Virðingarleysi í mörgu fólki

Aðeins að segja frá deginum.
Hér er búið að vera tiltekt í dag, byrjaði reyndar í gær
að snurfusa smá, en í morgun skipti Gísli á rúmunum
þvoði og þurrkaði, ég þvoði úr gluggum og þurrkaði af,
Gísli ryksugaði sófana var ég búin að taka buffið mitt í
gær, nú endirinn var að láta róbótinn um gólfin og það
er nú ekki dónalegt, ég fór í tölvuna á meðan og Gísli
minn endaði á að þvo yfir gólfin.
Mikið var það yndislegt síðan að setjast niður með
kaffibollann og kveikja á kertum og smáljósum, því
það er ekki mikil birta er rigning er og þokan smýgur
yfir allt.
Við vorum með steiktan fisk í kvöldmatinn og komu
þau að borða Milla og Ingimar með ljósin mín.

Dóra hringdi og ætla þær að koma á morgun til að versla.
það verður yndislegt að fá þær þó stutt verði stoppið.

              **************************


Langar aðeins að koma inn á vanlíðan fólks, sem kemur vel
fram í stjórnsemi, illgirni, virðingaleysi, trúgirni og að elta ólar
við það sem það þekkir ekki neitt.
Allt þetta og meira til hlýtur að vera vegna þess að fólki líður
ekki vel.
Hvernig væri nú kæru bloggarar að fara að taka meira tillit til
skoðana annarra, láta sínar í ljós án þess að setja út á
annarra.

Það er einnig annað sem er afar stórt í sniðum á blogginu og
þykir mér það miður, það eru útásetningar, eftirhermur og
illt tal um fólk sem það þekkir ekki neitt, hefur aldrei séð eða
heyrt, hvernig í ósköpunum er þetta hægt, nema að fólki líði
eitthvað illa og fái útrás á þessu sviði.
Hættið þessu kæru vinir, þetta er ekki inn, núna eigum við að
standa saman og vinna gott starf í því að hjálpa hvort öðru.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ertu að mótmæla mótmælendum. Þeir vilja bara réttlæti. Þetta er ansi þröngsýnt af þér.

Stóri sannleikur (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stóri sannleikur, þarna hefði verið nóg hjá þér að spyrja fyrst, fá svar og svo ef ég væri að mótmæla mótmælendum þá að tala um þröngsýni í mér.
Því ég er nefnilega ekki að mótmæla mótmælendum kæri minn.

Það sem ég er að tala um viðkemur bara því sem fram fer hér á blogginu og trúlega veist þú ekkert um það sem ég er að tala um, enda allt í lagi.

Ég hef aldrei verið talin þröngsýn og löngu áður en fólk fór að mótmæla, bloggaði ég um að fólk gerði ekki nógu mikið af því, allir sátu heima í sínu horni og kvörtuðu, áttu bara menn á þingi að vita um það, nei það þarf að láta vita og það með táknrænum hætti.

Ég er samt ekki hlynnt því að menn skemmi og ati eignir okkar auri því við þurfum að borga og sumir fá á sig sektir sem bitnar þá á fjölskyldum þessa fólks.

lestu nú aftur yfir bloggið mitt og þá kemstu að því hvað ég er að tala um, en vonandi þekkir þú ekkert slíkt.
Kær kveðja og takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Kærar kveðjur til þín og þinna, Milla.

Grétar Mar Jónsson, 19.6.2009 kl. 08:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Grétar minn mun skila kveðjunni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.