Hvenær mönnum?

Mávar ógna hvölum við Argentínu

Mávar herja nú á hvali við strendur Argentínu og finnast nú æ fleiri hvalir dauðir.

Þetta kom fyrst fram fyrir 35 árum, en ekki fengustsvör við
rannsóknum þá.

Þetta er frekar óhugnanlegt því ef þetta gerist með hvalina
þessar stóru skepnur, hvað þá með börn og bara fullorðið fólk?

Til dæmis hér hjá okkur hefur komið andapar á hverju sumri
og höfum við gefið því brauð, þær eru mjög spakar og koma
alla leið að dyrunum út á pallinn og gagga á okkur.

Við urðum að hætta að gefa þeim vegna Mávana sem komu
ævilega og hirtu allt brauðið og alveg inn á pallinn komu þeir.
Dæmi eru um að fólk hafi verið með samloku í hendinni og snabb
allt í einu er hún horfin. Ekki gæfulegt.

Svo má ekki kála þessum fjandans fuglum.

Rannsóknir eru hafnar á hvernig er hægt að útríma þessari hættu,
Gaman að vita hvað kemur út úr því.

Vísindamenn telja að stóraukin losun úrgangs frá fiskvinnslum dragi að
Mávinn, en að honum hafi fundist hvalspikið girnilegra.

Tel þetta nú ekki góða skýringu, man nú þegar allar stíur voru fullar af fiski
bræðslan á fullu og þar var náttúrlega allt fullt af úrgangi, út um allt land
og ekki síst í Hvalfirði, þá var bara þessi fjandi þar í úrganginum, hann sótti
ekki í hvalina.

Annars hvað veit ég, þó ég hafi verið í nándinni alla tíð.
mbl.is Mávar ógna hvölum við Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.