Myndir frá því í gær

Við fórum út á Tjörnes í gær, nánar tiltekið að félagsheimilinu Sólvangi, þar var markaður og kaffi sala.
Við keyptum flatbrauð sem langamma ljósanna minna bakar, bollur og brauð. Milla bauð okkur svo í kaffi og fengum við vöfflu með rjóma, smáköku og skúffuköku afar gott. Það var einnig svo gaman að hitta fólkið sem kom allstaðar að.

Ég bað Aþenu Marey mína að taka fyrir mig myndir
og hér koma þær.

100_9145.jpg

Þetta er elsku Milla mín

100_9162.jpg

Ingimar minn með litla ljósið þetta er eina myndin sem ég tók
og hún er ekki í fókus, en allar sem hún tók eru fínar

100_9146.jpg

Viktorína Ósk mín, hún er svo yndisleg þessi stelpa.

100_9160.jpg

Milla amma

100_9150.jpg

Óda amma

100_9151.jpg

Dadda langamma, það er nú svolítið mikið að eiga tvær ömmur og
eina langömmu á sama stað, henni finnst það allavega.

100_9153.jpg

Afi, voða kátur með kaffið sitt og daginn

100_9157.jpg

Litla ljósið er algjör snilli og varð endilega að taka mynd af
sykurkarinu

100_9154.jpg

Síðan af gamla góða Termos brúsanum

100_9147_932928.jpg

Og þarna er snillinn, held að pabbi hennar hafi tekið þessa.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð flott öll saman. Góð þessi kaffikanna., ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég sá myndina af henni. Milla þú ert alveg mögnuð ég verð bara að segja það.

Knús í hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan, fannst hann alveg snilld þessi Termosbrúsi, vildi að ég ætti einn í dag, en reyndar set ég aldrei kaffi á brúsa, en gæti verið gott ef það eru að koma margir gestir.
Hún verður efnileg litla ljósið að sjá út þetta myndaefni.

Knús í hús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband