Fyrir svefninn.

Held að ég hafi aldrei átt rólegri dag, fórum á fætur um 7
í morgun, dóluðum okkur Gísli að ná í blöðin, ég í tölvunni.
Síðan heyrðist vilt þú kaffi svona að því að það er
laugardagur, já já smá bolla fékk mér hrísköku með.
Þær vöknuðu um hádegið í sturti, sjæningu, borða og læra.
Gísli fór að skoða myndaalbúmin og ég las blöðin, þá kom
litla ljósið, var eitthvað þreytt eftir Íþróttaskólann svo hún
vildi bara horfa á spólu, það þýðir að hún er þreytt, svona
var þetta allt í dag.
Fór svo að elda yndislegan mat, mango Chutny kjúkling
með brúnum hrísg. og ofnbökuðum smákartöflum.
þau komu að borða Milla og Ingimar.
það er svo yndislegt að hafa alla í kringum sig.

Verð nú að segja eitthvað sniðugt.

Ungur bóndi úr Rangárvallasýslu kom nýlega til Reykjavíkur
og sýndi frændi hans honum höfuðborgina.
Þegar þeir höfðu skoða höfnina, spurði frændinn þessarar
kjánalegu spurninga: " Hver er munurinn á skipi og ungri stúlku?"
" Munurinn góði," ansaði bóndinn.
" Það veit ég ekki, hef aldrei verið á skipi."

Kona úr Þýngeyjarsýslu kvað þessa vísu til hermóðs í Árnesi
um það leiti er miðkvíslarmál og deilurnar um Laxárvirkjun stóðu
sem hæst
.

                   Hermóður með himneskt skap
                   hallar sér að konum
                   ekki myndast mikið krap
                   í miðkvíslinni á honum.

Gamall húsgangur:


                   Sjálfs manns höndin hollust er.
                   Hér er sönnun fengin.
                   lekanda úr lófa sér
                   liðið hefur enginn.

Þessir gömlu húsgangar eru vart hafandi eftir.


                                   Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Auðuns

Æ var ekki notalegt að eiga afslappaðan dag. Þú hefur örugglega átt það skilið. Góða nótt milla mín og sofðu rótt í alla nótt og guð geymi þig.

Knús Vibba

Vilborg Auðuns, 20.9.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Vibba mín sömuleiðis, jú það var svo ljúft hjá okkur.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Dóra mín búin að koma þeim í rúmið, áttu annars annan handa mér?
Þær bíða nú bara núna eftir því að komast í tölvuna til að horfa á eitthvert drama.
Knúsý knús
Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra Langbrókin mín að unga fólkið kennir bönunum sínum bænir.
Ég er nú ekkert sérlega kirkjurækin, á mína trú, en hef ætíð kennt börnunum mínum að fara með bænir, en þau skilja ekki ætíð merkinguna.
Litla ljósið mitt segir ætíð er hún kveður mig á kvöldin, amma mín góða nótt í alla nótt og dreymi þig vel.
Njóttu þess að vera með þau þessa engla, þau verða nefnilega fullorðin áður en þú veist af.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín velkomin Gamla hróið

Ólöf Karlsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:53

9 identicon

Thí hi ...þú kemur manni alltaf í stuð svona rétt fyrir svefninn að maður sofnar ekki fyrr en seint og um síðir . En það er í lagi á laugardagskvöldi. Góða ´nott

hindin (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 01:26

10 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín  Ég á ekki orð, og verður mér sjaldan orðavant. Er að heiman?

Milla mín á þessu nýja lúkki þínu er erfitt að sjá þegar maður er að kommenta hvort allur textinn sé réttur. vegna þess að einn / fjórði fer undir þetta appelsínugula  Væri alveg til í að hafa þig eins og þú varst

Erna, 21.9.2008 kl. 01:48

11 Smámynd: Erna

Þetta átti að vera er Gísli að heiman?

Erna, 21.9.2008 kl. 01:49

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, gott að þú áttir rólegan og góðan dag með þínu fólki.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 21.9.2008 kl. 07:19

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar. vegna fjölda áskoranna mun ég skipta um Tema á síðunni minni, fer bara í það á eftir.

Erna mín Hann Gísli beið uppi í rúmi er ég var að blogga þettahvaða déskotans vitleysa er þetta í þér stelpa, ég er að passa englana.

Hindin mín þú átt ekkert að sofna strax og þú kemur upp í rúm

Stína mín hvernig gengur með hundamanninn? Viljum fá fréttir.

Silla mín USS. maður fer ekki svona seint að sofa.

Sigrún, Huld og Linda knús

Ólöf gamla hró, þvílíkt nafn, við erum sko ekkert gamlar

Knús knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband