Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Stórfurðulegt.

Dónaskapur ekki liðin, en við erum að þola dónaskap
frá flestum sem við eigum samskipti við.
Ég ætla ekki að út tala mig um þetta eina mál
á Akureyri, því þau eru fleiri,
það er algengt að fólk sé sett í bann,
þá tala ég um fólk það eru nefnilega bæði konur og menn.
Alfarið er ég á móti því að talað sé sérstaklega
um útlendinga,og að nafngreina þjóðernið,
er ekki sæmandi, erum við og hinir, ekki allir menn???
Já dónaskap, erum við að þola alla jafna frá
fólki sem við þurfum að umgangast,
oft á tíðum kemur það fyrir að ég þarf að segja,
Fyrirgefið, en það er ekki í boði að tala svona við mig.
Þetta ástand sem orðið er í dag mynnir mig svolítið
á gömlu hreppa-pólitíkina,td. þegar menn frá einum bæ máttu ekki
koma á ball í hinn bæjinn án þess að það væri lúskrað á þeim,
heimamenn voru svo undurhræddir um stelpurnar sínar.
Eitt lögmál var haft í heiðri, lá maður í gólfi þá var hætt
að slást. Hvað hræðist fólk?

mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir krakkar.

Flottir krakkar sem hefja umræður á þessu málefni.
Ég tel að þetta verði góð hópvinna,
ég veit að krakkarnir sem vinna að þessu, munu skila sínu.
Vonandi bara að botninn detti ekki úr og að hugurinn fylgji máli
í mörg ár .
Það er bara hreinlega ekki cool, að þykjast vera cool.
Það er ekki inn að vera með stæla,
þið eruð miklu flottari að vera bara
venjulega og eðlileg.
mbl.is Samningur um forvarnir og heilsueflingu í framhaldsskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sigluvíkur-Sveinn orti svo um sjálfan sig:

Ég er mæddur,báli bræddur,
blárri klæddur skyrtu líns,
Kaffibelgur, ólánselgur,
einnig svelgur brennivíns.

Andrés Björnsson var á gangi á löngulínu
í Kaupmannahöfn og sá þar aldraða vændiskonu.
Kvað hann þá þessa vísu:

Fingralöng og fituþung
fær nú öngvan kella.
Hringaspöng var áður ung
útigöngumella.

Góða nótt.


Sýnum börnum virðingu.

Ég held að við þurfum að taka til í eigin ranni.
Þá meina ég í sambandi við fordóma og fáfræðslu
ekki bara fyrir börnum með ADHD.
Heldur öllum börnum með raskanir af öllu tagi
Maður stendur stundum á gati yfir fáfræðinni
sem býr með fólki.
Það er eins og það vilji heldur ekki fræðast,
ef maður vogar sér að segja sína skoðun
og jafnvel útskýrir að maður viti nú svolítið um þessi mál
því að maður eigi einn lítinn trítil sem sé með ADHA.
Yfirleitt fær maður bara, ræðuhöld um þetta eða hitt,
þangað til fólk segir, æ, það þýðir ekkert að tala um
þetta við þig. Þá brosi ég nú bara, veit að fólk er komið í þrot.
Ég bendi ykkur á að fara inn á síðuna
hjá ringarinn.blog.is þar eru frábær skrif um þessi mál.

Allar rannsóknir eru af hinu góða, og við getum ekki for-agtað þær,
Því fleiri rannsóknir því betra.
Allir geta fundið eitthvað sem á við þeirra börn,
með aðstoð síns læknis.
Og er það afar nauðsinlegt að góð sammvinna sé á milli
foreldra, læknis, kennara, sálfræðinga og ég kann ekki
að nefna þetta allt. Ég er ekki sér fróð um þessa hluti,
en ég er búin að vera með og ala upp mín börn í 46 ár,
svo ég ætti að vita eitthvað. Það er eins og sonur minn
sagði á einu námskeiði sem hann fór á, kennarinn var
að hæla honum, þetta er nú bara, "kommen sens"
Gangi okkur öllum vel í að nota kommen sens og kærleikan.


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misþyrming.

Þetta er óhuggulegt, hvað amar að svona hugarfari?
Er drengurinn geðbilaður, hefur hann verið laminn og barinn
í uppeldinu eða hefur hann bara fengið að gera allt sem hann
kaus sjálfur að gera.
Veit ég sjálf um svoleiðis dæmi, þar sem maður notaði,
andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi meira að segja,
viðhafði hann þetta á móður sína, hún var svo hrædd við hann
að hún lét hann fá allt sem hann bað um.
hann hafði hvort sem er ætíð fengið það sem hann vildi,
en þegar átti að stoppa eftirlætið, þá byrjaði ofbeldið.
Það er hægt að gera alla geðbilaða með eftirlæti.
Þess vegna vaknar sú spurning.
Hvað er að, "þessum dreng?"
mbl.is Piltur handtekinn í Danmörku fyrir að halda stúlku fanginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðni Guðmundsson var að kenna í
kvennabekk í Menntaskólanum. Í byrjun tímans
höfðu stelpurnar hellt vatni í setuna á kennarastólnum.
Guðni skeytti því engu og kenndi út tímann,
en þegar hann stóð upp, sagði hann: ,,Ég ætla að
biðja ykkur, stúlkur, að vera ekki að setjast
í kennarastólinn í frímínútunum."

Góða nótt.


Það er ekki inn lengur.

Er fólk ekki búið að ná því að það er
ekki inn lengur að aka hratt. Þótt það sé rosa gaman,
þá er það ljótt að sjá flotta bíla aka svo hratt að maður
getur ekki virt þá fyrir sér, fyrir utan hvað það er
hættulegt, þú getur drepið sjálfan þig og aðra.
ERTU ANNARS EKKI BÚIN AÐ FATTA ÞAÐ?
mbl.is 17 ára stöðvaður á 130 km hraða á Gullinbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda að sér höndum.

Eihversstaðar verður fólk að búa.
Þeir sem mögulega geta, kaupa sér íbúð,
svo er það ávallt spurning, hvað á að gera?
90% lán er allt í lagi, það eru vextirnir og vaxtahækkanir
sem eru ekki í lagi.
Ég veit um margar fjölskyldur sem þurfa að selja
sínar eignir, sökum þess að þær ráða ekki við
allar hækkanir sem orðið hafa, ekki bara vaxtah.
heldur líka á öllu öðru.
Mér þætti gaman að vita hvar þetta fólk á að
fá bústað til að vera í? Mér þætti einnig
fróðlegt að vita, hvað á að gera til að hjálpa því fólki
sem mist hefur vinnuna sína, síðan húsin sín, síðan sjálfsálitið
og enda sem hreppsómagar. Og hvað þá?
mbl.is Forsætisráðherra: Skynsamlegt að halda að sér höndum og fresta fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Magnús Thorberg vann hjá Ameríkumönnum
við að setja upp miðunarstöðina í Aðalvík.
Eitt sinn fannst honum nauðsynlegt að afla
sér áfengis, en eina leiðin til þess
var að senda skeyti um talstöð til
Áfengisútsölunnar á Ísafirði og pant sendingu
með næstu ferð.
Nú þótti ekki viðeigandi, að talskeytið væri svo
opinskátt og ljóst orðað, að allir skildu,
en Magnús sá við því.
Hann orðaði skeytið á þessa leið: ,,Vinsamlegast
sendið fjögur eintök af menningartengslum
Íslands og Sovétríkjanna.
Magnús Thorberg, Aðalvík."

Hann fékk 4 flöskur af vodka með fyrstu ferð.


Saga stúlku, framhald.

Unga stúlkan og pilturinn voru síðan saman
sumarlangt, um haustið fór hún til útlanda í nám.
Hún var svo ástfangin af unga manninum sínum að hún fór heim
fyrir jólin. þau giftust eignuðust eitt barn saman,
fluttust út á land, en ekki var sambúðin eins og hún átti að vera.
Þau hittu bæði, hún annan mann og hann aðra konu,
sem þau síðan giftust, eftir skilnað þeirra.
Það gekk á ýmsu á milli þeirra eins og gerist líka
nú til dags, það er alltaf erfitt að skilja.
það lagaðist allt með tímanum og þau urðu góðir vinir aftur.
Pilturinn og seinni konan hans eru bæði dáin.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband