Hvað er ást?

Merkilegt, en ég hugleiði það núna á hverjum degi,
HVAÐ ER ÁST?
Mér finnst hún merkilegt fyrirbæri, vegna hennar mörgu myndar
sem hún birtist fólki, já fólki á öllum aldri.

Ástin á börnunum sínum er að mínu mati sú heitasta sem til er
svo er það kannski ekki svo hjá öðrum, en hjá mér eru börn,
tengdabörn, barnabörn í fyrsta sæti ég ber til þeirra ótakmarkaða
og að ég vona kröfulausa " ÁST"
Já þetta með kröfulausa, er svolítið erfitt að skilgreina því það sem
mér finnast ekki vera kröfur getur þeim fundist það vera.
Allavega elska ég þau út yfir allar víddir og ég fyllist hamingju
alla daga yfir því að eiga þau.

Svo getur maður verið ástfangin í lífinu, það er yndisleg tilfinning,
horfa á náttúruna sameinast henni og njóta, upplifa sig frjálsa.
Þá tilfinningu upplifi ég á hverjum morgni er ég sest niður til að
borða morgunmatinn, morguninn er minn besti tími og ekki
skemmir útsýnið sem ég hef.

Ást í samböndum hvort sem er um hjónabönd, sambúð eða bara
saman, að ræða þá er það svo margvíslegt.
gömul og gróin hjónabönd eru annaðhvort orðin svona vani sem
báðir aðilar gera sér eiginlega ekki grein fyrir, en er bara allt í lagi.
Svo hjónin sem eru endalaust ástfangin, ég sé eiginlega ekkert
yndislegra en þá sjón, er ástfangin hjón eru úti að versla, ganga,
og bara í daglegum störfum, tillitsemin og gleðin er alltaf í fyrirrúmi.

Sambúðarfólk á auðvitað einnig þessa sælu, að sjálfsögðu fer þetta
bara eftir fólkinu sjálfu, því hjónaband skiptir engu í sambandi fólks.

 Þeir sem eru bara saman eins og ég og Gísli, er bara flott, það er
kröfulaust samband, en það ríkir tillitsemi og við skiptum með okkur
verkum og njótum fjölskyldunnar saman.
Það góða við þetta samband er að við höfum aldrei ruglað reitum
hvorki peningalega eða á annan hátt, en rekum heimilið saman og
allt er skráð í bankanum, eins langt aftur og þarf, svo þegar við förum
handan glærunnar er ekkert að ræða um, allt er á hreinu.

Þetta með ástina, sko ég vill meina að ef manni líður vel með sjálfan
sig og umhverfi sitt þá er maður ástfanginn, þó ekki endilega af
einhverjum manni, en líði manni vel með manninn þá er það bara allt
í lagi og bara gott að eiga félaga.

Mín skoðun er samt sú, að sé maður ekki ánægður þá eigi maður að
breyta til, oft er það erfitt, en í guðanna bænum hugsið fyrst og fremst
um ykkar sjálf.

JÁ OG HVAÐ ER SVO ÁST, SKILGREINIR HVER FYRIR SIG, EN AÐ MÍNU
MATI ER HÚN ÞAÐ AÐ MANNI LÍÐI VEL MEÐ SITT LÍF.
MILLA
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúfar pælingar Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.6.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Falleg skrif Milla!

Rut Sumarliðadóttir, 14.6.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk er þetta ekki nokkuð satt?

Ljós til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2009 kl. 15:54

4 identicon

Sæl, þarf að skilgreina ást? Hún bara er. Ekki satt

Ásrún Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sagt og ritað Ásrún, hún bara er og þá er maður sáttur við sitt líf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2009 kl. 13:37

6 identicon

Ekki lagst á garðinn þar sem hann er lægstur frekar en fyrri daginn.

Dettur samt í hug samtal sem Kiljan á að hafa verið í, og verið spurður um einmitt þetta. Hann mun hafa sagt: Verðirðu spurður, þá ljúgðu maður ljúgðu...Veistu það Milla, það má alveg taka þá umræðu?..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vel mælt hjá Laxnes, sú umræða yrði trúlega nokkuð góð, en telur þú að margir mundu koma fram og segja hið rétta, nei þeir myndu ljúga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2009 kl. 21:32

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað segir ekki í laginu? "Ást, hvað er nú það, er það kannski þriggja stafa orð notað í krossgátu....?"

Fallegar pælingar :)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Hrönn fyrir þitt innlit. Góð setning í laginu, það er endalaust hægt að ræða um þetta orð sem er fallegt í huga sumra, en aðrir afbaka.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband