Fyrir svefninn.

Ætla nú að segja frá deginum í dag, fórum á Eyrina eins og
ég sagði frá í gær.
Ég ljóskan sagði við Dóru, að við yrðum komin að sækja hana
fram í Lauga kl 7.45, svo snemma sagði hún, já ég vill bara
hafa rúman tíma, hún allt í lagi.
Kl. 6,45 sagði ég við Gísla: ,, Jæja þá er ég tilbúin," ha! strax,
var hálftíma of snemma í því, settist og las blaðið.
Lögðum síðan af stað 7.15 Dóra kom labbandi á móti okkur
síðan var ekið til Akureyrar er þangað komum var kl. 8.15 í
staðin fyrir að nóg var að vera komin 9.15,
ég hafði feilað mig um klukkutíma í upphafi og engin sagði neitt,
Það þorir kannski engin að segja neitt við ljóskuna,
þetta kostaði kaffi og brauð við brúnna, ég fékk mér reyndar bara
skinkuskikki og vatn.
fórum síðan upp á sjúkrahús Gísli í ómið, með Neró í snyrtingu upp
á Dýraspítala, skildum hann eftir og fórum að versla, bara í matinn
maður fékk náttúrlega æði að komast í svona snyrtilegt grænmeti
hingað senda birgjarnir bara lélegt grænmeti og ekkert úrval.

Fóru svo að sækja prinsinn, hann var ennþá svo  sofandi að hann
slagaði, litli ræfillinn hennar ömmu sinnar, en svo fínn.

Síðan í kaffi til Ernu bloggvinkonu okkar Dóru, þær eru búnar að vera
vinkonur í 28. ár. Æ,Æ. fjandi er ég orðin gömul er ég segi þetta.
Að koma til Ernu og Bjössa er bara gott í alla staði, þau eru bæði
hjartahlý og afburða skemmtileg, takk fyrir mig.

Ég hitti líka Grétu hún er búin að opna make up Gallerý á Glerártorgi,
yndislegt að hitta hana, og mun gera það oftar.

Hitti svo Helgu skjol í Nettó gaman að sjá hana þó spjallið væri stutt.
en töluðum um að hittast fljótt.

Fórum síðan niður í bæ og hittum Huld í nýju búðinni glæsileg búð,
alltaf gaman að spjalla við Huld, hún kom svo út í bíl að heilsa upp á
Gísla og Neró hundakonan sjálf varð að sjá hann.

Heim, en Dóra og Gísli urðu að fá Brynju ís á leið úr bænum,
ekki mín deild.
Elsku englarnir mínir tóku á móti okkur á hlaðinu á Laugum er Þangað
komum. Ég elska þessar stelpur, þær eru bara frábærar í alla staði.

Rétt áðan komu svo ljósálfurinn minn og litla ljósið með vinkonu
heilsa aðeins upp á ömmu og afa og sjá Neró.
Að fá elskuna frá þeim sem eru manni svona kærir, er bara ljúft.
Getur maður farið fram á betri dag.

Munið að jákvæðni, kærleikur og gleði gerir gæfumuninn.

                                         Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var hundurinn svona syfjaður í snyrtingunni eða svæfa þeir dýrin??  Greinilega góður dagur á Eyrinni og gaman að hitta alla þessa bloggvini þykir mér.  Vildi að ég gæti galdrað mig norður. Hafðu það gott og ég vona að allt komi vel út í skoðun á bóndanum GN

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Good NightGóða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.8.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það vona ég líka. hundurinn er svæfður vegna þess að það þarf ætíð að fara inn í eyrað hans vegna ofnæmisins sem hann er með
það orsakar slæmsku í eyra, og það er afar sársaukafullt að gera þetta án þess að svæfa hann. Dýraspítalinn er engin snyrtistofa en þær eru svo yndislegar að þær snodda þá fyrir mann ef maður vill,
Það er engin snyrtistofa fyrir hunda á Akureyri.
Já ljúfan vildi að þú værir komin hingað.
Knús kveðjur
Milla.

Knús til þín Linda mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Milla mín, var bara forvitin. Verð að deila með þér smá leyndarmáli. Þannig er að vinafólk okkar keypti húsbíl um daginn og eru búin að bjóða okkur hann að láni eins og við viljum, nú dreymir mig um að keyra norður í september og ég get legið í rúmi á leiðinni og setið upp þegar ég get.  Ég ætla að gera allt til að þessi draumur minn rætist.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Milla, gott að þú áttir góðan dag á Akureyri, gaman að þú skildir hitta littlu systir.

Góða nótt dúllan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.8.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín alltaf er jafngaman að hitta ykkur takk fyrir komuna. Er runnið af Neró skinninu, vona að hann sé búinnn að ná sér. Góða nótt

Erna, 18.8.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Anna Guðný

Gaman að heyra að þú hafðir góða ferð til Akureyrar. Næst læturðu miHafðu það ljúfang bara vita og ég labba yfir til Ernu og tek einn bolla með ykkur

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 18.8.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg ferðasaga, maður skynjar svo sterkt,  hve vel, þú hefur notið dagsins,  og þess að hitta allt þetta góða og skemmtilega fólk. - Og ömmubörnin þín og tvíburanna. -  Eru þær byrjaðar í skólanum eða byrja þær eftir viku? -  Hafðu það sem allra best kæra bloggvinkona, og góða nótt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:57

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtileg ferðafærsla Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 07:09

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Skemmtilegt ad lesa um gódann dag hjá tér Milla mín.Er voda upptekin tessar vikurnar .Mamma mín elskulega hefur verid hjá mér í 3 vikur og lasin allann tímann.Fór meira segja inn á sjúkrahús í viku tessi elska.Er tessvegna ekki neitt á sídunum tessa daganna.

Stórt knús á tig og tína mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:35

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekkert jafnast á við góða vini og það eruð þið svo sannarlega.
Ásdís mín vona að þið komist norður, það yrði yndislegt að fá að hitta ykkur eftir svona mörg ár, farðu vel með þig.

Stína mín það var sko gaman að hitta Helgu, vonandi hittumst við fljótt aftur.

Já Lady Vallý, það er eigi gott að vera soddan ljóska.
eða hvað finnst ykkur Rósin mín og Sigga?

Hindin mín, það var skemmtilega mikið að gera einn af þessum dögum sem allt rennur til manns.

Dóra þessi dekurrófa svaf á milli á dúnmjúku teppi, með annað teppi yfir sér, hann gat ekki farið út að pissa er heim konum nema í lopapeysunni og hann er í henni núna

Erna mín já hann er hættur að slaga, litli snúðurinn en er ósköp
ræfilslegur, ekkert farin að borða í morgun

Anna Guðný verðum að stefna á að hittast.

Sigrún mín knús

Lilja mín þegar maður skynjar kærleikann svona sterkt í umhverfi sínu þá hlýtur það að speglast í því sem maður skrifar.
Skólasetning er hjá tvíburunum mínum 31/08 á þeim degi er alltaf afar gaman þá koma allir aðstandendur og bara allir sem vilja,
eru við setningu og þiggja veitingar á eftir, yndislegt fyrirkomulag
fólk kynnist og spjallar saman það er engin feimin við það í sveitinni.
En Ljósálfurinn minn hún Viktoría Ósk byrjar 25/08 með skólasetningu. hún er að hefja í 4. bekk.
litla ljósið er bara á leikskóla, en er svo afar oft í skólaleik bæði heima hjá sér og hjá ömmu.

Ía mín takk

Nafna mín leitt að mamma þín skuli vera búin að vera svona lasin,
en vonandi lagast það. Farðu vel með þig
Sendi ykkur öllum góðar kveðjur inn í daginn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 09:15

14 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag milla mín knús inn í daginn

Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 09:42

15 Smámynd: Helga skjol

Já Milla mín það var frábært að hitta þig sömuleiðis, nú verðum við að láta verða af þvi að hittast fljótlega.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 19.8.2008 kl. 09:49

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Góðan dag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 11:48

17 identicon

Þetta hefur greinilega verið viðburðarríkur dagur hjá ykkur þetta hefði sko alveg getað verið ég með klukkuna í upphafi dags. Einhvern tímann var ég búin að klæða mig og var á leið í vinnu en þá vantaði klukkuna 20 mín. í sex um morgun eins gott að ég leit aftur á klukkuna því annars hefði ég mætt í vinnuna klukkan sex í staðinn fyrir átta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband