Eru til sárari fréttir?

Nei það eru ekki til sárari fréttir en af börnum sem
hafa slasast, og að lenda í svona bruna er bara óhuggulegt.
Maður skilur stundum ekki, af hverju svona ungt barn og
eldri maður, afi drengsins.
Sendi ég litla drengnum og afa hans kærleik og ósk um góðan bata.
Einnig bið ég góðan guð að blessa þá og fjölskyldur þeirra.
Ég mun halda áfram að biðja fyrir þeim.

Litlu stúlkunni sem lenti í slysinu um daginn óska ég til hamingju með
að vera komin af gjörgæslu.
Sendi henni og hennar fólki góðar kveðjur.


mbl.is Drengur enn sofandi í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir þínar óskir Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 08:00

2 identicon

Ég var þarna og horfði á þetta.. þetta var ekki fögur sjón.. En það sem bjargaði þessu var hve snögg björgunarsveitin okkar var á staðinn ;)..

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:32

3 identicon

Sannalega sorglegar fréttir og ég bið góðan guð að halda verndarhendi yfir þessum litla dreng og afa hans. 

Ragga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Þórunn Eva

Þórunn Eva , 3.6.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til ykkar allra og takk fyrir innleggin ykkar.

Það hefur ekki verið sælt fyrir þig að vera þarna Jóhanna,
en það sannaðist enn og aftur hvað við eigum góða björgunarsveitarmenn, oft hef ég talað um þá þessa sterku duglegu stráka okkar sem víla ekkert fyrir sér.
Megi guð vera með þeim alla tíð.
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband