Á þetta við um öll lán?

Skal segja ykkur að vantraust mitt á öllu og öllum í dag er þvílíkt að ég bara spyr, að sjálfsögðu eins og asni: ,,Á þetta við öll lán sem fólk hefur tekið, ekki bara bílalán og húsnæðismálalán?"

Ekkert er einkennilegt við vantraustið, hrunið varð fyrir tæpu ári, vextir voru farnir að hækka þá, en maður tók því bara með jafnaðargeði, en allar hækkanir síðan eru bara ekki að ganga upp hjá hvorki mér eða öðrum,enda óheyrilegar,og svo merkilegt sem það er þá er komið fram við mann eins og það sé okkur að kenna að allt hefur hækkað.

En ég veit að engin getur svarað því hvernig þetta verður, því mér segir svo hugur, að það verði sama sem ekkert sem gert, við verðum bara að láta allt danka og reyna að skrimta. Kannski við gætum farið í hádegisverð í þinghúsið, mér skilst að það sé ekki af verri endanum fæðið þar.

Ekki veit ég hvaða hópur hefur það verst, en öllum líður okkur illa.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn, Guðrún Emilía,Ég rakst á bloggsíðu þína frá því í ágúst 2008, þar sem þú birtir ljóð eftir mig, sem heitir Bæn.Því miður er það ekki hárrétt og langar mig að biðja þig að leiðrétta það um leið og ég þakka þér fyrir að birta það, það er  mér bara heiður og ánægja.Með kærri kveðju,Hrafn Andrés Svona er ljóðið rétt: Skrifuð á blaðverður hún væminbænin sem ég bið þéren geymd í hugskotislípast hún eins og perlaí skelvið hverja hugsunsem hvarflar til þín 

Hrafn Andrés Harðarson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður veit ekkert í sinn haus með lánin það var gott að fá einhvern botn í þetta. Maður reynir að bíða þolinmóður.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hrafn Andrés sæll og blessaður, vonandi hef ég leiðrétt þetta eins og við á,
Fyrirgefðu vitleysuna.

Man ekki hvar ég  leit þetta fallega ljóð augum, þú gætir kannski upplýst mig um það.

Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú ekki bjartsýn Ásdís mín kær.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband