Fyrir svefninn.

Jæja við gamla settið fórum til læknis í morgun, það heyrir
til undantekninga, erum aldrei hjá lækni, en merkilegt að
Gísli minn þarf að fara til Augnlæknis, þarf örugglega ný gleraugu
og svo þarf hann að fá sér heyrnatæki sem er ekkert tiltökumál
fyrir mann á þessum aldri, " kornungur".
Blóðprufu í fyrramálið er verið að fylgjast með nýrunum út af
meðali sem hann tekur. En svo á hann að fara í höfuðmynd
sem síðan öldrunarlæknir mun lesa úr, þetta kemur allt í ljós.

Nú ég byrjaði að romsa úr mér við þessa elsku, sko lækninn
allt sem mér finnst vera að og þar var nú efst á blaði að ég var
farin að pissa niður og það helst á nóttunni, sko ekki í rúmið
heldur er ég steig framúr til að fara á Wc,
en þó hefur það komið fyrir á daginn og er það ein af
aukaverkununum með þessu lyfi sem ég var látin á eftir jól,
það á að hjálpa taugaendunum sem fastir eru í þessum tveim
brjósklosum sem eru þarna til staðar og búin að vera í mörg ár,
núna allt í einu þurfti það að krækja sér í svona enda til að kvelja
mig, honum leist þannig á að nú verður
talað við bæklunarlæknir á Akureyri til að biðja hann að dæma um
hvort það sé eitthvað hægt að gera, áður hef ég fengið þau svör
að ég væri ekki efni í uppskurðarkandídat, en hver veit, tækninni
fleygir ávallt fram.
Nú ég fékk annað lyf sem er bara tilraun hvort ég þoli betur en hitt.
Það er nefnilega þannig að líkami minn hafnar ansi mörgum lyfjum
svo oft er staðið á gati.

Við fórum nú aðeins heim í kaffisopa er þetta var búið
Fórum síðan í apótekið, pósthúsið og svo í Kaskó, heim í hádegissnarl

Stóra ljósið kom í heimsókn að vanda og er það bara yndislegt.

Eitt ljóð eftir Gísla Stefánsson, Mikley
(1900-1953)

Hér ei brestur rauða rós,
runnar flestir anga.
En fyrir vestan og út við ós
er þó best til fanga.

Ástin mín var ung og smá,
aldrei festi rætur.
Vakti bara bros og þrá,
bauð svo góðrar nætur.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þér ekki dottið í hug að hafa bara kopp við rúmmið

Svona eins og í gamla dag

Milla jr (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: egvania

Milla jr uss svona talar maður ekki við hana mömmu sína.

Milla mín geturðu ekki fengið einhvern járnsmiðinn til þess að smíða fyrir þig svona rennu, þú sest framan á rennuna og allt pissið fer sína leið.

Knús kæra vinkona og góða nótt

egvania, 2.4.2009 kl. 22:07

3 identicon

Þetta er nú nokkuð góð hugmynd hjá stelpunni þinni en ég held að það hafi nú aðallega verið karlarnir sem notuð koppinn.

Vonandi verðu þetta vesen úr sögunni þegar þú tekur inn nýju lyfin. Það er nú meiri hvað öll lyf valda miklum aukaverkunum. 

Knús og ljós til þín inn í nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og knús, hvað er að þessu?? margir hafa við þvaglegavandamál að stríða er þetta ekki bara svipað??

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.4.2009 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Milla mín elskan þú færð koss fyrir þessa uppástungu er við sjáumst í kvöldmatnum.
Knús til þín bestust.
Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 06:44

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður sko þið eruð eð afar góðar uppástungur þú og Milla.
Rennu þú meinar svona sem ég get bara dregið fram þegar ég þarf
EN eitt er gott að ekki vantar húmorinn í ykkur.
Ljós yfir til þín elskan

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 06:46

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er það ekki, auðvitað voru það karlarnir.

Já Jónína mín vonandi lagast þetta annars verð ég að hætta á þeim,
veit ekki hvort það skiptir einhverju máli jú ég er kvalaminni um miðjan daginn, en nóttin og morguninn eru horor.

Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband