Kann fólk að svara fyrir sig?

Merkilegt þetta með að kunna eða kunna ekki að svara fyrir sig, undanfarið hef ég talað við tvær konur sem báðar hafa sagt að þær kunni eða geti ekki svarað fyrir sig. Skil þetta afar vel, hef lent í þessu, það er að segja ef viðmælandinn er dónalegur, talar niðrandi, hlær að manni, eða gerir lítið úr manni á einhvern hátt, þá fer það eftir því hvernig maður er stemmdur hvort eða hvernig maður svarar.
Ætíð er best að vera diplómatísku, en má jaðra við ósvífin, það hrífur best.

Stundum svarar maður hikstandi eða að maður kemur ekki réttu orðunum að fer að tala um allt annað, en við á,  og endirinn verður sá að manni finnst allt hafa farið úr böndunum og fær samviskubit.
Samviskubit er svona tilfinning sem allir ættu að rífa í burtu og henda eins langt og hægt er og henda henni endalaust þar til hugurinn róast.
Engin ætti að þurfa að burðast með það.

Allt er þetta okkur sjálfum að kenna, við leifum þessu að gerast, stundum að því að við eigi vitum betur, en stundum kunnum við alveg, bara gleymum, en gleymum aldrei því að engin hefur leifi til að niðra annan því við erum öll jöfn.

Kærleik til ykkar allra
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð pæling hjá þér Milla.

Þetta með samviskubitið, ég þurfti að lesa það einmitt núna. Var með nagandi samviskubit vegna einhvers sem er búið og gert og mjög vel hægt að læra af. Það er fáránlegt að láta sér líða þannig.

Þú ert æði.

Olga Björt (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Olga Björt mín, og já það er fáránlegt að láta sérlíða illa út af einhverju sem maður á alls ekki að hafa samviskubit yfir, en því miður þá eru allt of margir sem kveljast vegna þessa.
Við verðum bara að læra, venja okkur á, lífsformið: "Ég ber bara ábyrgð á mínu lífi ekki annarra."

Þú ert líka æði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2009 kl. 08:19

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2009 kl. 10:20

4 identicon

Sko, mér finnst nú oft ferlega leiðinlegt að geta ekki kennt öðrum um hvernig mér líður og hvernig ég bregst við ef einhver er leiðinlegur við mig að mínu mati. Ég vildi að ég þyrfti ekki alltaf að skoða sjálfa mig þegar mér líður illa það er náttúrlega miklu skemmtilegra að fara að finna einhverja vankanta hjá einhverjum öðrum og mikla þá upp fyrir sjálfri mér og tala um þá við aðra.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 11:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð að vanda, þetta er alveg satt og rétt hjá þér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flott Jónína mín, auðvitað væri það þægilegra að kenna öðrum um , klappa svo saman höndum og málið dautt,
en svo þægilegt er það víst ekki.

Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2009 kl. 17:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband