Sunnudagsmorgun.

Góðan daginn kæru vinir um land allt. Eins og ég
tjáði mig um í gærkveldi þá mundi Neró ekki víkja frá Aþenu Marey,
fyrr en hún vaknaði í morgun.
Um tvö leitið vaknaði ég við eitthvað væl, fór fram, stóð þá ekki Neró
yfir Aþenu Marey, er ég kom ýtti hann hausnum í höfuð hennar,
hún var komin ansi utarlega í rúminu,
og hann hefur haft áhyggjur af því að hún mundi detta út úr, en
það hefur aldrei gerst, ég tók litla ljósið og færði hana upp í rúmið
Þá lagðist hann niður og stundi af ánægju, þegar hún sefur á milli,
þá er hann ætíð til fóta eins og hann haldi að hún geti dottið aftur
fyrir rúmið.
Ég leit inn í morgun þá svaf hún vært, en hann var vaknaður, en
hreyfði sig ekki frá henni.

Ég fór fram og fékk mér morgunmat, svo heyrði ég í litlum sporum,
hún kom við á baðinu þar sem afi var að raka sig kom svo fram
til ömmu, en hún er ætíð í leik svo hún læðist, þá segi ég:
,, hvaða litla mús er að læðast inn í ömmu hús?"
Ekkert heyrist, Ja ég verð að fara að athuga þetta, þá segir hún:
,, Þetta er bara ég amma mín," Aþena Marey, þá segi ég:
,, Æ hvað ég er fegin þá þarf ég ekki að fara að leita að lítilli mús,"
en amma litlu mýsnar eiga heima úti í móa, svo kemur hún og
við setjumst saman í einn sófann og hún kúrir smá í ömmufangi
á meðan hún er að vakna alveg,
svo kom, nú ætla ég að horfa á Þumalínu,
og það er hún að gera núna, bráðum vill hún fá að borða morgunmat.

Viktoría Ósk ( ljósálfurinn) endaði bara heima hjá sér í gærkveldi
hún þóttist eiga eftir að pakka svo miklu niður fyrir sumarbústaða-
ferðina, Æ þær eru nú bara svona þessar stelpur, níu ára.
enda var það nú í lagi, bara tvö hús á milli okkar,
og þau komu snemma heim Milla og Ingimar.

Er til nokkuð yndislegra, í dag er ægifagurt veður,
Engillinn frammi að borða morgunmat, búin að sinna Neró, sem er
hans fyrsta verk er úr baðinu kemur,
en sko þá er hann búin að búa um rúmið og snyrta svefnherbergið.
Ég eins og ævilega í tölvunni. Nú fer ég að drífa mig í bað, svo litla ljósið
á eftir mér, hún þarf nú að vera fín er hún leggur af stað í bústaðinn
.

Smá úr bókinni heimsins besta amma.

Ég er en að bíða eftir þeim degi þegar ég verð leiður á pottréttinum
þínum. Það hefur ekki gerst enn og ég er farin að halda að það
komi aldrei að því.
                                  David Turkington, 11 ára.

Knús í daginn, Kveðja Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla mín, þú ert bara svo heppin, átt yndislegan engil, og littla dúllan hun Aþena, yndisleg, og svo Nero þinn, gáfaður hundur.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid er Nero tinn yndislegur.Svona eru dýrin mikklar tifinningaverur.Hvad er dásamlegra en ad vera med tessi ömmuskott hjá sér.Núna eru öll mín á íslandi.Sonurinn fór í 3ja vikna sumarfrí med fjölsk. til íslands og eru svo ánægd med ferdina.Veit svei mér tá ekki hvort tau komi aftur  svo mikid er fjörid.

Knús á tig og tína inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já stelpur ég er heppin og nýt þess á meðan það varir.
Það er bara yndislegt að geta haft þessi kríli í kringum sig..
áðan er hún var búin að fara í bað og við búnar að dúllast þá sagði mín með svona pæju svip, amma á ég ekki annars að blása á mér hárið? Jú auðvitað elskan þú verður að vera fín þegar þú ferð í sumarhúsið, ég hugsaði hún verður orðin fullorðin áður en ég veit af.

Guðrún mín þín koma aftur geta ekki verið án mömmu og ömmu.
                  Knús til ykkar
                     Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: M

Frábær hundur hann Nero Las eitthvað vitlaust og hélt að hann hefði búið um rúmið líka Þvílíkur undrahundur, en þá var það engillinn þinn.

Þau eru svo yndisleg þessi börn þegar þau eru vakna inn í daginn. 

M, 22.6.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Neró er bara yndislegur, en ekki svo vel alin að hann sé farinn að búa um rúmið.
Satt hjá þér Emmið mitt ekkert er yndislegra en börnin og sér í lagi á morgnanna.Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 09:46

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hundar eru skynugar skepnur.  Æ ég sakna minna tveggja þegar ég les svona dúllufærslur.  Annars kemur Elma Lind aftur heim í næstu vikur og síðan sé ég Þórir Inga í enda júlí.  Hvað ég skal knúsa þau í tætlur.  Góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ömmuhlutverkið er svo yndislegt.  Skemmtileg og ljúf færsla hjá þér Milla mín eigðu góðan dag

Sigrún Jónsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:33

8 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega yndislegur morgunn hjá þér   Frábær hundur sem þú átt og greinilega mikið vit í honum og barnelskur

Dísa Dóra, 22.6.2008 kl. 10:48

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Neró er alveg dásamlegur og mjög vitur. falleg færslan þín. Milla mín og eigðu fallegan dag

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búkolla mín þú leifir okkur að fylgjast með, verður þú viðstödd?
það er það stórkostlega sem ég hef fengið að upplifa, að vera við fæðingu barnabarnanna minna, hef verið viðstödd 5 af 9 og þakka ég fyrir það.

Dísa Dóra hundurinn er vitur, hann er mjög háður okkur og en snúllurnar mínar eiga hann, en þeirra heimili og mitt er eitt og það sama í okkar augum, Neró er eiginlega búin að alast upp með okkur öllum því við búum svo nálægt hvor annarri, við mæðgur.

Sigrún mín takk en ég skrifa bara yfirleitt frá hjartanu, og ætíð er ég skrifa um fjölskylduna mína.

Ía mín þú hefur þó eitthvað af þínum þarna úti,
þess vegna flutti ég nú hingað gat ekki hugsað mér að vera án þess að hafa einhverja af mínum í kringum mig.

                         Knús til ykkar allra
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 11:23

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Katla mínMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.