Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Harkalegt, eða hvað?

Ætli okkur finnist það ekki harkalegt,
að menn sem gefa sig út fyrir að vera hjálparstarfsmenn,
skuli vera dæmdir í nauðungarvinnu, en þeir voru að brjóta lög og mannréttindi.
Ég fagna því að þetta mál skyldi koma fram fyrir augu alþjóðasamfélagsins,
það vekur kannski alla til umhugsunar um eftirlits-leysi þjóða um hvað verður um ungviði,
unglinga og konur í heiminum, já hvað verður um þau?
Við höfum heyrt í fréttum hvað verður um sum þeirra.
Þau lenda í þrælkunn af ýmsum toga, kynferðislegu ofbeldi, endalaust er hægt
að telja upp, en eitt vitum við, þau sjást aldrei meir.
                    Mín skoðun.


mbl.is Dómur fallinn í Tsjad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar í jólum.

Ég er ekki að skilja þetta, á aðfangadagskvöld er maður er búin að eta
yfir sig sulla öllu saman og fárveikur af seddu, lofar maður sjálfum sér því
að borða ekki svona mikið  á jóladag.  Hægan, hægan góða,
ekki lofa upp í ermina á þér, nei það er eins gott því maður stendur ekki við það.
Svo kemur annar í jólum, og við erum 9. st. saman komin.
Þau völdu Lambahrygg í matinn með öllu tilheyrandi,
og ekki gat maður stillt sig um að borða vel af honum, enda ekki á boðstólnum
nema kannski tvisvar á ári, V/ óhollustuW00t.
Nokkru seinna fengum við okkur grýlukaffi sterkt og gott,
ís með heitri mars og karamellusósu, ískex, ananas fromage
+ alt sælgætið. maður er ekki normal, eða hvað finnst ykkur?
Kvöldið endaði með algjörum brandara þar sem Aþena Marey litla
ljósið hennar ömmu sinnar, opnaði ísskápinn náði sér í mysing og skeið
borðaði síðan mysinginn eins og hún er vön að gera,
búin að fá leið á öllu þessu kjöti. nú liggja þær mæðgur inn í gestarúmi
og eru að horfa á gaman-myndina Hárspray.
Rólegt og gott kvöld á eftir yndislegum degi.
Ætli maður hafi svo ekki bara fisk á morgunn og hinn. Whistling


Fólk sem var öðruvísi að mati annara.

Fyrir tugum  ára síðan, kynntist ég konu sem var öðruvísi að mati annarra.
En á hvers færi er það að meta hver er eins og hann á að vera?
Þessi kona er löngu farin yfir í það tilverustig sem hentar henni betur,
svo ég segi þessa sögu með góðri samvisku.
Við skulum kalla hana Dísu.  Ég kann ekki söguna  um hvar hún er fædd og uppalin,
en ég kynntist henni er hún var orðin fullorði. Dísa hafði þá verið þurfalingur,
(sem kallað var svo) alla tíð en var þarna sloppin frá því og bjó í  borg.
Það æxlaðist þannig til að Dísa kom oft á mitt heimili og smá saman lærði
hún að treysta okkur, en er ég kynntist Dísu, tók hún aldrei mat af diski,
öðruvísi en að hrifsa hann til sín, er hún hélt að engin sæi, sem var ekkert skrítið
því ætíð var henni gefið að borða með hundunum úti í fjósi.
Dísa  þekkti ekkert annað en vanvirðingu, og fannst hún sjálfsög,
hún átti ekki að hennar mati annað skilið.
Ég átti lítil börn er þetta var og elskaði hún og dáði þau,
hún þessi elska söng og las fyrir þau, en ætíð hélt hún að  það væri bannað,
þegar hún horfði á mig spurnaraugum brosti ég bara mínu blíðasta og
þá vissi hún að alt væri í lagi.

Ætíð hafði maður sælgæti, smákökur og annað góðgæti á borðum
til þess að hún gæti fengið sér er hún vildi.
Eitt sinn var dansleikur í samkomuhúsinu, Dísu langaði til að fara, það vissum við,
en hún fór ekki fram á það. Nei ekki hún Dísa mín.
Við spurðum hvort hún vildi ekki fara á dansleik? Jú takk sagði hún.
Þá var hafist handa  hún fór í bað,  ég lánaði henni kjól
ekta sparikjól, síðan málaði ég hana og greiddi.
Ekki hef ég séð hvorki fyrr né síðar sælli konu, en hana Dísu þetta kvöld.
Við báðum gott fólk um að  fylgjast með henni,
svo engin væri að stríða henni á dansleiknum.
Allt fór vel og Dísa mín talaði ekki um annað í marga daga á eftir.
Þessi saga er bara ein af mörgum og sumar eru verri en þessi.
Ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þessu af eigin raun.
                           Takk fyrir mig.


Jóladagar.

Má til að tjá mig um  tilfinningar mínar á þessum jólum.
Þær eru blendnar, allt sem er búið að gerast á síðasta ári,
veikindi, sorg, gleði, hamingja og allt sem ég er búin að vitkast um
í sveitasíma nútímans, blogginu,
hefði aldrei trúað því hefði mér verið sagt það fyrir einu ári eða svo.
Og núna ætla ég að þakka sjálfri mér fyrir þá gleði sem býr
innra með mér í dag, því þið vitið það,
að við berum sjálf ábyrgð á hamingju okkar og hvernig okkur líður.
Ef við viljum endilega vera í sjálfsvorkunnar-ástandinu, þá við um það.
Enn ef ekki þá biðjum við um hamingjuna og fáum hana,
en við verðum að halda í hana með jákvæðni.

Aðfangadagskvöld var yndislegt hjá okkur, borðuðum að venju klukkan sex.
Áður en við hófum borðhaldið báðum við fyrir öllum þeim sem eiga um sárt að binda.
Er búið var að borða allt nema desertinn, fór fólk að ókyrrast,
svo við bárum allt fram í eldhús, og síðan var farið í pakkana.
Það var afar rólegt og gott, bara smá æsingur, en við erum ekki mikið pakkafólk.
Svo það tekur ekki langan tíma að rífa upp, en alltaf koma gjafirnar manni á óvart
hlýlegar og vel út hugsaðar fyrir hvern og einn

                                  Jóladagur.
Vaknaði klukkan átta í morgunn, borðaði morgunmat, fór aðeins í tölvuna,
síðan upp í rúm aftur og svaf til 12. Þetta gerist bara ekki hjá mér,
að ég sofi út, kannski þetta sé aldurinn.
Við erum bara búin að væflast í dag, lesa og borða afganga,
því jóladagur hjá okkur er letidagur, en svo á morgunn
verða krakkarnir hjá okkur, og þá verður fjör í bæ.

                Jóla og kærleikskveðjur til allra sem lesa þessi skrif.


Jólagleði, eða ekki.

Hjá flestum okkar ríkir mikil hamingja, tilhlökkun og gleði.
Við hugsum, Loksins er kominn aðfangadagur, eftir að vera búin að njóta aðventunnar
á þann hátt sem best verður á kosið, börnin kláruðu prófin sín með sóma,
og allir eru ánægðir með það, búið að kaupa allar jólagjafir
og senda út og suður, svo ég tali nú ekki um allan matinn sem er búið að
draga heim í bú.
Nú eru flest okkar  að fara í undirbúning á
jólamatnum, sem er hjá flestum okkar: ,, Forréttur, tveir aðalréttir, eftirréttur og
kaffi og konfekt á eftir fyrir utan ómælda sælgætið sem fólk treður í sig á eftir".
                                              " Falleg lýsing".

Bón eina stóra langar mig til að fara fram á við ykkur öll í bloggheimi.
Hún er sú að muna þá sem minna mega sín, þeir eru margir.
Margir geta ekki borðað vegna sjúkdóms.
Margir etja við mikla sorg.
Margir, margir eiga ekki neitt.
Margir eru of stoltir til að leita sér hjálpar, og sumir of veikir.
Kæru bloggarar viljið þið biðja fyrir þeim öllum,
þegar þið kveikið á öllum kertunum ykkar áður en jólahátíðin hefst,
sendið þá ljósin í bæn til allra sem minna mega sín og eiga við erfiðleika að stríða
sér í lagi til barnana  sem búa við svona aðstæður.

Eitt er það sem mig langar til að minnast á.
Það er ekki ætíð nægilegt að eiga peninga,
því ef maður á ekki kærleikann, til handa sjálfum sér og öðrum,
þá er maður fátækur.Halo
                                 Gleðilega jólahátíð.


Jólakveðja.

Ég sendi öllum bloggvinum mínum og öðrum bloggurum hugheilar jólakveðjur,
og farsældar á nýju ári.
þakka kærlega fyrir öll skemmtilegheitin, og alla þá visku sem mér hefur hlotnast
síðan ég byrjaði að blogga.  Mér finnst afar vænt um ykkur öll, og er þakklát
þessum frábæru tengingum við ykkur, og vona ég að þær haldist.

                              Jóla og ljósakveðjur.
                                     Milla.


Súpudagur!

Má til að segja ykkur frá deginum í gær. Það er nefnilega þannig að tengdamóðir Millu dóttur minnar,
hún Óda amma, hefur ætíð súpudag einn í desember, að þessu sinni var hann í gær.
Til hennar koma, ættingjar og vinir og stendur þetta allan daginn,  hún er með  kjötsúpu sem er alveg þykk af kjöti og grænmeti síðan er sveppasúpa heimalöguð einnig er heimabökuð  súpubrauð og kartöflur, smjör og kaffi á eftir. Þetta er alveg yndislegur siður, fólk kynnist betur, börnin eru svo glöð sama á hvaða aldri þau eru. Svo er langamma í hópnum hress og kát, það kalla ég nú forréttindi. Takk fyrir okkur elsku Óda okkar, þetta koma til með að verða ómetanlegar minningar
í hugum  barnabarnanna okkar er þau verða eldri.


Hún er komin!!!

Já ég var að fá nýja tölvu, eins og þið hafið séð þá hafa bloggin verið hálf skrýtin,
sér í lagi kommentin, bilin á milli setninga í steik, og bara allt í steik, en núna á þetta að lagast,
og eitt, hún er ekki hægfara lengurInLove I lov it, var að verða geðveik á að bíða eftir að hún mjakaðist
áfram. Liðin tíð.Whistling


Til skammar.

Hvað á maður að segja það oft, að maður eigi ekki til orð,
þeir ætla ekki að gera það endaslept, forráðamenn þessara þjóðar.
Hvenær kemur lausn í þessu máli, sem og öðrum af sama toga.
Held ég sé búin að hlusta á viðtöl, sem hafa lofað lausnum
í þessum málum, sem og mörgum öðrum, en þeir hafa ekki staðið við
mikið, ástandið er vægast sagt afar slæmt.
Það sem er verst í öllum velferðarmálum sem eru í svelti,
að þeir draga alltaf allt, og segja fólki,
að þetta eigi að gerast þennan mám. eða hinn.
Þetta er bara ólýðandi ástand.
mbl.is Óttast hvað sonur minn gerir næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðingsverknaður, skaðvaldur þjóðfélagsins.

Þess vegna er það að mínu mati,
algjörlega nauðsynlegt, að halda mönnum
í varðhaldi þar til dómur fellur,
svo framalega að sönnun eða sterkur grunur sé kominn í málinu.
Það skiptir engu máli hvort maðurinn
eða mennirnir, séu Íslendingar eða af erlendu bergi komnir,
sama á að ganga yfir alla.
Og þessir aumingjans-menn sem verða fyrir því að
fremja þessa óhugnanlegu verknaði, eru að sjálfsögðu
fársjúkir menn.
Annað hvort eru þeir geðveilir, ruglaðir af einhverri ólyfjan
eða blindir af siðleysi.
Hvað svo sem er að þeim, verða til af þeirra völdum,
illa farið og fárveikt fólk
þótt meiri hlutinn séu konur, þá eru þeir líka til
menn sem verða fyrir þessu.
Fólk nær sér seinnt eða aldrei út úr svona málum, og það
kostar þjóðfélagið lífshaminguna og ómælda peninga,
að frammfylgja eftirfylgninni í svona málum.
Því spyr ég: ,, Því í fjandanum eru ekki harðari viðurlög
við öllum níðingsskap? hverjum eru þeir að gera greiða"?
Fyrirgefið skoðun mína, en að mínu mati jafnast andleg
og líkamleg misnotkun og sér í lagi barna-níðingsháttur
á við MORÐ.
mbl.is Ákærðir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband