Fyrir svefninn.

Má til með að tala við sjálfan mig um er ég heimsótti hana
ömmu mína er ég var ung stúlka.
Jórunn amma mín var mektarkona mikil og gaman var að
spjalla við hana um allt milli himins og jarðar.

Er ég kom í heimsókn spurði hún áttu sígarettu elskan mín?
Ég sagði auðvitað já, því þá reykti ég.
Ég vissi alveg að hún átti sígarettur, en hún átti að vera hætt
svo hún vildi ekki viðurkenna að hún ætti þær, hún lét mig
ætíð hafa fyrir pakka er ég fór og eigi var hægt að andmæla því.
Hún hellti á kaffi og bar það inn í stofu fengum við með því
konfekt, settumst við síðan niður í sitt hvorn djúpa stólinn
á milli var voða flott borð innlagt fílabeini.

Drukkum kaffi átum konfekt og reyktum, en það var ekki
aðalmálið heldur að spjalla ég spurði hana spjörunum út
um hennar líf og gömlu daganna hún rak úr mér garnirnar
með kjaftasögur bæjarins.
Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa reyndar líka.
hann var besti karl í heiminum og hef ég talað um hvað ég
lærði af honum.

Úr vísnabókinni

Fjórar þenkingar.


           1

Óeigingirni
er með sanni
yndisleg dyggð
hjá öðrum manni.

           11

,,Sannleikur varir
lengur en lygi".
--Máski er það brúkun
á misjöfnu stigi.

          111

Nú gerast vorkvöldin græn og hlý,
en geðslagið meyrt og ört:
Telpur á sveimi út um borg og bý
með bráðskotnum drengjum, sem eru á ný
að reyna að koma einhverjum orðum að því,
sem er örðugra sagt en gjört.

             1V

Að hafa síðasta orðið er undur létt,
ef menn kunna bara að tala rétt.
Sú tækni nær jafnan tilganginum
að taka ekki næstsíðasta orðið af hinum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Linda mín.
Þín Milla

Búkolla mín takk fyrir mig og sömuleiðis, mundi eigi vilja missa Búkolluna mína og vonandi hittumst við einhvern tímann.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ömmur eru æði. Ég er ferlega léleg amma, alltaf að vinna og svona en reyni að hitta stelpurnar mínar eins oft og ég get. Góða nótt, Milla mín.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já mín var alltaf heima og það er ég líka, en væri að vinna ef ég gæti.
Knús til þín helga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín .Knúsý knús ,Óla úr Gervahverfi

Ólöf Karlsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:46

6 identicon

Ég náði því miður ekki að kynnast ömmum mínum eða öfum. Það hefur mér alltaf fundist afskaplega leiðinlegt. Móðurafi minn lá á sjúkrahúsinu á Húsavík þegar ég fæddist og fékk að halda á undirrituðum í fanginu. En hann lést um 2 mánuðum eftir að ég fæddist. Kannski hefur hann hugsað, eftir að hann sá mig, að núna væri í lagi að kveðja þennan heim fyrir annan. Nei ég segi svona, bara til að halda fallegri minningu. Hafðu það gott Milla mín og góðar kveðjur til ykkar. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sakna oft ömmu minnar, við vorum góðar vinkonur en hún lést þegar ég var 17 ára.

Góða nótt mín kæra

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 01:38

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig elskurnar og Einar minn hann afi þinn vakir yfir þér vertu viss.
Knús kveðjur í daginn ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 07:56

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við amma mín reyktum smávindla saman og stundum fengum við okkur sherry.  Ógleymanlegar stundir enda miklar vinkonur.

Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband