Þvílíkur dagur og kvöld.

Sko morguninn var yndislegur, og undirbjó ég mig vel
fyrir daginn sem ég vissi ekki hvernig yrði, en viti menn
eigi varð ég fyrir vonbrigðum.

Ég fór til hennar Klingenberg og vissi ekki hverju ég átti
von á, en hún miðlaði til mín því sem ég er búin að vera
að berjast við síðan ég var barnung, ég hef verið að vinna
með þessi mál en mundi svo margt er hún fór að tala um
þetta. okay búið mál og komið í ruslið.
Og hún sagði mér svo margt sem á eftir að gerast í
sambandi við mína heilsu, og mun ég segja ykkur frá því
er það gerist, en innan tveggja ára mun ég verða eins
og ný kona og munið það nú með mér.

Hún minntist á barnabörnin mín sem eru hér norðan heiða
og líkaði mér vel það sem ég heyrði.
Hún talaði einnig um mál sem ekki er hægt að greina frá
að svo stöddu, en mun gera það eftir því sem þau gerast.
Maður umflýr ekki örlög sín, en á ekkert að vera að velta
sér upp úr þeim dags daglega.


Það stórkostlegasta var partý í versluninni Töff föt en
eigandi hennar fékk þau hingað Klingenberg, Begga
og Pacas, þeir voru með námskeið í matargerð af ýmsum
toga, en í partýinu voru þeir að tala við og skemmta fólki
hún Sigga leifði fólki að draga spil eftir að hafa hugsað sér
eina ósk svo fengu allir heillastein þetta vakti svaka lukku
hjá ungum sem öldnum.
Við fengum æðislegt skemmtiatriði sem voru söngkonurnar
Ína Valgerður úr Idol og Bylgja, báðar héðan og við erum
afar stolt af þeim.

Kveikt var bál í tunnu á planinu fyrir framan búðina og ummað
fyrir góðu veðri fram að jólum og mörgu öðru, við dilluðum okkur
og hristum í kringum tunnuna.
Þetta partý byrjaði um 8 leitið og við fórum heim er allt var búið.

Nú er ég búin að gefa skýrslu og eiðsvarið get ég að á bleiku
skýi ég er, og hún Klingenberg er stórkostleg kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til lukku með þennan frábæra dag.

Aldeilis fjör hjá þér ljósið mitt.

Knús í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla ég á að vita hver Klingenberg er en er alveg heimaskítsmát.  Segðu mér meir kona.  Ég ætla að fara til míns miðils þegar ég kem heim og segi frá því ef mér sýnist svo,   Góðar kveðjur inn í nóttina. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jenný mín, dagurinn var bara frábær, og bara það að ég skildi fara þetta í gærkveldi, að ég hefði getu til þess var stórkostlegt.
Sannar að maður getur meir en maður heldur.
Knús í daginn frænka
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 06:44

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ia ég mundi í þínum sporum panta mér tíma hjá henni er heim þú kemur.
Hún les mann alveg niður í kjölinn og maður fær málin beint í æð.
Svo er hún bara svo mikil og flott kona sem sínir manni fram á að maður á að þora að vera maður sjálfur.
Mun segja frá einu í bloggi dagsins, það er svo gott að segja margt núna, svo fáir sem lesa á þessum tíma.
Kærleik til þín elsku Ia mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.