Vika 43 vímuvarnavika 2008.

Áskorun frá viku 43:

Velferð barna---stöndum vörð um það sem virkar.

Samkvæmt barnasáttmála sameinuðu þjóðanna skulu börn
eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum,
andlegum og félagslegum þroska.
Í því felst að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varðar
börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.

Það hefur oft hvarflað að mér að það vantaði upp á þarna
stundum finnast manni ákvarðanir varðandi börn vera á röngum
grunni byggðar, það þarf að hlusta betur á börnin, þau vita hvað
að þeim snýr.

Neysla áfengis og vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra
barna og sum bera ævarandi tjón. Það er bitur reynsla að sjá á eftir
barni sínu á vit óreglunar og þar af leiðandi að villast á brautir
glæpa og ofbeldis.

Ég held að það komi öllum foreldrum öfum og ömmum á óvart er
börnin lenda á þessari braut, engin trúir því að þeirra börn lendi
í svona nokkru og jafnvel eru of lengi meðvirk börnunum vegna
afneitunar á ástandinu


Rannsóknir staðfesta að opinber stefna í forvörnum hér á landi
er vænleg til árangurs, svo sem 20 ára aldurstakmark til
áfengiskaupa, bann við auglýsingum á áfengi og bann við sölu
áfengis í almennum verslunum.

Ég hef nú allar götur verið á móti boðum og bönnum, tel þau ekki
virka, allt er spennandi sem er bannað og ef barn ætlar sér að
neyta áfengis eða annarra vímuefna þá er aðgengið afar auðvelt.
Hér er allt morandi af fólki sem er gert út til að útvega börnunum
okkar þetta ógeð.
Ég tel bestu forvörnina vera uppeldið frá blautu barnsbeini,
að kenna þeim muninn á réttu og röngu elska þau og virða,
en ef svo einhver fer út af sporinu þá er að taka á því með hjálp
þeirra sem vit hafa á.



Það sem vikan 43 býður upp á er að leggja félagasamtökum lið
sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að sínu markmiði
vekja athygli á forvörnum í áfengis og vímuefnamálum.

skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli
á stefnumörkun í áfengis og vímuefnamálum og sér í lagi forvörnum.

Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á
vettvangi félagasamtaka.

vekja athyglilandsmanna á mikilvægi forvarna einkum gagnvart
börnum og unglingum.

Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til
eflingar forvarnarstarfs.

Tel ég þarna ekki veita af vakningu og koma fullorðnum
afneitunar foreldrum út úr glerhúsinu til samstarfs við hið ágæta fólk
sem er að öllu jöfnu að vinna starfið fyrir það.
Fyrirgefið, en þetta er staðreynd og hef ég margsinnis horft upp á
þetta í gegnum árin.
Eitt er það sem mætti koma inn hjá öllum svona bara rétt í leiðinni,
Það er að kenna fólki að vera ekki með fordóma, þeir eru á svo háu stigi
að jafnvel þeir sem þurfa aðstoð þora ekki að leita eftir henni af ótta
við nágrannaálitið og þetta á við í öllu sem bjátar á hjá fólki, hvernig
stendur á því að fólk vogar sér að vera með fordóma út í allt og alla.
Hættum fordómum, því engin veit hver er næstur að veikjast.


                                   Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já pössum börnin

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú einu sinni okkar hlutverk hvort sem það eru okkar börn eða annarra.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 11:13

3 identicon

Ég tel að börn nemi sterkara hvað við gerum frekar en hvað við segjum. Það læra börnin sem fyrir þeim er hægt er oft haft á orði. Auðvitað vigtar ekkert eins sterkt og það sem barn sér fyrir sér inni á eigin heimili. Hvort sem manni líkar það betur eða ver.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

 Góð vísa ekki of oft kveðin

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Milla mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Líney

Knús

Líney, 20.10.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Vilborg Auðuns

Börnin eru framtíðin.

Kærleiksknús

Vibba

Vilborg Auðuns, 20.10.2008 kl. 14:49

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

 knús á þig Milla og kærleikskveðjur á þig...

Erna Friðriksdóttir, 20.10.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt mælt Hallgerður eins og ég segi þá tel ég það var uppeldið frá blautu barnsbeini sem hefur gildið og við foreldrar afar og ömmur erum fyrirmyndin.

Guðborg mín góð vísa ekki of oft kveðin, en við megum samt eigi kaffæra þau í ræðum um þessi mál, rétt er að mínu mati að láta þessi mál síast inn smá saman.

Linda, líney, Vibba 0g Erna takk fyrir ykkar innlit.

Kærleik til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 17:24

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð áminning. Takk, takk.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gangi ykkur öllum mömmum, ömmum og öllum hinum, vel! knús kveðja. p.s geri mitt besta, eva

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.