Fyrir svefninn.

Vitið þið að mér finnast fréttir hundleiðinlegar þessa daganna.
það eru þingmennirnir og ráðherrar sem fara upp og niður á
listum vegna útstrikana.

Ekki ætla ég nú að óskapast yfir svínaflensunni sem heitir í ár
H1N1, síðast hét hún eitthvað annað, en þá var það víst
fuglaflensan eða hvað þetta er nú búið að heita aftur í árin.

Dagar Líf eru taldir, það er miður, en hvað voru þeir margir?

Þeir taka því bara rólega í stjórnarmyndunarviðræðunum,
er ég nú ekki afar ánægð með það, en það skiptir engu máli
er hvort eð er bara smá peðW00t Ég sem aldrei get þagað.

                              Ættfræðin
   (Og sýnishorn af dapurlegum örlögum eiginmanna)

Tvær farandkonur, Gróa og Rósa, fundust eitt sinn á förnum vegi.
Þær tóku tal með sér. Gróa var mjög dauf og dapurleg í orðum og
allri framkomu en Rósa að sama skapi kotroskin og málhvöt og
mest fyrir svörum.
Hún spurði Gróu hvort hún væri gift.
,,Já," svarar Gróa, ,,gift var ég en hann er dáinn, maðurinn minn."
,, Hvernig dó hann?" spyr Rósa.
,, Á sinni sóttarsæng," segir Gróa hálfkjökrandi.
,, Það var hörmulegur dauðdagi," segir Rósa.
,, En hvernig dó maðurinn þinn?" spyr Gróa.
,, Hann var hengdur," svarar Rósa og er hin hreyknasta.
,, O, Það var hörmulegt. Barstu þig ekki óskaplega illa?" Spyr Gróa.
,, Ho -nei, langt í frá," svarar Rósa. ,,Ég sagði bara: hiss upp og
hiss upp, aldrei grét hann Eyjólfur minn um dagana sína.
En nú skal ég segja þér nokkuð. Veistu að við erum skyldar?
,, Ekki veit ég það," gegnir Gróa.
,, Jæja það er nú samt svo," segir Rósa.
,, Hún feðra þín og mæðra mín voru systra og bræðra, feðra og
mæðgna, svo tek ég einn úr þér og annan úr mér, og þá erum við
óskakkir þrímenningar."

Þetta er tekið úr bókinni  Heimskupör og trúgirni. JónHjaltason.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla þó hvernig er þetta með þig og það svona rétt fyrir svefninn ertu að skrifa um Gróu og Rósu er það Gróa á Leiti og hin konan, nei Milla mín nú vantar vöndinn á stelpuna og það heldur betur.

gustarina.

gustarina (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ha hvað ertu að meina elskan, (ég tók þessa sögu eins og ég tek fram)
úr bók sem heitir Heimskupör og trúgirni. Jón Hjaltason tók saman.
Mér finnast svona sögur afar skemmtilegar.
Knús til þín Gustarína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 07:02

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigðu góðan dag Sigrúm mín
Kveðja

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.