19. desember.

Fyrir x mörgum árum var ég á sjúkrahúsinu í Keflavík nánar
til tekið á fæðingardeildinni, þar lagðist ég inn að morgni
18. des. og var sett í dripp,  náttúrlega engdist ég sundur
og saman, því það er afar erfitt að eiga barn í drippi
hríðarnar eru miklu harðari.Tounge
Hún var nú ekkert á því að koma í heiminn þessi litla dama
mín fyrr en að morgni 19 des. þá fæddist þessi elska hún Milla mín.
Elsku stelpan hennar mömmu sinnar til hamingju með daginn
og takk fyrir að vera það sem þú ert, bara yndisleg.

Þegar hún var nokkra klukkutíma gömul var hún nærri köfnuð
og kom það ekki í ljós fyrr en seinna að í fæðingu lagðist saman
lunga hún lenti svo inn á barnadeildina mánaða gömul, var þar
í næstum tvo mánuði allt í allt og ætla ég ekki að lýsa þeirri sorg
sem í mér bjó yfir þessu þá var það þannig að ég mátti koma
um helgar tvisvar á laugardegi og sunnudegi, þetta var ekki að
gera sig hjá mér, en einhvernvegin komst ég í gegnum þetta,
enda með Dóru mína 10 ára og Írisi 4 ára heima.

Milla mín var alltaf veik fyrstu 2 árin, ekki mátti hún fara út í fína
vagninn sinn sem ég var búin að kaupa fyrir hana, þá var hún
orðin veik, en hún komst yfir þetta og varð hin hraustasta stelpa.
Dóra mín og Milla hafa ætíð verið afar nánar og tel ég það hafa
skapast út af því að Dóra sem var 10 ára tók alveg ástfóstri við
litlu systir sína sem var alltaf veik.
Enn þá dag í dag eru þær alveg spes góðar systur og kærleikurinn
mikill, bæði á milli þeirra, Ingimars og stelpnanna þeirra.

Elsku Milla mín mamma elskar þigInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með Millu þína elsku Milla mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með Dóttir þína Milla mín og hafið góðan dag öll sem eitt

Brynja skordal, 19.12.2008 kl. 13:17

4 identicon

Hjartans hamingjuóskir með hana Millu þína!

Vona að þið eigið yndislegan dag!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með Millu þína

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 13:43

6 Smámynd: Erna

Knús og hamingjuóskir frá mér Milla mín

Erna, 19.12.2008 kl. 14:18

7 identicon

Til hamingju með dóttir þína Milla mín,ein spurning af hverju fyrir xxx mörgum árum?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ynnilega til hamíngju með Milluna þína, Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 19.12.2008 kl. 14:56

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk stelpur mínar fyrir hamingjuóskirnar.
Langbrókin mín það er auðvitað ekkert leyndarmál fyrir hvað mörgum árum, það er fyrir 37 árum hún þessi elska er fædd 1971.

Ljós og kærleik til ykkar allra

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2008 kl. 15:39

10 Smámynd: Vilborg Auðuns

Til hamingju með skvísuna þína ;-)

Kærleiksknús 

Vilborg Auðuns, 19.12.2008 kl. 17:05

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Segi eins og Hallgerður af hverju xxx mörgum árum hehehhe

Innilega til hamingju með daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:39

12 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já svona var þetta fyrir xx árum, til hamingju með dóttluna,kvirr og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.12.2008 kl. 20:47

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hættið nú að gera grín að mér fyrir x.in búin að svara þessu fyrir 37 árum síðan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2008 kl. 21:21

14 identicon

Innilega til hamingju dótturina kæra Milla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband