Hugleiðingarnar mínar í dag.

Já hugleiðingarnar mínar eru kannski frekar á neikvæðu
nótunum í dag, en segir ekki að ég sé neikvæð,
ekki aldeilis. Verð að byrja á svolítið skondnu, en það hefði getað
farið illa. Í rafmagnsleysinu í gær kveikti Milla að sjálfsögðu á öllum
kertum sem fyrirfinnast út um allt í húsinu. Ég slökkti náttúrlega
ekki á þeim þótt rafmagnið væri komið, Fór að tala við Dóru í símann
Þá heyri ég læti á baðinu, Gísli minn hafði þá gripið kertahólf eitt
rosa smart sem ég átti og hafði aldrei kveikt á kerti í, það logaði út
úr götum sem á því var, hefði nú eigi boðið í dúkinn eða bara okkur
hefði þetta fengið að grassera, hann stóð á skrifborði sem ég er með
frammi í gangi, nú hann brenndi sig smá.
Lyktin var hræðileg því það var einhver málning eða eitthvað innan
á þessu kertahólfi, út í tunnu með það sagði ég og hélt bara áfram
að tala við Dóru mína. Svo ég er nú bara ekkert betri en Jónína sem
kveikti í mó í blómapotti
Tounge

Jákvætt er að kjötbankinn mun endurráða starfsfólk sem þeir voru
búnir að segja upp, færi nú betur að allir bankar gerðu slíkt hið sama.
Vonum bara að kjötbankinn haldi velli.

Já og svo eru fjórburarnir okkar orðnar tvítugar, myndarstúlkur,
ég man eftir því að eini sinni komu þær upp í flugstöð með afa sínum
þær fengu heitt súkkulaði í Laufskálanum sem þá var og margir muna eftir.
þær voru eins og litlar ladyar, allar í eins kápum.
til hamingju stelpur.

Um sama leiti fæddust þríburar, hvar skyldu þær vera?

Neikvætt er að 63 eru þegar orðnir atvinnulausir á Skaganum, og ekki
er staðan betri annarsstaðar á landinu.
Verið er að draga saman í öllu, og hvers vegna, Jú það er verið að draga
úr og hætta við alla atvinnu-uppbyggingu í landinu, drepa allt niður.
Gaman verður að sjá upplitið á þessum bjánum er engir peningar koma
í ríkiskassann. Engin atvinna, engir skattar í kassann, ekki hægt að kaupa
neitt, verslunin fer á hausinn, ja nema að fólk trúi þessu bara ekki enn og
fari bara á vísa fyllerí, það kemur að skuldadögunum þar.

Verð að láta þetta fylgja.
Hafið þið heyrt það betra, ein silkihúfan enn, Björn Rúnar hefur verið settur
skrifstofustjóri yfir nýrri efnahags og alþjóðafjármagnsskrifstofu
forsætisráðuneytisins frá 1/11 til 31/8 2009.
Ekki er ég nú að setja út á Björn Rúnar, en hann var áður hjá
Þjóðhagsstofnun, í fjármálaráðuneytinu og nú síðast í greiningardeild
Landsbanka Íslands, nefndi er Hagfræðingur að mennt.
Ég meina sko eru ekki hagfræðingar á vegum ríkisins eins og mý á
mykjuskán, og eigi hefur það gengið svo vel.
Og hvað kostar þetta battarí?

held að það þurfi að leggja þetta í hendurnar á fáeinum skörpum
konum/mönnum  mundi ganga eins og smurt.

Já og getur það verið að fyrirtæki landsins notfæri sér ástandið
 til að lækka laun fólksins, þó þeir þurfi þess ekki.
Nei þeir geta nú varla verið svona óheiðarlegir?
Eða er ég bara alveg of trúgjörn?
Fjandinn hafi það ég er það víst.

Mér líður samt bara ansi vel sitjandi hér með kertið mitt og
tebollann og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur
og kúra smá í rokinu.
Eigið góðan dag í dag
Milla
InLoveGuys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.11.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús í daginn þinn Sigrún mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2008 kl. 07:46

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Gott að ekki fór verr með kertið, eigðu ljúfan dag

Kristín Gunnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn aftur.

Forvitnisspurning.Varstu ad vinna í Laufskálum í flughöfninni?

kv.

Gudrún Hauksdótttir, 1.11.2008 kl. 08:26

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stóhættuleg þessi dúllu kerti gott að ekki fór ver. Annars bara góða helgi Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 08:58

6 identicon

Hvað er eiginlega í gangi hjá okkur Milla mín við bara rétt sleppum fyrir horn með eldinn. Kannski er þetta til þess að minna okkur  á að þakka fyrir húsaskjólið sem við höfum.

Knús inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Viltu fara varlega, ekki brenna ofan af þér kofann

Annars hafðu það yndislegt um helgina.

MySpace and Orkut Weekend Glitter Graphic - 6

Gakktu samt hægt um gleðinnar dyr.

Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.11.2008 kl. 10:24

8 identicon

Hugsum okkur að ganga með fjögur börn! Öllum konum finnst eitt nóg. en mikið eru þær fallegar. Góða helgi héðan úr Bryggjuhverfinu..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:01

9 identicon

Æ,æ,æ, Guði sé lof að ekki hlaust af alvarlegt óhapp!

Kær kveðja á þig, Milla mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:46

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða helgi Milla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Milla mín. Gott að það fór ekki illa með eldin, en mér er mjög illa við eld og í þau fáu skipti sem að ég kveikji á kerti þá er ég á vaktinni með það. En líklega eru mínar ástæður fyrir því.. Hafðu góða helgi. En áttu 4 bura :) ????????? Bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 1.11.2008 kl. 12:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Stína mín og hafðu það eins gott og hægt er, þú veist að við komumst langt í því.


Nafna mín ég var að vinna upp á bar, fór einstaka sinnum niður að hjálpa til ef þurfti.
Knús Milla


Sömuleiðis Ía mín, en þetta var sprittkerti ofan í skrautglasi með
götum á svo ljósið skein í gegn, en eitthvað efni var í þessu sem
var eldfimt.
Knús Milla.

Jónína mín, það gæti svo sem verið, það er allavega verið að minna okkur á eitthvað sem er farið að dala hjá okkur.
Detta var bara svolítið skondið að við skildum báðar lenda í þessu.

Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2008 kl. 13:04

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymmerei mín ég er mjög passasöm og hef til dæmis aldrei kerti þar sem litlu börnin eru nálægt, svona bara gerist örugglega til að minna okkur á eitthvað eins og Jónína segir.
Þetta eru glæsilegir drykkir, en held ég afþakki slíkt.
Knús til þín Milla

Dóra mín þú veist nú hvernig þetta gamla fólk er
I love youMamma.

Halló bryggjuhverfi Húsavík hér, já ekki hefði ég viljað ganga með fjögur börn.
Knús í helgina þína
Milla.

Nafna mín í eyjum já enda þakkaði ég fyrir það, eins gott að hafa hugann við það sem maður er að gera.
Knús í þína helgi
Milla.

Sömuleiðis Hólmdís mín.
Knús
Milla.

Erna mín nei ég á ekki fjórbura, en er þær fæddust þessar yndislegu stelpur þá átti þjóðin þær okkur fannst öllum þetta vera viðburður.
knús í helgina þína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2008 kl. 13:14

14 Smámynd: Erna

Klukkan hvað átti ég að koma í kaffi til þín á morgun  Góða helgi Milla mín og Gísli

Erna, 1.11.2008 kl. 14:33

15 identicon

Kertaljós ... varstu í rauðum klæðum??

Hafðu það gott dúllan mín - kærar kveðjur!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:17

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert ævilega velkominn Erna mín, það verður nú að verða einhvern tímann sem þú kemur í veislu til mín.
Knús
Þín Milla.


Hva!!! rauðum klæðum, ég er núna í rauðum bol.

knús til ykkar í góða helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2008 kl. 17:19

17 Smámynd: Líney

knúsiknús

Líney, 1.11.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.