Er það þetta sem við viljum?

Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldset

Íslensk ungmenni á aldrinum 16-20 ára skulduðu í ársbyrjun að meðaltali 246 þúsund krónur hvert. Samtals námu skuldir fólks á þessum aldri 6,698 milljörðum króna.

Þetta er ógnvænlegt að lesa, finnst okkur það bara í lagi
að 16 til 20 ára börn okkar skuldi skulda svo mikið?
Er engin ábyrgð í kringum þessi börn, og er þeim ekki
kennt að fara varlega með innkomu sína, því einhverja
innkomu hljóta þau að hafa, Eða er þeim bara veitt bílalán,
og yfirdrátt á Depilkortunum án nokkurra tryggingar.
Sem sagt öllum er sama bara ef þau fá það sem þau vilja
og í sumum tilfellum verður þetta að vera svona svo þau séu
inn meðal félagana.
hræðileg þróun.

Næsti aldurshópur fyrir ofan, 21-25 ára, skuldar samtals 48,562 milljarða sem nemur um 2.515.000 krónum að meðaltali á mann. Skuldirnar samanstanda m.a. af bíla- og námslánum auk kreditkortaskulda.

Já auðvitað heldur vitleysan áfram þau eru alin upp við lántökur.
Ég er nú ekki að tala um námslánin þau verður víst að taka nema
þau séu í því betri vinnu yfir sumarið og eigi góða að.
Nú veit ég um ungt fólk sem á bara gamla bíla og gengur ekki í
dýrustu tískufötunum og þau eru ekki með Kreditkort.
Er alveg nauðsynlegt að slá svona um sig eins og sumir gera?
Það er ekkert skrítið að unga fólkið sé stressað.
Vonandi blessast allt hjá þeim í framtíðinni.
               Eigið góðan dag.

 


mbl.is Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er í lagi að mínu mati að taka lán, en þú þarft þá að vera í góðri vinnu og vita hvað þú ert að gera og hvað þú ert búin að borga í vexti er lánið er uppgreitt, en það vantar að fræða börn um alvöru  og ábyrgð
þess að fara út í lífið með skuldahalann á bakinu.
Takk fyrir þitt innlit.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er skelfileg þróun Milla mín, þetta lífsgæðakapphlaup hjá landanum er komið langt fram úr sér. Því miður tók ég þátt í því eins og sjálfsagt við flestöll.

Eigðu góða helgi

P.S. ég þyrfti að heyra í þér fljótlega, svolítið sem mig langar að bera undir þig og byðja þig um smá aðstoð

Huld S. Ringsted, 4.10.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er uggvænlegt, en ef þú kennir ekki börnum að fara með peninga og leggja fyrir þá er voðinn vís.  Þau læra það sem fyrir þeim er haft.  Góðan daginn ætlaði ég að segja.

Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Anna Guðný

Já, mér finnst alveg skelfilegar sögurnar sem ég er að heyra. Ég þyki nú heldur gamaldags þegar ég set út á að heliu hverfin séu byggð og raðhúsunum sé skilað með allt tilbúið í kringum húsið, pallurinn á bakvið tilbúinn með heita pottinn tengdan. Og skýringin: Jú kröfurnar á Íslandi eru bara orðnar svona. Svo var jafnvel tekið auka lán til að mublera íbúðina.

Og svo er fólk undrandi á að allt sé komið í kalda kol.

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín höfum samband fljótlega. Auðvitað höfum við fullorðna fólkið tekið þátt í þessu kapphlaupi, en við erum þó í vinnu og berum ábyrgð á okkur sjálf, en blessuð börnin það eru þau sem ég er að tala um.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 10:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þú ert dugleg Dóra mín enda ól ég þig upp
Og englarnir mínir Dætur þínar eru með afbrygðum skynsamar í peningamálun, nema ef vera skildi ef um kaup á safndúkkum, bókum og
kannski tölvuleikjum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 10:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Góðan daginn Ía mín og mikið rétt hjá þér

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín er samála þér kröfurnar eru hræðilegar og ég skil ekki þetta rugl, svo eru hjónaskilnaðirnir á fullu. er eigi hissa á því.
Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 10:34

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta er hrædileg stada og ógnvægleg  vegna aldursins.....

Fadmlag á tig inn í góda helgi

Gudrún Hauksdótttir, 4.10.2008 kl. 15:13

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er bara hræðilegt og allt of ungur aldur.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:00

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski að hjónaskilnaðir komi þarna eitthvað við sögu, unglingar eru fyrr orðnir ábyrgir fyrir sínu lífi í mörgum tilvika.

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:31

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú þeir eru orðnir fyrr ábyrgir fyrir sínu lífi, en ekki fjárráða fyrr en 18 ára
en þá eru einmitt margir giftir, öfugsnúið.
Knús til þín Sigrún mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 19:00

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Katla mín gaman að heyra frá þér.

nafna mín í Danaveldi knúskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband