Hvað eigum við í dag?

Hún Klara er 100 ára í dag og hún skuldaði aldrei neitt og var hamingjusöm í sínu lífi, konur þessa tíma skulduðu ekkert, þær sem voru efnaðar þurftu ekki lán og þær sem voru fátækar fengu enga fyrirgreiðslu.
Þessar konur áttu það sameiginlegt að vera skörungar og stjórna vel og vandlega því sem þær áttu, ekki var farið illa með mat eða föt, engu hent og allt nýtt.
Við gætum lært af þeim það er svo satt, en því miður eru þær flestar horfnar frá okkur.

Við skulum muna að við eigum þó alltaf ástina og gleðina sem kemur frá hjartanu.

Hér kemur ástarljóð frá Japan.

Rósirnar las ég
og færði þær heim í hús.
Þær vekja þanka
um skarlatsrauðan litinn
á skikkju elskhuga míns.
Haustregn og snjórinn
valda mér vökunóttum,
frostrósir jafnan
veikbyggðar líkt og ást þín,
hverfa við sólarupprás.

Gróin er gata
sú er þú forðum fórst um
til unaðsfunda.
Kónguló spinnur þar vef
líkan glitrandi tárum.


                     Izumi Shikibu orti

Pétur Hafstein Lárusson þýddi.

 


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Fallegt ljóð

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.9.2009 kl. 21:49

2 identicon

Sæl Milla mín smá kveðja og ósk þér til hana um góða nótt.

egvania (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:28

3 identicon

Taka tvö !!

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:29

4 identicon

Já það er ýmislegt hægt að læra af svona fólki sem gerði mikið úr litlu. Það er heldur ekki svo langt síðan að það var ekki auðvelt að fá lán í banka og engin voru vísakortin. Ég held að maður eyði miklu meira með því að nota kortin, þetta er eitt trixið enn hjá bönkunum til þess að gera mann að þræli sínum.

Knús og kram og hjartans þakklæti fyrir mig.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Góða nótt elskulega Milla sem trúir á hið góða, tel það hið eina rétta líka.

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.9.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín það gerir þú líka, en gaman er að kryfja hinar ýmsu hliðar og þú hefur eljuna og ungan aldur til að gera það.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 06:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

nei það er ekki svo langt síðan Jónína mín, meira að segja man ég eftir húshaldi ömmu minnar og það var skóli að taka eftir þar.

Knús knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 06:17

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín takk fyrir innlitið og kærleik til þín ljúfust mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 06:18

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau eru falleg þessi gömlu ljóð, höfundur þessi dó 1034 og ljóðagerðin nefnist tönkur.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 06:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við skulum muna að við eigum þó alltaf ástina og gleðina sem kemur frá hjartanu.

Þetta er satt og rétt Milla mín, og þessum sannleika skulum við ekki gleyma. Knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2009 kl. 10:13

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Ásthildur mín við gleymum því ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband