Fyrir svefninn.

Merkilegt með þessar minningar, ég var til dæmis að
reyna að rifja upp hvað ég hefði fengið í jólagjöf er ég
var stelpuskott, en man nú frekar lítið, jú fékk einu sinni
dúkkuvagn.
Eitt sinn, hef verið svona 9 ára þá var Ingvar bróðir mömmu
að koma frá Ameríku hann var á Tröllafoss og lá hann á legu
út frá Laugarnesinu, Kvöld eitt stóð eitthvað til þeir pabbi og
Ingvar frændi voru að fara eitthvað, þeir bjuggu sig mjög vel.
Ég spurði hvert eruð þið að fara? við erum að fara út í skip og
ná í vörur síðan fóru þeir með árabát út í skip komu mjög seint
aftur tilbaka, ég löngu sofnuð, en er ég vaknaði morguninn
eftir var það fyrsta sem ég mundi að þeir karlar hefðu farið út í
skip.
Ég dreif mig í föt og fór að athuga hvað þeir hefðu komið með
jú auðvitað var búið að fela jólagjafirnar sem hann hafði keypt
en ilmurinn af eplum og appelsínum var yndislegur um allt hús
þessu man ég eftir, en ekki hvað ég fékk í jólagjöf þetta árið.

Aftur á móti man ég vel hvað ég fékk svona 11-12 ára.
Pabbi var þá núkomin að utan og vissi ég vel að undir
hjónarúmi var ferðataska með gjöfunum okkar krakkana og
var ég auðvitað búin að kíkja í töskuna í henni voru
listdansskautar og dúkka í æðislegum ballerínukjól. Nokkru
seinna spurði mamma mig hvort ég vildi fá í jólagjöf skauta eða
dúkku? ég vildi fá dúkku vissi hvort eð er að ég fengi einnig
skautana. Ég var nefnilega mikið á skautum, þá var maður á
skautum á tjörninni í Reykjavík.

Dúkkuna átti ég í mörg ár, var búin að eiga öll mín börn er
hún eyðilagðist, man ekki hvernig.
Svona er nú það.

                              Góða nótt
Heart Sleeping Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt ljúfust...En áður svona eftir á hyggja eignaðist yngsta systir mín fallegan dúkkuvagn svona óforvarendis. Ég spurði auðvita hverju sætti? af hverju ekki ég? Þá hafði einhver sagt mig svo óþekka? Hataði þenna "einhvern" langt fram á fullorðins ár.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún var líka yngst og þau hafa mært hana meir en þig.
Annars ertu svolítill stríðnispúki sem ég tel vera kost kannski það hafi farið í þennan einhvern.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða nótt elskan mín og enn og aftur til hamingju með englana okkar.
mamma sem elskar ykkur afar heitt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín þau voru heldur ekki minn uppáhaldstími eftir að ég fór að hafa vit, en núna nýt ég þeirra í botn með mínum elskum.
Ljós til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 20:52

6 identicon

Takk enn og aftur og góða nótt kæra Milla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gaman að rifja svona upp. 

Góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 12.12.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég man eftir að ég fékk einu sinni DÚKKU,og vá ég elskaði hana og átti hana lengi ,það mátti engin koma við hana .Skrifað með stóru því ástin á henni var svo mikil Knús á þig og þína Milla mín Ruglan í vestrinu

Ólöf Karlsdóttir, 12.12.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góð upprifjun Elskuleg.. Bestu gjafirnar voru auðvitað samveran hlýjan og sögurnar sem voru sagðar. Dúkkan og stellið var voða gaman að fá en það fór svo mikil orka í að passa að hvorugt yrði fyrir hnjaski, sem jú endaði þannig því litla systir mín stútaðu hvort tveggja þegar ég var ekki heima... En sögurnar og minningarnar þær búa en í sálinni, sem notaleg minning.  Góða nótt Milla mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 12.12.2008 kl. 22:27

10 Smámynd: Erna

Það getur verið gaman að rifja upp gamlar minningar. Ég man eitthvað lítið eftir jólagjöfum frá bernskunni. Skrýtið þegar ég fer að huga um það. En ég man eftir mörgu öðru frá jólunum, piparkökuilmi, eplailmi, dásamlega hrein rúmföt og ný náttföt og yndislegum hátíðleika. Takk fyrir þessa færslu Milla mín hún fékk mig til að rifja upp fallegar stundir með ástvinum sem nú eru farnir, en í dag eru einmitt 16 ár frá því mamma dó, en hún var yndisleg og elskaði jólin og henni tókst alltaf að gera jólin okkar svo dásamleg, þó ekki hefði hún mikinn aur til að spila úr. Guð gefi þér góða nótt elsku Milla mín.

Erna, 12.12.2008 kl. 23:13

11 Smámynd: Heidi Strand

Þetta voru góðir tímar og það sem við áttum sameiginlegt var að gleðjast yfir litlu og Það er mikið gjöf.

Heidi Strand, 12.12.2008 kl. 23:30

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2008 kl. 00:24

13 identicon

Dásamlegar þessar æskuminningar. Verst hvað maður man lítið af þeim:=) Éigðu góða helgi og megi jólaandinn umvefja þig og þína... Góða nótt INGA

Hindin (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegar svona minningar.....mínar fóru á fullt, bara við lesturinn á þínum

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:00

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir. Hér er stillt og gott veður í dag snjór yfir öllu, allavega lítur það þannig út séð úr glugganum  á tölvuverinu
héðan sé ég niður yfir bæinn og hluta af höfninni.

Ljós til þín Ásdís mín

Þakka þér sömuleiðis Einar og ljós í daginn ykkar

Knús og ljós til þín Hólmdís mín

Já það er auðvelt að elska það sem maður fær, en skemmtilegra að
muna eftir góðum stundum.
Ljós til þín Ólöf mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 08:41

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var nú málið Sigga mín enda man ég bara ekki eftir svo mörgum jólagjöfum miklu frekar því sem gerðist fyrir og eftir, en merkilegt með skautana og dúkkuna man það nú trúlega að því að ég notaði skautana svo mikið, en næstu jól á eftir man ekkert.
Ljós til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 08:45

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý þú ert nú svo ung elskan að þú manst meira en ég
Ljós til þín ruglan mín

Elsku Erna mín yndislegt að þú skulir eiga svona minningar og mamma þín hefur verið yndisleg kona og ég veit að það koma stundir er þú saknar hennar elskuleg, en þú veist að hún er bara rétt handan við glæruna svo þú getur talað við hana. Ég tala alltaf við pabba minn
Það er svo notalegt.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 08:51

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Heidi mín það tíðkaðist ekki að gefa mikið í jólagjöf, enda er ég var að alast upp þá var ósköp lítið til í búðunum.
Ljós til þín ljúfust

Ljós í þinn dag Katla mín

Sigrún mín það er gott að leyfa minningunum að fljóta, þær fylla mann gleði
Ljós í þinn dag ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 08:56

19 Smámynd: Ásgerður

Ég man eftir kjól sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var 7 eða 8 ára,,fannst hann svo fallegur og leið eins og prisessu í honum. Vildi að ég ætti hann enn.

Var hann ekki eitthvað tengdur mér þessi Ingvar (kannski langafi minn)?? Þori varla að spurja, því ég er svo mikill kjáni í ættfræðinni  Það eru svo margir "Ingvarar" í familíunni.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 13.12.2008 kl. 10:25

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín gott að þú manst eftir fallegum kjól, en þú ættir nú kannski að fá að skoða gamlar myndir hjá mömmu þinni eða Erlu frænku þinni þá sæir þú hvað við vorum flottar er við vorum litlar.
Þær voru líka snillingar að sauma mamma mín amma þín hún Unnur og Inga frænka.

Elskuleg hann Ingvar var langafi okkar í móðurætt, Þorgils afi pabbi mömmu var sonur hans og Unnur amma þín var dóttir hans svo við erum heilmikið skildar. Við Erla systir mömmu þinnar erum jafn gamlar.
Vertu svo ekkert feimin við að spyrja ég var nú orðin nokkuð stálpuð er ég vissi hvaðan ég var ættuð, mamma talaði aldrei um ættfræði.
Svo bið ég hjartanlega að heilsa öllu fólkinu þínu er þú hittir það Ásgerður mín.
Ljós í daginn þinn ljúfust
Þín frænka Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband