Sumir dagar smella bara.

Og það gerðist í dag.

SporðdrekiSporðdreki: Þú munt eiga heillandi samskipti við aðra í dag. Vertu óhræddur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðarinnar.

Í morgun fór ég í þjálfun, síðan heim, lagði mig því ég vaknaði klukkan fimm í morgun svaf alveg yndislega vel til 12, borðuðum síðan. Aþena Marey var sótt á leikskólann hún var hjá okkur í dag og er enn því hún ætlar sko að sofa hjá ömmu og afa, enda er hún ein um alla athyglina hér á þessum bæ.

Svo um fjögur leitið rættist stjörnuspáin, til mín kom vinkona sem ég var eiginlega að kynnast og þakka ég guði og þeirri konu sem kynnti okkur fyrir það, við smullum saman eins og flís í rass.
Ég veit að framtíðin verður björt með henni sem vinkonu.

100_8716.jpg

Fallega stelpan hennar ömmu, sem ætlar að sofa hjá okkur í nótt.

100_8770.jpg

Prinsarnir hennar ömmu í Njarðvík eru nýbúnir að eiga afmæli.

Þessi þrjú eru yngstu barnabörnin, en svo kemur stelpa í janúarlok
mikið er ég rík.

Jæja held að ég fari að vinna í því að koma litla ljósinu í rúmið og
svo sofna ég bara sjálf á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu vöknuð af seinni blundinum Milla mín? Það er alltaf mikið fjör í kringum þig ertu nokkuð farin að baka til jólanna?

RISAKNÚS

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína er ekki í lagi, ég hef ekki sjálf bakað til jóla í mörg ár þær gera það mæðgur Dóra og tvíburarnir þær geta ekki verið án randalínunnar brúnu og gyðingakökur verða að vera á boðstólnum.

Veistu ég lagði mig ekkert í dag, ætla bara snemma að sofa í kvöld.

Risaknús á móti

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2009 kl. 16:29

3 identicon

Ó ég gleymi ekki brúnu randalínunni með mjólkinni síðan á síðustu jólum. Nú, nú enginn miðdegis bjútí blundur!

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband