Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hrafn Jökulsson.

Líf mitt hefur verið fjölbreytt,
viðburðaríkt, skemmtilegt,
stundum stormasamt,
oft erfitt en líka sneisafullt af hamingjustundum.
Allt sem ég hef gengið í gegnum hefur mótað mig
og haft áhrif á mig.

Þetta segir Hrafn Jökulsson í helgarviðtalinu
í 24 stundum. í gær 10 nóv.
Ég hvet alla til að lesa þessa tjáningu Hrafns
um líf sitt og skoðanir, hann er alveg
frábærilega vel máli farinn penni.
Það er ekki ofsögum sagt, að yfirhöfuð sé gagn og gaman
að lesa það sem hann lætur frá sér fara.
Ég tel að allir munu geta haft einhvern lærdóm
af að lesa þetta viðtal.


Verðum við ekki spurðar.?

Utanríkisráðherra, segir nýtingu kvennorkunnar vera
einn af þremur styrkleikum íslendinga á alþjóðavettvangi.
Fyrirgefið, í þessum orðum hennar, er að mínu mati hroki,
eins og í svo mörgu sem hún lætur út úr sér.
hún talar um kvennorkuna eins og við séum einhverjar vélar.
Við erum lifandi verur, og við ráðum yfir okkur sjálfar.
Ég gat nú ekki annað en farið að skellihlæja er ég las þetta,
hvernig í ósköpunum er hægt, að orða okkar frábæru kvennkosti
sem nýtingu á alþjóðavettvangi.
Held að Ingibjörg ætti að fara á námskeið í orðavali,
svo ég segi nú ekki meira.


mbl.is Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Saga þessi gerðist á stórbýli í Borgarfirði
fyrir nokkrum árum, og er sögð af sjónar og heyrnarvotti.
Sagan lýsir því, hve samdráttur karla og kvenna getur
farið fram á margvíslegan hátt.Aldraður karlmaður
úr nágrenninu, Brandur að nafni, var í þingum við konu
þar á bæ sem Guðbjörg hét.
Hann kom eitt sinn í vökubyrjun að vetrarlagi að finna
Guðbjörgu og settist á rúmið hjá henni uppi á lofti.
Karl situr nú hinn rólegasti fram eftir vökunni.
Loks fer Guðbjörg að ókyrrast og segir: ,, Eigum við
ekki að koma út og pissa, Brandur?"
,,Jú, takk,kannski," svaraði hann.
Góða nótt.

Saga stúlku.

Það gerðist í frystihúsi.
Ung stúlka vann í frystihúsi sumar eitt,
Þar vann ungur maður,
allar stelpurnar voru bálskotnar í honum,líka hún.
Á vinnustaðnum var mötuneiti og þar fyrir framan var sjoppa.
Dag einn var hún að kaupa sér coke,
labbar ekki upp að henni draumaprinsinn, og segir:
,,má ég fá sopa," hún misti nærri andan og hnén og Svaraði:
,,já, já fáðu þér sopa." Síðan labbaði hann í burtu,
kom aftur og sagði: ,,Ertu með í bíó á morgun.?"
Hún misti alveg andan, en sagði: Já já til er ég.
Ókay sé þig á morgun.
Hún fór afar montin með sig niður til stelpnana og sagði
frá undrinu sem gerðist.

Steingrímur eigum við að svelta.???

Nei þessi stefnubreyting hefur engin áhrif á álver
við Húsavík. það hugnast þér ekki Steingrímur,
Hungrið er nú búið að steðja að nokkurn tíma,
hér á Húsavík og keyrir um þverbak núna,
á hverju eigum við að lifa.???
Það er að koma álver. Ekki nema þið komið því þannig til
leiðar að enginn stóryðju framleiðandi vilji ræða við okkur
vegna stöðugs andstreimis gegn öllu hér.
Eigum við öll að fara að lesa fjallagrös.???
mbl.is Áróðursbragð til andlitslyftingar eða raunveruleg stefnubreyting?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiður? nei varla.

Hallærislegt, var hann í garðfötunum.?
Þeir geta verið svo yfirmáta hallærislegir,
blessaðir bretarnir.
Kate Moss, Æ Æ taldi hún það trúlegt að
pípara yrði boðið í slíkt boð.?
Nei allavega ekki á Bretlandi.

mbl.is Hélt að Cameron væri pípari að atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni, Davíð og Baugur.

Er það ekki alveg yndislegt þegar fram koma
svona sannanir, Ja ég vona að það séu sannanir
fyrir mig og mínar skoðanir, sem ég hef bloggað um áður,
einokunarstefnu sumra manna gegn sumum mönnum.
Þeir vilja bara ráða, hverjir og hverjir ekki.
Í einu og öllu.
Það er talað um spillingu í U,S,A.
En hvernig er þetta á Fróni voru:?
Hvernig væri, minn kæri blái flokkur að þú
snérir við blaðinu, og framkvæmdir
af heilindum og sanngirni og látir ekki
stjórnast af einhverju sem engin veit hvað er,
eða þannig.


mbl.is Guðni, Davíð og Baugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta bara valið. Lúxus!!!

Það er gott að Ísland er orðið svo vinsælt,
að allir vilja byggja allt mögulegt og ómögulegt
hér á okkar fagra landi.
Talað er um að landsvirkjun þurfi að fá hæðst mögulega verð
fyrir raforkuna, vel með það,en þarf ekki líka að huga að,
hvar er mesta þörfin fyrir nýjan atvinnuveg.?
Mundi nú telja það.
mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leit að barnaníðingum.

Það er afar þarft að hefja slíka vinnu.
Það þarf líka að vera forvarnarvinna til að kenna okkur öllum
hvernig við eigum að fremsta megni að varast svona
glæpamenn, opna ekki fyrir þetta og eða hitt.
Ég er nú fullorðin kona, og er bara búin að eiga tölvu í 2ár,
ég vissi ekki, hvað það var sem ég átti að varast,
er að læra það.
Eitt er mér hulið. Gná talar um að það sé talið að
gott aðgengi að barnaklámi,
auki eftirspurnina og búi til barnaníðinga,
er það þá það sama, ef horft er á nógu margar myndir
um rán og glæpi, þá gerist menn ruplarar og glæpamenn.
Að mínu mati er fólk sem viðhefur níðingsskap gagnvarp börnum,
með þetta í sér, trúlega af mörgum ástæðum, kennir ekkert annað,
hefur uppalist við slíkt, og svo mætti lengi telja.
Gangi henni Gná vel í því sem hún er að gera.
Góðar stundir.


mbl.is Handsami níðinga á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kolbeinn Sigurðsson í Seli var ákafamaður við vinnu,
enda var hann vel fjáður.
Hann stóð einu sinni að slætti með konu sinni,
Ingigerði, sem þá var ólétt og komin að falli.
Allt í einu segir hún:
,, Nú kenni ég mín, Kolbeinn,
þú verður að fara og sækja yfirsetukonuna."
,,sjálfsagt," segir Kolbeinn, ,,en heldurðu,
að þú getir kroppað ögn á meðan.?"
Góða nótt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband