Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Fyrir svefninn.

Bjarni á reykjum kvað, er Jón á Akri fluttu sig úr
sæti við hlið hans á Alþingi:

Hann flutti yfir fjöll til mín
í félag drottins barna,
en hélt svo aftur heim til sín
--helvítið að tarna.

Góða nótt.


Akureyrarferð.

Er rétt skriðin inn úr dyrunum, frá Akureyri.
Byrjuðum á dýraspítalanum tekinn var saumur úr Neró,
viktaður og hann hafði bætt á sig rúmu kílói
það var bara æði, læknirinn var bara ánægð með hann,
keyptum það sem hann má borða þessi ræfill,
það er kanínu, andakjöt, gulrætur, kjúklinga og
kjúklinga nammý.
Síðan var farið í bókabúðina það er fastur liður, er þær
eru með okkur snúllurnar okkar, nú svo var farið í morgunmat
í bakaríið við brúnna og að sjálfsögðu versluð brauð,
ostar og alla vega gummilade.
Farið í Glerártorg og verslað svolítið, mikið,
jæja haldið þið ekki að bíllinn hafi breyst í mulningsvél
sem betur fer vorum við rétt hjá Brimborg, brunað þangað,
að sjálfsögðu tóku þeir bílinn strax inn,
og viti menn það var grjót í sjálfskiptingunni,
hef aldrei vitað það betra, farið í miðbæinn
og síðan heim. Er að farast úr þreytu.

Hvað er fólk að hugsa?

Af hverju kaupir fólk ekki bækur handa börnunum sínum?
Mitt álit er það að börn eigi allavega að fá tvær
bækur í jólagjöf, já og bara hvenær sem er yfir árið.
Enn það verða að vera bækur sem þeim líkar við.
er ekki verið að tala um, að Íslensk börn þurfi að lesa meira
til að ná betri tökum á les hæfni sinni?
Það er rétta leiðin til þess, það er að hvetja þau með
þeim bókmenntum sem þau hafa gaman af.
Það er afar snjallt að ömmur og afar gefi bækur.
Það geri ég og þau eru bara ánægð með það.
mbl.is Minni sala í barnabókun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kjaftaskur.

Á hans tungu er ekkert haft,
oft er skinnið fullur hroka.
Þessum leiða þjóðarkjaft
þarftu, drottinn minn, að loka.

Góða nótt.


Hvað er að gerast.

Mér stendur nú ekki á sama um veðrið og náttúruna.
Það er allt að gerast á röngum tíma, óvenjumiklar rigningar
svo úr verða flóð og aurskriður, sem hafa ekki valdið
slysum eða öðru verra, sem betur fer, síðan er það Hvítá
sem er orðin athyglissjúk, blessunin, og allir skjálftarnir
sem eru búnir að vera, að ég held nokkuð margir á
undanförnum mánuðum.
Segji nú ekki annað en það,
að kæru máttarvöld eruð þið nokkuð búin að gleima,
að það er ekki komið vor, það er bara desember núna,
og gefðu okkur nú frið á jólum.
.Takk fyrir mig.
mbl.is Vatnavextir í Hvítá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur og ógnun við afgreiðslufólk.

Þetta er alltaf að færast í aukana, en ætíð
verið til, það er eiginlega sama hvort kúninn er bara,
þjónusta sjálfann sig með því að kaupa sér eitthvað sem gleður,
eða í matinn eða liggur frekar veikur á sjúkrahúsi,
ég hef orðið vitni af frekju og dónaskap í fólki,
sem lá næstum ósjálfbjarga á sjúkrahúsi.
Frekjan, yfirgangurinn, hrokinn og tilætlunasemin
var með eindæmum.
Það er ekki nægilegt að senda starfsfólk á námskeið,
það þarf af tala um málið á opinberum vettvangi,

Svo er önnur hlið á siðferðinu :,,Starsfólk / kúnnar.
Þar mætti taka til hendinni og ala upp afgreiðslufólkið,
stundum hefur manni ógnað algjörlega, ég segi stundum:
,,Er ekki allt í lagi hérna"?

Ég gæti talið upp fjöldan allann af dæmisögum, en ég
held að það þurfi ekki, við vitum þetta öll.
Saman getum við lagfært þetta, með því að tala um það,
ekki fela umræðuna heima í eldhúsi.
Gangi okkur vel í þessum málaflokki.


mbl.is Kúnnar ógna starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

ÞESSI ER ALVEG FRÁBÆR.

Bifreiðaeigendur!

Eins og hláturinn
lengir lífið,
eins lengja
góðar smurningsolíur
aldur vélanna.

Notið því eingöngu
Mobil og Castrol
smurningsolíur.

Olíuverslun Íslands h.f.

Íslensk fyndni. Góða nótt.


Vorum í afmæli hjá Millu minni.

Vorum að koma heim úr alveg frábæru boði
hjá henni dóttir minni, við fengum hnausþykka
haustsúpu með heimabökuðu Ítalíanó brauði með
öllu mögulegu grænmeti ofan á, síðan voru ostar,
súklaðikaka og marenge draumur með bláberjum, jarðaberjum,
kókosbollum og öllu mögulegu gumsi, sjúklega góð.
Þetta var afar skemmtileg veisla.
Takk fyrir mig.

Menninga niðurrif, ekki óvön því.

Það eru kannski einhver hús sem meiga fara,
en í Guðanna bænum bjargið því sem bjargað verður.
Ég hef nú tjáð mig áður um þessi mál.
Að sjálfsögðu þarf að lagfæra mörg hús, en ekki
að fjarlæga þau.
Ef að breytinga-útrásin í borginni fær að ráða þá er voðin vís.
Eru ekki sömu stjórnvöld nú við völd sem eyðilögðu
Hringbrautina? Sú framkvæmd er að mínu mati,
hræðilega ljót svo ég tali nú ekki um göngubrýnnar.
Það á að halda gamla kjarnanum eins og hægt er,
byggja svo í samræði við hann. sumar teikningar sem maður sér
eru ömurlega úr stíl við allt sem tengist því.
Í von um að allt fari á besta veg.
Góðar stundir.
mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Maður var spurður, hvort hann ætlaði ekki í kirkju.
Hann svaraði með þessari vísu:

Þó að örbirgð ami mér
og elli beygi skrokkinn,
seint ég fer að sækja smér
í sáluhjálparstorkkinn.

Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband