Og ég sem elska þetta blað

Get ekki verið án þess, eða hitt þó heldur.  En vitið að ég hef ekki geð í mér þó að ég hefði ráð, sem ég hef ekki til að borga fyrir blaðið. það er alltaf verið að nýðast á  okkur landsbyggðarfólkinu.
Það er svo sem auðvitað að stóru staðirnir fá áfram blaðið heim að dyrum, en við höfum alltaf þurft að sækja það niður í búð.

Hvað halda þessir menn að við séum, moldarkofa molbúar eða aumingjar með hor sem segja bara:,, Allt í lagi við borgum bara," þið eruð búnir að vera svo lengi góðir við okkur." Nei aldrei og ég mun heldur ekki borga fyrir Fréttablaðinu á netinu, hef reyndar aldrei lesið það þar.

Jæja mér er nú alveg sama um það.
birti ykkur eitt fallegt eftir
Magnús Ásgeirsson.

Mig var að dreyma.

Þögnin og ástin
eru systur ---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Ég mætti í svefninum
mjúkum vörum,
---þú varst á förum.

Eg hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þrána og ljóðin.
hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.

En þögnin vægði
samt þessu ljóði.
---þú mátt ekki hneykslast
á heitu blóði.
Mig var að dreyma,
að eg væri kysstur.
Þögnin og ástin
eru systur.


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir fallegt ljóð. Ég sé aldrei fréttabl. þarf að sækja það eins og þú og nenni því ekki. Kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.10.2009 kl. 19:43

3 identicon

Við þurfum ekkert Fréttablað það er nóg að lesa hin blöðin á netinu ef við erum fréttaþyrst. Það er líka hægt að lesa Fréttablaðið frítt á netinu en ég nenni því ekki það tekur langan tíma að hlaðast inn þannig að ég sleppi því bara.

 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála hér, maður les allt sem maður þarf í bæjarblöðunum og svo eru öll hin sem hafa gott aðgengi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.10.2009 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband