Að gefa matinn frekar en að henda honum.

Auður  Proppe ásamt okkur nokkrum hafa verið að ræða
um þann mat sem hent er í ruslið í Verslunum, sjoppum og
veitingastöðum. Auður sýndi mynd af matarhrúgu sem dóttir
hennar fékk á síðasta söludegi og er bara allt í lagi með þennan
mat, hægt að frysta hann og borða eftir hendinni, en þetta var
reyndar í Skotlandi.
Jónína kom einu sinni seint inn á veitingastað og var þá verið að
gefa þeim sem minna mega sín mat sem átti hvort eð er að fara
í ruslið, bara yndisleg hugsun á bak við þetta.
Ég hef líka oft talað um bestu sjoppu landsins, Hamraborg á
Ísafirði, þeir sem eiga þá sjoppu eru bræður tveir, algjörir gullmolar,
smyrja allt sitt brauð sjálfir svo er þeir týna út það sem á að fara í
ruslið, gefa þeir þeim sem þurfa á því að halda brauðið og frítt kaffi
með.
Það mættu nú kannski fleiri hugsa svona og örugglega eru það einhverjir
maður veit bara ekki um það.

En það sem Auður var að tala um er að þessi matur væri betur komin
í hjálparstofnanir heldur en í ruslinu.


Það er ekkert að þessum mat, við erum að kaupa mat úti í búð og setjum
hann svo í kistuna og þaðan er hann tekinn löngu seinna.

Svo verð ég nú að leiðrétta mig síðan í fyrri færslu, sagðist vera að fara á
fimleikasýningu kl 13.00, en nei hún er á morgun kl 12.00,en í dag er
ljósálfurinn minn að syngja með kórnum og spila á flautuna sína í
stéttarfélagskaffinu kl 15.00 svo ég verð það í dag.
Endilega ætla ég að biðja ykkur að segja ekki hvað ég er orðin kölkuð,
en ég meina sko, maður getur ekki haldið reiður á þessu öllu.

Knús í krús
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það fer örugglega mikill matur til spillis frá heimilum og veitingastöðum, væri yndislegt ef hægt væri að nýta betur, ég reyndar hendi aldrei neinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Milla mín og ljúfar kveðjur inn í helgina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:44

3 identicon

Hafðu það gott Milla mín og njóttu tónleikanna með ljósálfinu þínum.

Krúttkveðjur

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það mætti fara betur með, en við sem hendum ekki mat þurfum ekki að hugsa um þetta, heldur þeir sem þurfa að henda fullgóðum mat vegna krafna um síðasta söludag þeir mundu gera eitthvað við þennan mat sem kæmi sér vel fyrir þá sem minna mega sín.
Tónleikarnir voru yndislegir mun ég segja nánar frá því í kvöld.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Já þetta er þörf áminning fyrir mörg heimili. 

Kærleikur og ljós til þín Elskuleg

Sigríður B Svavarsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:42

6 identicon

Tek undir hjá Sigríði þetta er meira en þörf áminnig.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til ykkar Sigga og Hallgerður.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband