,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 17:33

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

sokkalistar, sokkaleystar.  Ég prófaði að setja báðar útgáfurnar í púkann og og báðar útgáfur reyndust réttar!

Hrönn ræðir þetta kannski við bróður sinn málvísindamanninn eða kannski veit hún það bara sjálf

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 18:08

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Og takk fyrir hólið til mín, ég tel að glæsileiki komi innanfrá, það gerir gleðin sem maður fær í vöggugjöf og hún hefur fylgt okkur báðum í gegnum lífið Silla mín á hverju sem hefur gengið.
Annars vorum við  svo sem ekki dónalegar á böllunum og voru þau mörg sem við fórum á hér í den,
árshátíðir, hjónaböll, þorrablót og bara nefndu það, en nú hefur
skemmtanasniðið breyst og maður hefur ekki lengur gaman að svona innantómum matreiðslum til manns, það er svo notalegt að vera bara í góðra vina hóp og hafa gaman saman.
                              Kærar kveðjur
                                milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín rétt mun það vera hvorutveggja er rétt, listar og leystar.
Ertu búin að jafna þig eftir næturvaktina?
                     Kveðja
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 18:56

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skoðaði það utan og innan á 245.is bara frábært að hafa svona bæjarsíður, manni hlýnar um hjartaræturnar að skoða.
Þetta var nú minn heimabær í 27 ár.
Já við vorum bara flottastar.
               Knús til þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 21:26

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu búin að sjá gamla góða samkomuhúsið, það er nú búið að gegna mörgum hlutverkum þetta hús.
Einu sinni vörum við í  frúarleikfimi í þessu húsi, gamalt parket var á gólfinu og svona raufar sem rykið settist í, síðan fékk ég heiftarlegt ofnæmi og taldi læknirinn að það væri útaf því svo ég varð að hætta.
En það var flott til að dansa á því.
                    og góðan daginn til þín Vally mín
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.