Fyrir svefninn.

Þegar ég var stelpuskott var ég svo rík að eiga langafa og
stjúplangömmu þau áttu heima í Hafnafirði, nánar til tekið
á Strandgötu 45. þá rann nú bæjarlækurinn bara rétt við húsið
og það var hraun í litla garðinum sem var fyrir ofan húsið.
Uppi á lofti hjá þeim bjó afasystir mín með sín börn sem
voru Ingvar, Erla, Rúna en held að yngsti bróðirinn hafi fæðst
annarstaðar, man það ekki svo gjörla.
Við Erla vorum jafn gamlar og vorum oft í eins fötum sem að
sjálfsögðu voru heimaunnin eins og allt í þá daga.
Minningarnar um heimsóknir okkar í fjörðinn eru bara yndislegar.
Man aldrei eftir öðru en góðu veðri og svo vorum við Erla góðar
vinkonur.
Húsið sem langafi átti var kjallari hæð og ris, ekki stórt en
yndislega hlýlegt hús, en var látið víkja fyrir einhverja vitleysu
eins og svo mörg önnur.

Í dag var bakstursdagur hjá okkur, það voru bakaðar piparkökur,
gyðingakökur, hjónabandssæla og hvít randalína, svo verður klárað
að baka er Dóra mín kemur heim á morgun, sko hingað heim.

Litla ljósið er búin að vera eitthvað slöpp og vildi hún frekar koma
til ömmu í dag og kúra, heldur en að fara með mömmu sinni í bæinn.
Mikið rétt mín var nú ekki alveg eins og hún á að sér að vera, hún
vildi ekki vasast í smákökunum með frænkum sínu heldur kúrði bara
og horfði á Garðabrúðu og átti ég helst að vera með henni.
Eigi þótti mér það nú leiðinlegt að hvíla mig smá.

Síðan hringdi Milla mín og bauð í mat og var það pitzzu veisla.

Læt eitt fljóta með eftir Magnús Ásgeirsson.

               Spurnir

Hví er leiðin svo örðug og löng til hins sanna,
Þótt liggi það rétt við veginn?
Hví er um anda og athafnir manna
álagahringur dreginn?

Hví er fegursta gullið í fólgnum sjóði
og forboðna eplið sætast?
Hví er hugsunin vængstýfð í orði og óði
og óskin, við það að rætast?

                                       Góða nótt
HeartInLoveHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég fór stunum í Hellisgerði sem krakki og það var alltaf sól.

Góðan nætursvefn Milla mín eftir amstur dagsins.

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín sömuleiðis ég hafði það nú frekar rólegt að mínu mati.
Já fannst þér það ekki alltaf gott veður í Hafnafirði.Ljós og gleði til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 21:34

3 identicon

Afi minn og amma bjuggu í Hafnarfirði en ég var því miður aldrei svo heppinn að fá að hitta þau blessunin.  Kannski þess vegna sem ég hef haft taugar þangað.  Maður fær svona tilfinningu sem erfitt er að útskýra.  En það er líka frábært að vera í Mosó. Er samt búinn að ákveða að búa þar einhvern tímann.  Annars langaði mig að segja þér Milla mín að á hverjum degi bíð ég eftir kvöldsögunni þinni.  Endilega haltu þessu áfram.  Segi svo eins og Ía, eigðu góða hvíld í nótt.  Kærleikskveðjur norður yfir heiðar í Víkina frá okkur fjölskyldunni.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt Milla mín og vonandi hressist ljósið þitt litla.

Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eftir gengin ævispor, ótal myndir geymast.Takk Milla mín að deila þessu með okkur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 15.12.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Langamma mín og langafi áttu heima á Skúlaskeiði í mörg mörg ár, ég man bara eftir hellisgerði sem fallegum góðum stað til að labba um.

Langafi minn, Erlendur Indriðason var fisksali í Hafnarfirði í mörg ár.

Ég er gaflari í aðra ættina og noðlensk líka.

Kv í Húsavík frá kuldanum á Spáni, Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Einar minn og gaman að heyra að þú berð hlýjar tilfinningar til Hafnafjarðar, Ég hef ætíð sagt að þurfi ég að flytja suður þá muni ég búa í firðinum og það í gamla bænum, en vona bara að ég geti verið hér þar til yfir líkur
Kveðja í Mosó sem er einnig yndislegur bær.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:30

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín það ætla ég að vona þau eru nú fljót að ná sér þessi litlu skinn.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:32

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Anna ragna mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:32

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín besta dagurinn var bara yndislega ljúfur eins og ég sagði þér í gær þá ættu allir bara að njóta þess að vera saman þó mikið gangi á.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:34

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín kannski erum við bara frænkur eftir allt.
ljós til þín skjóðan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:36

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir hafa nú örugglega þekkst gömlu mennirnir, það var allt svo lítið í þá daga.
Ljós í kuldann þinn Brynja mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:38

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku stelpan mín ertu bara komin heim svona snemma
Við vorum líka södd í gærkveldi eftir Pitzzu veislu hjá Millu, ÆÐI GOTT.
Hlakka til að sjá þig í dag.
Mammaallir elska þig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband